Austurglugginn


Austurglugginn - 06.05.2005, Síða 7

Austurglugginn - 06.05.2005, Síða 7
Föstudagur 6. maí AUSTUR • GLUGGINN 7 Jafnrétti hjá sveitarfélögunum Ennþá langt í land Hlutur kvenna í stjórnsýslu sveitarfélaga á Austur- landi er rýr, ef marka má yfirferð Austurgluggans um talnaefni þar að lútandi. Karlar eru meirihluti stjórnenda á öllum sviðum, nema einu en ég efast um að sú vitneskja komi nokkrum á óvart. í sveitar- stjórnum hallar verulega á konur en sveitarstjórnir eru grunnur þess að konur fái jafnan aðgang að stjórnunarstöðum hjá sveitarfélögunum. Til að svo verði, þurfa framboðslistar að vera skipaðir jafn- mörgum konum og körlum í þeim sætum sem lík- legt er að skili fulltrúum inn í sveitarstjórnir. Líkleg ástæða þess að fleiri karlar en konur eru ráðnir í stjórnunarstöður er sú að það eru karlar sem ráða í þær. Konur skortir hvorki menntun né hæfileika til að gegna stjórnunarstöðum en til að eiga jafna möguleika, verða þær að kom sér í aðstöðu til að hafa meira um ráðningar að segja. Viljum við breyta þessu, er nærtækast að auka þátttöku kvenna í sveitarstjórnarmálum því þangað eigum við mun greiðari að- gang en í landsmálapólitíkina og hver sá sem vill á annað borð beita sér, getur haft mikil áhrif. Nokkrar kenningar eru til um það af hverju konur taka síður þátt í pólitík en karlar og sú sem oftast er haldið á lofti, segir að þær séu líklegri til að setja heimilisstörf og barnauppeldi framar í sína forgangsröð en karlar. Einnig hefur verið sagt að hefðbundnir fundartímar í sveitarstjórnum henti konum verr en körlum, en þá er jafn- framt gert ráð fyrir því að þær hafi með höndum uppeldi og matseld því oftast er fundað seinni part dags. Aðrir halda því fram að konur séu of samviskusamar til að stunda pólitík. Það er útskýrt á þann hátt að konur sinni vinnunni sinni betur en karlar og eigi því minni tíma aflögu í stjórnmál. Fleiri kenning- ar eru á lofti en ekki verður fjallað um þær hér. Hér er eingöngu fjallað um sveitarfélögin því auðvelt er að ná í upplýsingar um þau, auk þess sem þau standa okkur nær en ríkisstofnanir og einkageirinn. Ef til vill verður gerð svipuð út- tekt um þá aðila síðar. Það skal tekið fram, að ef til vill eru þær tölur sem settar eru fram í súluritunum með þessari umfjöllun ekki alveg réttar, en þær eru þó aldrei það vitlausar að myndin sem dregin er upp, breytist mikið. Þessum upplýsingum var safnað af heimasíðum sveitarfélaganna, Hagstofu Islands og vef Sambands sveitarfélaga. bvg Sveitarstjórnir Kartar og konur i sveitarstjórnum á Austurlandi í sveitarstjórnum á Austurlandi eru 58 karlar og 23 kon- ur. í næst minnsta sveitarfélaginu, Fáskrúðsfjarðar- hreppi, er engin kona í sveitarstjórn en í því næst stærsta, Fjarðabyggð, var jafnréttið litlu meira því þar eru 8 karl- ar og ein kona í bæjarstjórn. Einungis eitt sveitarfélag getur státað sig af því að hafa fleiri konur en karla í sveit- arstjórn en það er Mjóafjarðarhreppur sem jafnframt er minnsti hreppurinn hér eystra. í bæjarstjórn Hornafjarð- ar sitja 4 karlar og 3 konur og í sveitarstjórnum Breiðdals- hrepps, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshrepps eru 3 karl- ar og 2 konur. Seyðfirðingar standa sig illa í jafnréttinu á þessum vettvangi en þar eru 6 karlar og 1 kona í bæj- arstjórn. Aðrir standa sig eilítið skár en í Austurbyggð og á Vopnafirði eru hlutföllin 5 - 2 en á Bakkafirði og Borg- arfirði 4 -1. Oddvitar og forsetar bæjarstjórna Oddvitar og forsetar bæjarstjórna Sveitarstjórnir kjósa sér leiðtoga en af oddvitum og for- setum bæjarstjórna á Austurlandi, eru 9 karlar og 4 kon- ur. Konurnar eru Soffía Lárusdóttir á Fljótsdalshéraði, Kristjana Björnsdóttir á Borgarfirði, Gunnþórunn Ingólfs- dóttir í Fljótsdal og Halldóra Jónsdóttir á Hornafirði. Þar sem boðnir eru fram listar til sveitarstjórna er hefðin sú að sá eða sú sem skipar efsta sæti þess lista sem sigrar, verður