Austurglugginn


Austurglugginn - 15.01.2004, Side 6

Austurglugginn - 15.01.2004, Side 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 15. janúar VIÐTALIÐ é Byrjar sm en er bjar Það fitna flestir um jólin og fátt dugar til að vinna á fitunni annað en breytt mataræði og hreyfing. Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, er kannski ekki með töfralausnina en kemst ef til vill nálœgt því. Eymundur hefur búið í Vallanesi síðan 1979 eða í nær tuttugu og fimm ár. Þar framleiðir hann eingöngu lífrænt ræktað grænmeti sem hann er nú farinn að vinna úr tilbúna skyndirétti svo sem bygg og rauðrófu buff ásamt byggsalati. Þessir buff skyndiréttir eru nú að fara á smá- sölumarkað í þessari viku og koma mátulega í búðirnar fyrir fólk sem er að horfa eftir léttum skyndibita til að létta sig eftir jólaveislurnar. Upp úr áramótum fer að jafnaði af stað bylgja heilsueflingar og grænmetisbuffin koma mátu- lega á markaðinn til að anna hluta af eftir- spurninni á megrunarfæðinu. 011 framleiðsla Eymundar er framleidd undir vörumerki hans “móðir JÖRД. Þegar Eymundur hóf búskap í Vallanesi bjó hann með kýr og kálfa og stundaði mjólkur- og kjötframleiðslu fram til 1989. Þá hætti hann með kýmar en var áfram með kálfa til kjötfram- leiðslu í fimm ár og fór að rækta lífrænt græn- meti, t.d. kartöflur, bygg og ýmsar tegundir grænmetis sem hann seldi sér merkt og pakkað undir eigin vörumerki “móður JARÐAR” . Fram til þess þekktist það trauðla að svona vör- ur væru sérmerktar framleiðanda. Flestir fram- leiðendur í þessum geira seldu undir nafni dreifingaraðila. Eftirspurn eftir LÍFRÆNT RÆKTUÐU VEX Eymundur segist hafa á þessurn tíma verið far- inn að finna fyrir eftirspurn eftir lífrænt rækt- uðu grænmeti svo hann hellti sér út í þessa framleiðslu. Byrjaði aðallega í grænmeti, síðan fór byggið að koma sterkara inn og hann fór að markaðssetja það sem malað korn til baksturs. Þegar bankabyggið kom til var farið að nota byggið beint í staðinn fyrir hrísgrjón. Sérmerkingin vakti strax athygli og þar sem Ey- mundur hefur alltaf haft áhuga á markaðssetn- ingu og hefur metnað til að standa og falla með eigin framleiðslu greip liann tækifærið og fór út í mikla markaðssetningu sem fólst að miklu leyti í að kenna fólki að borða bygg. Byggið sem Eymundur framleiðir til manneld- is er ekki frábrugðið bygginu sem framleitt er til skepnufóðurs hér á landi, munurinn liggur í framleiðsluferlinu. Fyrst er byggið þurrkað með sérstökum hætti. Þá er það afhýtt klíðinu, síðan þarf að sverfa utan af byggkorninu skelina sem er gert í sérstökum vélum, þetta fram- leiðsluferli gerir það hæft til manneldis. Bankabygg kennt við Banks Bankabygg er byggið kallað eftir enskum manni Banks að nafni, sem seldi mikið af korni uppúr seinna stríði, meðal annars til íslands. Samhliða grænmetisframleiðslunni hefur Ey- mundur alltaf verið í skógrækt. Hann hefur ver- ið í Héraðsskógaverkefninu frá upphafi. Hann var reyndar byrjaður í skógrækt áður en það kom til, náði í skottið á Fljótsdalsáætlun. Nú er búið að planta yfir milljón trjám í Vallanes- land, bæði í skjólbelti og nytjaskóg og má segja að landið sé fullplantað. Bygg og grænmetisræktunin byggist mikið á skjólbeltaræktinni sem skapar virkilega góð ræktunarskilyrði svo greinilegur munur er á uppskeru á spildunum sem skjólbeltin eru full- vaxin um. Byggið sem ræktað er á skjólbelta- stykkjum er stærra en á hinum stykkjunum sem ekki hafa fullvaxin skjólbelti. Nuddolíur Eymundur framleiðir einnig þrjár gerðir af nuddolíum sem gerðar eru úr sérpressaðri líf- rænt ræktaðri ólífuolíu sem hann blandar birki