Austurglugginn


Austurglugginn - 16.01.2003, Síða 5

Austurglugginn - 16.01.2003, Síða 5
Fimmtudagur 16. janúar AUSTUR • GLUGGINN - 5 Valgerdur efst hjá Framsókn Dagný Jónsdóttir í þriðja sætinu Óli Níels Eiríksson, einn eigenda Vélgœða. Vélgæði í Víking Vélgæði ehf. á Fáskrúðsfirði keypti á dögunum vörumerkið Ha- Bru, og lager, úr þrotabúi fram- leiðslufyrirtækisins Brunna hf, í Hafnarfirði, sem gjaldþrota varð á síðasta ári. HaBru vörumerkið samanstendur af togblökkum, snurpugálgum og úrsláttarkerfum fyrir frystingu á fiski. Að sögn Ola Niels Eiríkssonar, eins eiganda fyrirtækisins, er þama um að ræða vel markaðsett vöramerki sem kynnt hafi verið á sýningum víða um heim. Nú þegar sé hafin framleiðsla á snurpugálgum á Fáskrúðsfirði, sem síðan verða sendir til Astralíu, en öll fram- leiðsla mun fara fram á Fáskrúðs- firði. „Þetta er hrein viðbót við fram- leiðslu okkar, en þetta mun von- andi koma til með að renna styrk- ari stoðum undir fyrirtækið. Við munum væntanlega ekki bæta við starfsmönnum fyrst í stað, en von- umst að sjálfsögðu til þess að geta það ef allt gengur að óskum,“ sagði Oli Níels í samtali við Austurgluggann á dögunum. Starfsmenn Vélgæða ehf. era í dag fjórir á Fáskrúðsfirði, en eigendur fyrirtækisins era auk Óla Níels, þeir Ólafur Atli Sigurðsson og Högni Páll Harðarson. HSel Á aukakjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi, síðastliðinn laugardag, sem haldið var á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit kom í ljós hverjir munu skipa 10 efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráð- herra, sem fyrir fram hafði verið spáð efsta sætinu, tókst það og mun hún því leiða lista Fram- sóknar, að öllum líkindum ein kvenna sem leiða mun lista í kjördæminu fyrir þessar kosningar. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, varð í öðru sæti. Talsvert hafði verið spáð í það fyrir þingið hver þeirra fjögurra sem gefið höfðu kost á sér í þriðja sætið, fengi sætið. Það kom svo í ljós að Dagný Jónsdóttir, formaður SUF, úr Reykjavík bar þar sigur úr býtum. Birkir J. Jónsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, frá Siglufirði fékk fjórða sætið og Þórarinn Egill Sveinsson það fimmta. Það sem vekur athygli við þennan lista er það hversu mikið er bæði af ungu fólki, og fólki úr gamla Austurlandskjördæminu á listanum. Almenn ánægja mun vera meðal Framsóknarmanna með listann, en þó þótti einhverj- um þingfulltrúum frá Akureyri, hlutur sinna manna rýr. Til marks um það er rétt að benda á að enginn Akureyringur er í fyrstu tíu sætunum. Að sögn Valgerðar Sverris- dóttur, oddvita Framsóknar, stefna Framsóknarmenn á þrjá menn á þing í hinu nýja kjördæmi. Hún segist ánægð með stuðninginn og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaóar- ráðherra. listann, og telur flokkinn hagnast á fyrirhuguðum stóriðjufram- kvæmdum á Austurlandi. „Eg er virkilega glöð og ánægð með það traust sem mér hefur verið sýnt með því að hljóta 97% atkvæða á listann. Listinn er sterkur og á honum gott fólk sem vonandi mun færa okkur þrjá menn að loknum kosningum. Þó skoðanakannanir séu okkur ekki hliðhollar í dag trúi ég því að ákvörðun um stórframkvæmdir í 1 / Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. kjördæminu muni hafa áhrif á fylgi okkar til hins betra, enda ljóst að meirihluti landsmanna styður þær ffamkvæmdir,“ sagði Valgerður, sigurreif, í samtali við Austurgluggann. Þar með hafa allir flokkar, í hinu nýja NA kjördæmi, birt lista yfir efstu menn á sínum listum, nema Frjálslyndi flokkurinn. HSel Eftirfarandi skipa átta efstu sætin á lista Framsóknarmanna í Norðausturkj ördæmi. 1. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 2. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 3. Dagný Jónsdóttir, formaður SUF, Reykjavík. 4. Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Siglufirði. 5. Þórarinn Egill Sveinsson, forstöðumaður, Kópavogi. 6. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjubóndi, Austur-Héraði. 7. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Fjarðabyggð. 8. Olafur Níels Eiríksson, vélsmiður, Fáskrúðsfirði. Fánahylling í Melbæ -fyrsti fáni Alcoa á íslandi blakti vid hún- Það var glaðbeittur hópur, vaskra sveina, úr félagi eldri borgara á Eskifirði sem tók á móti blaða- manni Austurgluggans við Melbæ, félagsheimili félagsins, síðast- liðinn föstudag. Og ástæðan? Jú, einum meðlima félagsins hafði áskotnast forláta Alcoa fáni sem drengimir hugðust flagga í tilefni dagsins. Að lokinni fánahyllingu, þar sem einnig vora dregnir að húni fánar Fjarðabyggðar og Eski- Vaskir sveinar aó verki loknu. FániAlcoa ber við Hólmatind. ijarðar, blakti fáni Alcoa virðulega við hún. I tilefni af athöfninni sendi hópurinn frá sér svohljóðandi orðsendingu. „Með því að draga fána Alcoa að húni í dag vill hópur eldri borgara fagna þeim merka áfanga sem náðst hefur í dag. Þá vonumst við til að þau pólitísku öfl sem barist hafa gegn atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni, láti nú af sinni iðju og fari að vinna að öðra þarfara. Einnig vilja félagar þakka bæði ráðherram og bæjarstjómar- mönnum þann stuðning sem þeir haf sýnt í þessu máli.“ HSel.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.