Austurglugginn


Austurglugginn - 06.05.2005, Page 6

Austurglugginn - 06.05.2005, Page 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Föstudagur 6. maí Á föstudaginn var haldið málþing um ferðaþjónustu á Austurlandi þar senr fólk úr bransanum talaði um túrisma á Austurlandi. Katla Steinsson framkvæmdastjóri Mark- aðsstofu Austurlands ræddi við Austurgluggann um mál- þingið og ferðaþjónustu á Austurlandi. Katla tók við starfi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Austur- lands sl. haust. „Mér var boðið þetta starf og mér leist strax vel á það ” segir Katla en hún kemur úr ferðaþjónustubrans- af kökunni. Við þurfum vitanlega að stækka þennan hlut. Ferðamönnum á Islandi fjölgar á hverju ári og við þurfum að ná þeim til okkar.” Verðum að nota tímann vel Þegar deilurnar um álver og virkjanir á Austurlandi stóðu sem hæst í tengslum við Eyjabakka var umræða um ferða- þjónustu áberandi en margir andstæðingar virkjunarinnar töldu að með þeim spjöllum sem unnin yrðu á náttúru landsins væri verið að gera ferðaþjónustunni erfiðara fyrir og þá ekki síst vegna þeirrar ímyndar sem fjórðungurinn fengi á sig. Hvað finnst Kötlu um þetta? „Þú spyrð mig eiginlega of snemma að þessusegir hún. „Eg hef einungis verið hérna í nokkra mánuði og ég hef ekki skoðað Austurland nægilega vel og veit ekki almennilega hvað er í boði. I vor og í sumar ætla ég að ferðast um fjórð- unginn og skoða grasrótina gaumgæfilega og þegar ég hef lokið því skal ég svara þessari spurningu.” Verðum AÐ KOMA umræðu AF STAÐ Aðilar í ferðaþjónustu hafa löngum kvartað undan því að stjórnvöld sýni þessum iðnaði ekki raunverulegan áhuga. Hvað finnst Kötlu um það? „Það þýðir ekkert að vcela endalaust” „Ég held að það sé ekki til sú atvinnugrein sem kvartar ekki undan því að stjórnvöld sýni hvorki skilning eða áhuga. Það er endalaust hægt að kvarta undan peninga- skorti og eflaust geta ferðaþjónustuaðilar hér fyrir austan gert það líka. En það þýðir ekkert að væla endalaust og málið er finna leiðir til að leysa þau vandamál sem koma upp." Katla Steinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands. Frá málþingi um ferðaþjónustu á Austurlandi. anura og er „alin upp hjá Flugleiðum” eins og hún orðar það. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hafði unnið hjá Flugleiðum í tuttugu og fimm ár áður en ég kom hingað austur,” segir hún en hún býr á Egilsstöðum: „Já, sama hvað menn segja þá eru Egilsstaðir landfræðilegur miðpunktur Austurlands og þar er best að búa ef maður þarf að þjónusta allan fjórðunginn,” segir Katla. Otal tækifæri Katla segir ótal tækifæri í boði á Austurlandi en í erindi sínu á málþinginu sagðist hún ekki þekkja nema örfáa staði á Austurlandi. „Eg mun ferðast mikið í sumar og kynna mér Austurland en ég veit hins vegar nú þegar að það eru ótelj- andi möguleikar fyrir Austfirðinga að efla ferðaþjónustu í fjórðungnum. Ef við skoðum tölur um notkun hótela á Aust- urlandi þá sýna þær að við eigum eingöngu um tíu prósent „Neinei, þetta er útí hött,” segir hún. „Það skiptir engu máli hvaða skoðanir menn hafa á þessu máli en staðreyndin er sú að þetta mun hafa og hefur nú þegar góð áhrif á ferðaþjón- ustuna. Við fáum fleira fólk hingað eins og farþegafjöldi til Egilsstaða sýnir og núna höfum við þennan frábæra veg upp á Kárahnjúka sem aldrei hefði komið nema vegna þessara framkvæmda. Ég hef trú á því að ferðamönnum eigi ein- göngu eftir að fjölga á næstu árum sem má tengja beint við þessar framkvæmdir,” segir Katla og telur að menn verði að nota tímann vel á meðan áhuginn er á Austurlandi. Ætlar AÐ SKOÐA GRASRÓTINA Sem fyrr segir er Katla ekki Austfirðingur en hún flytur hing- að frá Reykjavík. Það má því segja að hún sé með augu gests- ins á umhverfið og hvað finnst henni um þann ferðaiðnað sem nú þegar er á Austurlandi? „Á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér þá finnst mér nú að sveitarfélög sýni þessu talsverðan áhuga. Og þar fyrir utan held ég að það sé ekki til sú atvinnugrein sem kvartar ekki undan því að stjórnvöld sýni hvorki skilning eða áhuga. Það er endalaust hægt að kvarta undan peningaskorti og eflaust geta ferðaþjónustuaðilar hér fyrir austan gert það líka. En það þýðir ekkert að væla endalaust og málið er að finna leið- ir til að leysa þau vandamál sem koma upp. Við finnum út úr þessu og ég hef engar áhyggjur af peningaskorti. Þetta gerist ekki allt á augnabliki og við erum rétt að byrja hér. Málþingið núna er meðal annars til þess að koma umræðu um ferðamál af stað og heyra skoðanir og hugmyndir fólks sem er að starfa í þessum geira.”

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.