Austurglugginn - 06.05.2005, Side 5
Föstudagur 6. maí
AUSTUR • GLUGGINN
5
Skák og mát
Þá er páfinn loksins dáinn
drottni sínum. Alltaf gaman að
byrja grein með orðaleik.
Þessi grein mun sem sagt fjalla
um páfann en þó aðallega um
páfakjörið hið nýja.
Eg byrja á útúrdúr. Árið 2000
varð ég svo frægur að sjá Jóhannes
Pál páfa númer 2 með allsberum
augum. Ég og tveir félagar mínir,
þeir Tobbi barítón og Kári kroppur
höfðum verið á flakki um Austur-
Evrópu í nokkrar vikur er við
komum til Rómar en hún er rómuð
fyrir guðdómlega fegurð (sko ann-
ar orðaleikur). Er við mættum,
sveitastrákarnir ungu, í hina öldr-
uðu stórborg höfðum við ekki hug-
mynd um að þessa sömu viku var
geysilega stór kaþólikkahátíð í
Róm en þegar við sáum alltaf si-
fellt fleiri trúarhópa og skáta hóp-
ast saman hvar og hvenær sem var,
syngjandi Guði til dýrðar þá fórum
við að leggja saman tvo við tvo en
fundum samt ekki svarið þannig
að við leituðum svara hjá einhverj-
um dansandi vegfarendanum og
fengum þá að vita að hátíð er bar
heitið Jubileum 2000 væri ný byrj-
uð en hún næði hámarki í lok vik-
unnar en í
borginni væru
um 1,5 millj-
ón túrista,
allsstaðar úr
heimi num .
Okkur fannst
það sniðugt
en spáðum
ekkert meira í því, héldum að við
kæmumst upp með að láta sem
ekkert bæri á, við skyldum bara
túristast eins og okkur var einum
lagið án þess að taka eftir syngj-
andi trúartöffurum en nei, allt kom
fyrir ekki. á þriðja degi var ólíft að
vera úti sökum mannfjölda. Maður
komst ekki í strætó og ekki komst
maður með neðanjarðarlest nema
maður sætti sig við að bíða eftir að
fjórar lestar væru farnar og troða
sér í þá fimmtu og klessa andlitinu
upp við rúðuna og láta einhverja
ókunnuga hendi klóra sér í
rasskinninni. I þokkabót var um og
yfir 40 stiga hiti í borginni sem er
rúmlega alltof mikið fyrir
ísklumpa frá Islandi. Samt fannst
mér dvölin í Róm yndisleg enda
auðvelt að venjast borg sem bíður
upp á slíka fegurð.
Jæja, í lok vikunnar ákváðum
við að kíkja i Vatíkanið og lögðum
af stað snemma að morgni og eld-
hressir og til í allt... nema kannski
það sem beið okkur. Á Péturstorg-
inu beið okkar heilt Island, rúm-
lega 300.000 manns, dansandi og
syngjandi og veifandi þjóðfánum
og í almennu stuði. Við fórum að
sjálfsögðu inn í miðja þvöguna til
að taka þátt í ruglinu en sungnir
voru meðal annars fótboltasöngvar
á borð við „sýnið hvað þið getið,
boltann í netið” en ætli textinn hafi
ekki frekar verið eitthvað á þessa
leið : „Páfinn, hann er pólskur,
einnig kaþólskur” . Stemmningin
var sem sagt svipuð og sú sem
maður sér á knattspyrnuleikjum á
Spáni eða Italíu en við ákváðum
að spyrja hvað væri eiginlega í
gangi var okkur sagt að sjálfur
Palli páfi væri væntanlegur í
partýið. Það þótti okkur ekki leið-
inlegt og reyndum að komast sem
næst sviðinu og komumst nokkuð
nálægt. Hitinn var slíkur þennan
dag að sprauta þurfti yfir mann-
skapinn vatni úr slökkviliðsbílum.
Við þurftum að bíða hátt á þriðja
tíman eftir að karlinn í búrinu
mætti. Þegar hann loksins gerði
það ætlaði allt um koll að keyra,
búið var að skora mark!! Gott ef
maður heyrði ekki einhvern hrópa
GOOOAAAALLL!!!