og blágresi saman við ásamt kjamaolíum. Þess- ar nuddolíur hafa verið í þróun f meira en tutt- ugu ár. Það var lengi verið að prófa þetta á vin- um og vandamönnum. Birkið og blágresið sem Eymundur notar í nuddolíurnar ræktar hann sjálfur lífrænt í skógrækt sinni. Lífolían, sem er blönduð birki og kjarnaolíum, hefur reynst vel sem bót á vöðva og vöðvabólgu og er talin sérlega góð fyrir sogæðakerfið. Birkiolían og blágresisolían hafa reynst vel fyrir þurra húð, sár, við exemi og psoriasis. Blágres- isolían hefur einnig reynst vel á slímhúð og er sérlega góð fyrir andlitið eftir mikla útiveru. Fullunninn skyndibiti Á síðasta ári hefur Eymundur stöðugt verið að fikra sig út í framleiðslu á fullunnum skyndi- bita úr framleiðslu sinni og er nú með í fram- Eymundur i Vallanesi pakkar lifrænt ræktuðu grænmetinu sem hann hefur ræktað og framleitt Byggbuff úr sem hann selur i smásölupakkningum. Þetta kemur sér vel þegar fólk fer að grenna sig eftir jólin. leiðslu tvær gerðir af grænmetisbuffum: byggbuff og rauðrófubuff ásamt Byggsal- ati. Þessi buff eru framleidd soðin, velt upp úr kornraspi og fryst fjögur saman í pakka í smásölupakkningunum en sextán sam- an í pakka í mötuneytispakkningunum, tilbúin á pönnuna eða örbylgjuofninn. Þórunn, dóttir Eymundar, hefur þróað þessar uppskriftir sem nú eru komnar í framleiðslu. I byggbuffinu er mest af bankabyggi, síðan kartöflur og steinselja eins og í rauðrófubuffinu en þar eru rauðrófur meginstoð. Þetta hráefni fram- leiðir Eymundur sjálfur í Vallanesi en kaupir grænar linsubaunir og krydd að sjálfsögðu einnig lífrænt vottað eins og öll hans framleiðsla er. Það hefur tekið fullt ár að þróa þessa til- búnu rétti, stöðugt verið að þróa upp- skriftir, prófa og smakka. Eymundur setti fyrr á árinu á markað mötuneytispakkn- ingar af þessari framleiðslu. Sú fram- leiðsla tók vel við sér og selst vel. Bygg og rauðrófubuff í SMÁSÖLUPAKKNINGUM Nú er verið að leggja lokahönd á fram- leiðslu bygg og rauðrófubuffa í pakkning- um fyrir smásölu sem koma á markað í þessari viku og verður þessi framleiðsla seld í Kaupás og Samkaups verslunun- um, svo sem Sparkaupum, Nóatúni, 11- 11, Krónunni og Nettó. Eymundur segir greinilegt að hann hafi hitt á eftirspurn eftir skyndi grænmetis- fæði. Nú eru margir að sækjast eftir létt- ara fæði, sem hefur verið erfitt að fá á skyndibitamarkaðnum. Vinnan nú á dögum er ekki eins erfið og áður var og fólk býr í hlýrra húsnæði svo við þurfum ekki eins þungan mat og fyrr á árum. Þess vegna eykst eftirspurnin jafnt og þétt eftir léttara fæði. Sérstaklega um þessar mundir þegar fjöldi fólks er að efna áramótaheitin og fara í megrun eftir jólin. Góð viðbrögð neytenda Eymundur segir að þessi framleiðsla hafi fengið góð viðbrögð neytenda. Hann hef- ur alltaf lagt áherslu á beint samband við neytendur. Hann notar tímann um vet- urinn þegar minna er að gera til að standa í búðum í Reykjavík og gefa fólki að smakka á framleiðslunni. Það tekur að vísu tíma að vinna sig út úr stofnkostnaðinum, þó leitað hafi verið eftir fjárhagslegri fyrirgreiðslu fékkst hún ekki, það fékkst betri fyrirgreiðsla þegar farið var út í grænmetisræktina, þess vegna verður Eymundur að fjármagna þetta með eigin fé, sem gerir hlutina þyngri í framkvæmd og áhættuna meiri en Eymundur er bjartsýnn á þetta og er bjartsýnn að eðlisfari. Hann segir hægt að byrja smátt með ódýr tæki og vinna þetta með meiri handarvinnu þó það sé dýrara en um leið og þetta fer að gefa af sér losn- ar fjármagn til að byggja þetta betur upp tækjalega. sigad@agl.is

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.