Austurglugginn - 15.01.2004, Blaðsíða 1
Austur«gluggmn
2. tbl. - 3. árg. - 2004 - Fimmtudagur 15. janúar
Ásgrímur Ingi
skáldar ekki
fréttir
Sjá bls. 10
Eymundur
Magnússon
í viðtali:
Byrjar smátt en
er bjartsýnn
Sjá bls. 6
Gettu betur
keppnin
að byrja
Sjá bls. 7
Verð í lausasölu kr. 350
Áskriftarverð kr. 1026 á mánuði (kr. 256 eintakið)
ISSN 1670-3561
Förum létt með
þyngri sendingar
Landflutningar-Samskip
Kaupvangi 25
700 Egilsstaðir
Sími: 471 3080
Fax: 471 3081
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga
frá kl. 08:00-16:00
Landflutningar
/SÁMSKIP
rm
SECURITAS
Gerist áskrifendur
©477 1571
Fylgstu með því
sem er að gerast
hér fyrir austan!
ALHLIÐA
VERKTAKA-
STARFSEMI
HAKI EHF.
Neskaupstað © 892 5855
Þó illviðri og stórhríðir geysi um landið hafa Guðjón Björnsson og Jakob Þráinn Valgeirsson á Egilsstöðum litlar áhyggjur af því. Þeir hafa sennilega
ekki hlustað á fréttirnar. Þeir voru að koma frá því að búa til hægindastóla að húsabaki úr kærkomnum snjónum sem ekki hefur verið svo ýkja mikið
af síðustu árin.
Askur ÁR, nýr togari Eskju hf.
Hugsanlega skipt út
fyrir Rán HF
Nýr togari sem keyptur var til
Eskifjarðar frá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur, Askur ÁR, mun jafn-
vel vera á leiðinni aftur frá Eski-
firði. Togarinn sem útbúinn er
fullkominni rækjulínu átti að vera
gerður út sem ísfisktogari í stað
Hólmaness SU sem veitt hefur
bolfiskkvóta Eskju og séð frysti-
húsi félagsins fyrir hráefni. Nú
standa yfir viðræður um fyrirhug-
aða sölu á Aski ÁR og í framhald-
inu kaup Eskju á frystitogaranum
Rán HF.
Stærra skip
í stað Asksins
Elfar Aðalsteinsson, forstjóri
Eskju, staðfesti í samtali við Aust-
urgluggann að viðræður stæðu nú
yfir um hugsanlega sölu á Aski en
hann vildi ekki gefa upp hvaða
aðilar það væru sem hefðu sýnt
skipinu áhuga. Hann sagði
Hólmanesið koma til með að
halda áfram veiðum fyrir frysti-
hús félagsins þar til málin skýrð-
ust, en til stóð að Askurinn hæfi
bolfiskveiðar fyrir Eskju í lok
febrúar, nú mun það að sögn
Elfars breytast. „Ef af verður
munum við fá nýtt skip í stað
Asksins en þetta er allt saman á
umræðustiginu enn og því ekki
hægt að slá neinu föstu,” segir
Elfar sem vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um málið. Austurglugginn
hefur áreiðanlegar heimildir fyrir
því að nú standi yfir viðræður
milli Eskju og fyrirtækisins Stál-
skipa í Hafnarfirði um kaup Eskju
á frystitogaranum Rán HF. Rán
HF sem áður var gerð út frá Seyð-
isfirði undir nafninu Otto Wathne
NS er 1200 brúttótonn, smíðuð
árið 1990 á Spáni, og hefur sem
fyrr segir verið gerð út á sjófryst-
ingu. Hjá skrifstofu Stálskipa
fékkst það staðfest að viðræður
stæðu nú yfir um kaupin. Ekki
liggur enn fyrir hvort af kaupun-
um verður að sögn Stálskips-
manna en það mun skýrast á næst-
unni. Líklegra er talið að ef af
kaupunum verði muni Ráninni
verða breytt og hún gerð út á ís-
fisk frá Eskifirði.
helgi@agl.is
Sjáumst í Bónus
á E?i(sstöðum
Ódýrastir um allt land!
Afgrelðslutími í Bónus ó Egilsstöðum ó
Mánudag til fimmtudags <
12.00 til 18.30 ÍiSiWÍ! S
Föstudag 10.00 til 19.30 <
Laugardag 10.00 til 18.00 d
Sunnudag 12.00 til 18.00