Fréttablaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 1
Við verðum að setjast niður með ríkinu og ákveða hvernig við ætlum að tryggja nauðsynlega þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, verðandi for- maður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 2 1 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Biblían mikið ævintýr Afganistan hvarf með Úkraínu Menning ➤ 23 Lífið ➤ 26 2-3 DAGA AFHENDING LITLI TÓNSPROTINN 24.09 Kl. 14 & 16 Pétur og úlfurinn og Tobbi túba Halli á rekstri sex af stærstu sveitarfélögum landsins nam samtals þrettán milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Grípa verður til niðurskurðar og skerðingar á þjónustu ef ekki á illa að fara. ggunnars@frettabladid.is SVEITARFÉLÖG Af koma stærstu sveitarfélaga landsins það sem af er ári er umtalsvert verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar munar mest um hallarekstur Reykjavíkurborgar en þar var niðurstaða A-hluta neikvæð um tæpa níu milljarða króna. Verðbólga er, að mati stjórnenda, meginskýringin á slæmri afkomu sveitarfélaga. Þá hefur launakostn- aður aukist og stöðugildum fjölgað samhliða auknum kröfum í mála- flokki fatlaðs fólks. Að óbreyttu munu mörg sveitar- félög þurfa að grípa til róttækra aðgerða og niðurskurðar. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjör- inn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir hljóðið þungt í sveitarstjórnarfólki um allt land vegna stöðunnar. „Þessi niðurstaða segir okkur að við höfum ekki mikinn tíma til stefnu. Við þurfum að setjast niður með ríkinu og ákveða hvernig við ætlum að tryggja nauðsynlega þjón- ustu sem sveitarfélögum ber að veita lögum samkvæmt.“ Að mati Heiðu er tími stöðugrein- inga liðinn. „Við vitum öll að framlög ríkisins til mikilvægra málaflokka, eins og þjónustu við fatlað fólk, duga ekki fyrir raunkostnaði. Það er búið að kortleggja þá stöðu og við vitum öll hvert vandamálið er. Nú þurfum við að fylgja því eftir og leysa þetta saman,“ segir Heiða. Að sögn Heiðu er rekstur sveitar- félaga í eðli sínu viðkvæmur þar sem erfitt sé að bregðast við stórauknum útgjöldum við núverandi aðstæður. „Þessi staða þýðir einfaldlega að sveitarfélög verða að draga úr þjónustu og skera niður. Þau hafa enga aðra kosti án aðkomu ríkisins.“ SJÁ SÍÐU 8 Niðurskurður blasir við vegna mesta halla á rekstri sveitarfélaga frá hruni Grétar Einarsson, kirkjuvörður og hringjari, og Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, voru í turni Hallgrímskirkju í gær og skoðuðu klukku sem Grímseyingar gáfu til kirkjunnar á sínum tíma. Nú ætla Reykvíkingarnir að endurgjalda þetta vinarbragð og færa Grímseyingum klukku í nýju kirkjuna sem reist hefur verið í stað þeirrar sem brann í eynni fyrir réttu ári. SJÁ SÍÐU 18 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÖRYGGISMÁL „Ég hef meðal annars heyrt frá foreldrum sem segjast nú banna litlum börnum sínum að fara út á ákveðna göngu- og hjólastíga því þeir séu orðnir að hraðbrautum fyrir vélknúin farartæki,“ segir Kjartan Magnússon sem í gær lagði til í borg- arstjórn aðgerðir til að stemma stigu við hættulegum hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjól reiða stígum. „Mest kveður að hraðakstri raf- hjóla sem sumum er ekið mjög hratt þannig að stórslys yrði ef þau rækjust á annan hjólreiðamann eða gang- andi vegfaranda.“ SJÁ SÍÐU 2 Stöðvi hraðakstur á göngustígum Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.