oddviti eða forseti. Þar sem um meirihlutasam- starf tveggja lista er að ræða, skiptir fólk með sér verkum og sú er raunin á Fljótsdalshérðaði, Hornafirði og í Fjarðabyggð. I þeim sveitarfélögum þar sem fram fara óhlutbundnar kosningar, en þá eru allir sem eru á kjör- skrá í kjöri, er hefðin sú að sá eða sú sem flest atkvæði hlýtur verður oddviti. Þannig var kosið í Fáskrúðsfjarðar- hreppi, Skeggjastaðahreppi (Bakkafirði), Fljótsdalshreppi og Mjóafjarðarhreppi. Formenn bæjar- og byggðarráða Formenn bæjarráða |nKailar ■Konui~| í þeim sveitarfélögum þar sem starfandi eru bæjar- eða byggðarráð, ríkir mesta jafnréttið en í Austurbyggð og á Hornafirði eru konur formenn þessara ráða en karlar í Fjarðabyggð, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði. Þess ber þó að gæta, að oftar er skipt um meðlimi og þar með for- menn í bæjarráðum en sveitarstjórnum og því kann þetta að breytast innan skamms. Bæjar- og sveitarstjórar Bæjar- og sveitarstjórar 8 Karlar 1 Konur Alls eru starfandi 9 bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi. Þar af er ein kona, Sigfríður Þorsteinsdóttir í Breiðdals- hreppi. I fjórum sveitarfélögum er ekki sveitarstjóri en þess í stað gegnir oddviti störfum hans. Þetta eru Fáskrúðsfjarðarhreppur, Skeggjastaðahreppur, Fljótsdals- hreppur og Mjóafjarðarhreppur. Kynjahlutfallið hefði lag- ast örlítið ef þessir aðilar hefðu verið settir í súluritið hér að ofan og orðið 11 - 2, því í Fljótsdal gegnir kona þessu embætti. En þar sem ráðið hefur verið í þessi embætti, hafa það oftast verið karlar sem hafa hreppt hnossið. Sviðahausar Yfirmenn stjórnsýslusviða |QKartar BKonur | 12 Karlar 6 Konur Sveitarfélög á Austurlandi eru misstór eins og allir vita og þvi eru stjórnsýslubatterín það líka. f þremur stærstu sveitarfélögunum samanlögðum, Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð og Hornafirði er hlutfall stjórnenda 12 karl- ar og 6 konur en sá fyrirvari er hafður á að skipurit þeirra eru mismunandi og því erfitt að bera þau nákvæmlega saman. Skýrast er þetta í Fjarðabyggð þar sem tilteknir eru yfirmenn sviða en í hinum tveimur er verkaskiptingin óskýrari. Ekkert hinna sveitarfélaganna hefur á að skipa einstökum sviðum og því eru þau ekki tekin með í súlu- ritinu. Flest eru þau þó með byggingafulltrúa sem oftast er karlkyns og félagsmálastjóra sem gjarnan er kvenkyns. Leikskólastjórar Skólastjórar í tónlistarskólum Skólastjórar í grunnskólum Grunnikólattjórar Leikskólastjórar 16 Konur 0 Karlar 0 96,5% allra starfsmanna leikskóla á islandi eru konur og það endurspeglast í kynjahlutfalli stjórnenda þeirra á Austurlandi því enginn karl er þar á meðal. Vissulega er ástæða til að gleðjast yfir því að einhversstaðar séu kon- ur meirihluti stjórnenda en fyrr má nú rota en dauðrota. Rétt eins og það er ástæða til að fjölga konum í öðrum stjórnunarstöðum hjá sveitarfélögum, er þörf fyrir fleiri karla í leikskólann. Tónlistarskólastjórar [aKatlai ■KQrmr| Kynjahlutfall á meðal skólastjóra tónlistarskóla á Austur- landi er jafnara en hjá starfssystkinum í grunn- og leik- skólum en 7 þeirra eru karlar og 4 konur. Þrátt fyrir það hallar á konur í þessari stétt stjórnenda en talað hefur verið um að jafnrétti sé náð þegar hlutfallið er 60% - 40% aðra hvora leiðina þótt vissulega megi það ekki alltaf vera á sömu leiðina. í upphafi þessa skólaárs voru 77 karlkyns kennarar starf- andi við grunnskóla á Austurlandi og 206 konur. Því vek- ur athygli að í fjórðungnum eru karlar skólastjórar í 15 grunnskólanna en konur í 5 þeirra. Með öðrum orðum; 62% kennara er kvenkyns en einungis 25% skólastjóra. Þetta er verðugt umhugsunarefni þvi það hlýtur að vera eitthvað bogið við að ekki séu fleiri konur í embættum skólastjóra. Má jafna þessu við aðskilnaðarstefnuna sem stunduð var í Suður-Afríku fyrir ekki svo löngu síðan? Svari nú hver fyrir sig.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.