Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 2

Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 2
Æðsta marhmið mcnntunarinnar Eftir Júlíus Guðmundsson (iGuð sér inn í litla frækornið, sem hann hefur skapað og sér í því fagra blómið, Iitia runnann eða hávaxna, laufskrýdda tréð. Þannig sér hann einnig möguleikana, sem með manninum búa .... Hann óskar þess, að við náum hinu hæsta þroskastigi.“ — E. G. W. I den store læges fodspor, bls. 403. Guð gefur möguleikana, en oft er það svo, að við látum þá ónotaða, við gefum þeim ekki gaum eða höfum ekki nægilegt vit til að hagnýta þá. Umhverfis hús okkar flestra er gróðrarmoldin með sínum undursamlegu möguleikum. Ef við hefðum vit og vilja til að hagnýta þá möguleika, mundu flest heimili — eða að minnsta kosti margfalt fleiri en raun ber vitni — eiga indælan garð með trjágróðri, skrautblómum og matjurtum. En þessi gróður og ræktun hans mundi fegra og auðga líf okkar og veita okkur andlega og líkamlega heilsu- bót. Til eru einstaklingar, sem skara fram úr fjöldan- um einnig á þessu sviði. Þeir eygja betur mögu- leika náttúrunnar og gera sér meira far um að nota þá sér og öðrum til heilla. Hvílíkum árangri hafa þeir ekki náð, sem mesta trú hafa haft á möguleikum íslenzku moldarinnar? Á hverju ári leggur fjöldi fólks á sig löng ferðalög til að skoða ávöxt iðju þeirra. Hefði fjöldinn farið að eins og þeir, hvílík gróska og fegurð mundi þá blasa við víða, þar sem nú ríkir auðn og ömurleiki. Svipað má segja um möguleika þá, sem i mannin- um eru fólgnir. Þeir eru miklu meiri en menn gera sér yfirleitt Ijóst. Lærisveinar Krists voru óbrotnir almúgamenn, sem ekki voru taldir ráða yfir miklum möguleikum eða vera líklegir til þess að hafa áhrif á heimssöguna. En samvera þeirra með Jesú mótaði þá smátt og smátt. Þeir urðu gagnteknir af háleitum hugsjónum, og árangurinn er öllum kunnur. Það kom i Ijós, að þeir réðu yfir meiri möguleikum en þeir eða aðrir höfðu gert sér Ijóst. Jesús sá þessa möguleika og hagnýtti þá. Þekktur uppeldisfræðing- ur hefur með réttu sagt, að hjá mikluin meiri hluta fólks liggi himinvidd milli þess, sem úr börnum þeirra varð og hins, sem úr þeim hefði getað orðið, ef uppeldið hefði verið i betra lagi. Yfirburðir þeirra manna, sem lengst hafa komizt, byggjast venjulega ekki fyrst og fremst á þvi, að meofæddir hæfileikar þeirra séu meiri en hinna, sem skemmra hafa náð. Það, sem hafið hefur þá yfir allan almenning, er ástundun þeirra í að hagnýta möguleika þá, er Skaparinn úthlutaði þeim. Sönn menntun miðar að hærra marki en því að veita nemandanum nokkurt magn bóklegrar þekk- T. v.: Ný viðbótarbygging við skóla vorn í Finnlandi. — Forsíðumynd: Unglingaskóli vor í Ohio, U. S. A. —

x

Æska og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.