Eftir þriggja tíma bið eftir full-
trúa skapara heimsins, Drottins
Guðs almáttugs í 42 gráðu hita
horfum við á gamla manninn sem
maður hafði svo oft telft við í ca 10
mínútur þar sem hann veifaði
veiklulega höndunum til að blessa
hópinn og ávarpaði lýðinn á
tungumáli sem ég skyldi ekki, fór-
um við. Enda tilganginum náð, við
sáum sjálfan páfann. Skipti engu
máli hvað hann sagði, það var ör-
ugglega eitthvað mjög skemmti-
legt og hressandi, nú gátum við
sagt montsögur af því þegar við
sáum Jóhannes Pál páfa, nr 2. En
að öllu gamni sleppt þá sá maður
og lærði hvað einn maður gat haft
brjálæðisleg áhrif á milljónir
manna og skelfdi það mann um
leið og það heillaði, eins gott að
maðurinn var góðhjartaður en ekki
einhver Adolf Hitler eða forseti
eina núlifandi heimsveldisins.
En vá, þetta er lengsti útúrdúr
sem ég hef orðið vitni að, hvað þá
tekið þátt í. Ég sagðist ætla að
fjalla mest um páfakjörið sem
stendur yfir núna (og er jafnvel yf-
irstaðið er þetta blað kemur út).
Næ því ekki en get sagt örfá orð
engu að síður.
Hef svolítið verið að velta þessu
fyrir mér. Nú er ekki nóg að kjósa
arftaka Jóhannesar í venjulegum,
hefðbundnum kosningum heldur
þarf að kjósa í sjötíu og eitthvað
skipti áður en hægt er að kjósa
nýja sendiboða Guðs og ekki er
hægt að tilkynna kosninguna í
gjallarhorn heldur þarf að brenna
atkvæðaseðlana og segja Rómverj-
um frá gangi mála með reiknum
sem kemur út úr strompinum.
En hvað ef það kviknar í
Síxtínsku kapellunni? Fólk myndi
ekkert fatta þó svartan reyk leggði
frá strompinum, kardinálarnir
brynnu inni og enginn fattaði neitt.
Það yrði frekar vandræðanlegt
myndi ég segja.
Flest bendir til þess að
„Rottweiler Guðs” verði valinn en
hann ber þetta flotta gælunafn sök-
um þess hversu ótrúlega íhalds-
samur og staðfastur hann er gagn-
vart trúnni og kirkjunni og gildum
þess. Ég er hins vegar á öðru máli.
Ég vil fara i akkurat öfuga átt. Ég
vil að afrísk lesbía verði næsti páfi
heims. Þar fengi heimurinn mjög
sanngjarnan og líbó talsmann
Guðs enda í minnst þremur minni-
hlutahópum. Betra væri einnig ef
næsti páfi sé aðeins betri að tefla
en sá síðasti, það gerir klósettferð-
ina enn meira spennandi fyrir vik-
ið.
Gangið á Guðs vegum og hægt
um gleðinnar dyr.
Eftir Björgvin Gunnarsson
Frá * Lesendum
Hérað og Fjarðabyggð
Stöófirðingur hringdi: „Ég hef
verið áskrifandi að Austurglugg-
anum allt frá því að hann byrjaði
að koma út fyrir nokkrum árum.
Mér hefur alltaf fundist áherslan á
Hérað og Fjarðabyggð vera of
mikil og nú er svo komið að þið
fjallið nær eingöngu um þessa
staði. Það virðist ekkert vera í
fréttum nema Kárahnjúkar og ál-
ver og það eina sem heyrist frá
hinum stöðunum er þegar eitthvað
slæmt gerist. Þið eruð að verða ná-
kvæmlega eins og RÚV!“
Furðuleg ummæli...
Guómundur Magnússon skrif-
aði: „Guðmundur Hraunljörð seg-
ir í viðtali við Austurgluggann 21.
apríl sl., að upphaflega hafi verið
talað um að Svæðisskrifstofa mál-
efna fatlaðra yrði á Reyðarfirði.
Þetta er þvættingur, enda rökin
byggð á sögusögnum. Orðrétt seg-
ir G. H.: „...en þar flæktu menn
þetta alltof mikið og séu sögurn-
ar sem ég hef heyrt réttar þá
hugnaöist mönnum ekki að hafa
fatlað fólk í bænum sínum.”
(Leturbr. G.M.)
Hér vænir Guðmundur heilt
byggðarlag um að amast við fotl-
uðu fólki.
