Austurglugginn


Austurglugginn - 16.01.2003, Qupperneq 8

Austurglugginn - 16.01.2003, Qupperneq 8
8 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 16. janúar Þorraþrautir Jólaþrautir Austurgluggans hafa greinilega vafist fyrir mönnum yfir hátiðimar og þótt nokkur svör hafa borist þá hljóta fleiri að vera búnir að reyna við spumingamar. Jólaþrautin var þríþætt, og til að fá meira ijör í ieikinn birtum við þættina þrjá aftur, sá fyrsti birtist í síðasta blaði en hinir tveir koma hér fyrir neðan. Frestur til að svara framlengist þá til loka janúar. Bent skal á að „rétt“ svör em ekki endilega alltaf til við spumingunum, og þá reiðir á hversu vel menn rökstyðja svarið. Lausnimar sendist á netfangið austurglugginn@austurglugginn.is eða á Hafnarbraut 4, 740 Neskaupstað. í erfidari kantinum I verðlaim fyrir svör við spurningum 5 og 6 er bókin „ I fréttum er þetta helst“ eftir þá Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason, sem bókaútgáfan Hólar leggur til. 5) Einn af níu smápeningum er falsaður og léttari en hinir, sem allir eru jafn þungir. Með vogaskálum (tvær skálar í jafnvægi hvor við aðra), hversu oft þarf að vega til að komast að því hver falsaði peningurinn er? 6) Jón, Gunnar og Sveinn fara í bæinn og borga samtals 30.000 krónur fyrir herbergi á hóteli. Hótelstjórinn ákveður síðan að veita þeim afslátt og sendir þjóninn með 5.000 krónur sem hann á að skila til þeirra félaga. Þjónninn ákveður að það sé of flókið að skipta 5.000 milli þeirra þriggja, svo hann lætur þá hvom fá 1.000 krónur og hirðir sjálfur afganginn. Nú em þeir Jón, Gunnar og Sveinn búnir að borga 9.000 hvor, samtals 27.000, og þjónninn er með 2.000 krónur - hvar er þá síðasti þúsundkallinn? Gríðarlega erfitt Dæmt verður milli svara við spurningum 7 og 8 af ritstjóra, og eru svör metin eftir rökstuðningi, sannfæringarmœtti og/eða frumlegheitum. Teljist tvö eða fleiri svör jafn góð verður dregið á milli þeirra. I verðlaun er bókin „Sjósókn og sjávarfang - saga sjávarútvegs á Islandi “ eftir Jón Þ. Þór sem bókaútgáfan Hólar leggur til. 7) Fjórir vinir em að horfa á enska fótboltann, þeir Jón, Gunnar, Sveinn og Helgi. Allt í einu segir Jón: „Ég er að hugsa um tvær heiltölur, báðar stærri en einn. Ég ætla að segja Gunnari summu talnanna en Sveini margfeldi talnanna og síðan eigið þið að giska á hverjar tölumar em.“ Hann hvíslar síðan summu talnanna að Gunnari og margfeldi talnanna að Sveini. Eftir það á eftirfarandi samtal sér stað: Gunnar: „Sveinn, við vitum ekki hverjar tölumar eru.“ Sveinn: „Aha! Núna veit ég hverjar tölumar em.“ Gunnar: „Já, núna veit ég það líka.“ Helgi: „Núna veit ég líka tölurnar." Hvaða tvær tölur vom það sem Jón hugsaði um? 8) Þríhymingamir tveir héma fyrir ofan em jafn stórir, og sam- settir úr sömu fjórum flötunum. Eini munurinn er að flötunum er raðað upp öðmvísi í hvomm þríhymingi. Hvemig stendur þá á reitnum merktum X í neðri þríhymingnum? Hlýtur flatarmál þess þríhymings ekki að vera stærra? En það er þversögn, því þeir em jafn stórir. Hvemig stendur á þessu? Athugið að allar línur í myndinni em þráðbeinar (lárétt, lóðrétt eða á ská) og hver rúða sem myndin er teiknuð á er nákvæmlega 6 millimetra á kant, allar jafn stórar. Katrín (lengst til hœgrí) skemmtir sér á sjómannadegi. Kata á Séð og Heyrt Katrín Oddsdóttir lét af störfum sem blaðamaður Austurgluggans um síðustu áramót, og er það að sönnu mikill missir fyrir blaðið og Austfirðinga alla. Katrín hefur nú hafið störf sem blaðamaður hjá Séð og Heyrt, og óskum við henni alls velfamaðar í nýju starfi um leið og við vonum að við eigum eftir að sjá til hennar á ferð um fjórðunginn í fram- tíðinni. í stað Katrínar hafa verið ráðin þau Helgi Seljan og Olafía Her- borg Jóhannsdóttir sem blaða- menn. BÞ Gluggamyndin Nú hefur Mats ákveóið að hreyta út aj' vananum og í stað þess að spyrja hvaðan myndin sé, er spurt, hvenœr er hún tekin. Flestir þekkja Eskifjörð á þessari mynd, en aðeins eitt af eftirfarandi ártölum er réttfyrir myndatökuna: a) 1987 b) 1989 c) 1991 d) 1993 Svar við getrauninni þarf að herast fyrir 27. naúar. Hœgt er að senda tölvupóst á austurglugginn@austurglugginn.is, senda hefðbundinn (snigla-)póst á Austurglugginn, Hafnarbraut 4, 740 Neskaupstað, senda fax á 4 77 1 756 eða bara hringja í 477 1 750 eða 477 1755. Verðlaun fyrir rétt svar er að venju mynd eftir Mats Wibe Lund. Mynd: Mats Wibe Lund

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.