Á sínum tíma kom það í hlut
stjórnar Félags þroskaheftra á
Austurlandi að ákveða staðsetn-
ingu Vonarlands. Stjórnin klofnaði
í málinu. Þrír mæltu með Egils-
stöðum, en tveir með Reyðarfirði.
Vonarlandi stóð til boða lóð á
Reyðarfirði. Er það til marks um
það að vilja ekki „...hafa fatlað
fólk í bænum sínum”? Það leiddi
síðan af sjálfu sér, að Svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra yrði á sama
stað og Vonarland.
Ég vænti þess, að Guðmundur
Hraundal dragi nefnd ummæli sín
til baka og biðji Reyðfirðinga af-
sökunar á þeim. Við það yrði hann
maður að meiri.”
Ég tjái mig ekki
i
Vandræðagangurinn í verka-
lýðshreyfingunni eystra hefur ver-
ið til umfjöllunar i fjölmiðlum
undanfarin misseri en Austur-
glugginn fjallaði einmitt um málið
á forsíðu í síðustu viku. I stuttu
máli snýst málið um grafalvarleg-
ar ásakanir framkvæmdastjóra
Afls á hendur formanninum Jóni
Inga Kristjánssyni þar sem sá fyrr-
nefndi sakar þann síðarnefnda um
að vera óhæfur stjórnandi sem
eyði löngum stundum í Reykjavík
einhverra hluta vegna. Hér er ekki
ætlunin að kveða upp neinn dóm í
þessu máli enda erfitt þegar menn
virðast vera komnir í þagnarbind-
indi.
II
Það er í tísku hjá lýðræðislega
kjörnum fulltrúum á íslandi að tjá
sig ekki um leiðinleg mál. Það er
til dæmis þekkt staðreynd að afar
erfitt er að ná í forsætisráðherrann
en hann hefur einstakt lag á því að
svara ekki í símann á örlaga-
stundu. Ástæðan fyrir þessu er
jafn einföld og hún er ósiðleg.
Halldór veit að með því að tjá sig
ekki er hann að flýta fyrir því að
málið gleymist því hann veit sem
er að almenningur - sem sagt ég og
þú - er fljótur að gleyma og ennþá
fljótari að fyrirgefa. Því minna
sem hann segir því fyrr er honum
fyrirgefið. Ef einhver blaðamaður
er svo heppinn að ná í hann leysir
°BTnjR þú í
LUKKUPO I I Austurgluggans?
Allir áskrifendur
Austurgluggans,
nýir og gamlir
fara í lukkupott
Dregið verður ú
pottinum 1- júni.
A.T.H.
aðeins skuldlausir
áskrifendur fara í
Lukkupottinn
Vinningar eru:
/
1 Sá sem dettur í Lukkupottinn 1. júní fær þessa ferð:
Beint flug til Kaupmannahafnar frá Egilsstöðum í sumar
i faoð/ Ferðaskrifstofu Austurlands.
2 HP Photosmart 8150 bléksprautuprentari
(Ijósmynda) frá Tölvusmiðjunni
Ert þú áskrifandi lesandi góður?
Ef ekki þá er tækifærið núna og þú
kemst í lukkupottinn.
Hægt er að gerast áskrifandi í simum
477 1571, 477 1750
og á austurglugginn.is
USMIÐJAN
*Ferðaskrifstofa Austurlands
Ausmr*gluggirm
hann málið með frösum eins og:
„Þetta er stormur i vatnsglasi” og
„Þetta bara æsingur í DV”.
III
Og eitthvað í þessum dúr eru
forsvarsmenn stærsta verkalýðsfé-
lagsins á Austurlandi að reyna
núna því þegar málið náði hámarki
í síðustu viku kepptust menn við
að tala sem minnst við blaðamenn.
Einn maður, Björgvin Erlendsson,
virtist þó hafa lýðræðislegan skiln-
ing á stöðu sinn og tjáði sig. „Mér
finnst að hinn almenni félagsmað-
ur eigi heimtingu á skýringu,”
sagði hann réttilega en virtist vera
einn um þá skoðun innan stjórnar
Afls.
Ef forysta verkalýðsins eystra
telur að engum komi við hvað hún
aðhafist þá finnst mér ekki skrýtið
þó l. maí sé varla svipur hjá sjón.
Hver vill berjast undir forystu
svona manna?
JKÁ