Æska og menntun

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Æska og menntun - 01.06.1948, Qupperneq 3

Æska og menntun - 01.06.1948, Qupperneq 3
 Bókasafn Southern Missionary College, Tennessee, U. S. A. 1 í jj;V y'. :■ ingar i því skyni að gera hann færan um að stand- ast ákveðin próf. Það, sem hún keppir að, er sam- stilltur þroski allra þeirra hæfileika, sem með manninum búa, svo að úr honum verði það mesta og bezta, sem hæfileikar hans leyfa. Það er almennt viðurkennt, að góð bókleg og verkleg þekking sé nauðsynleg hverjum manni og að allar stéttir þjóðfélagsins þarfnist vel upplýstra manna og kvenna. Hitt er þó enn nauðsynlegia, að sem flestir af þegnum þjóðfélagsins liafi göfugt liug- arfar og inni störf sín af hendi, ekki i eiginhags- muna skyni, heldur sem þjónustu öðrum til heiila. „Hjartað gott skóp oss Drottinn," kvað Jónas Hallgrimsson, og víst er um það, að í hverju manns- hjarta felast möguleikar — mismunandi góðir að vísu — til göfugs hugarfars. Væri lögð nægileg rækt við þessa hæfileika hjá hinum ungu, mundi líf þeirra verða farsælla en oft er, og margvislegri o- gæfu mundi afstýrt. Við teljum, að þetta sé undir- stöðuatriði menntunarinnar — að göfugt hugarfar og háleitar húgsjónir þurfi framar öllu öðru að stjórna lífi mannsins og knýja hann meðal annars til þess að auka dugnað sinn svo sem verða má í þeim tilgangi að verða svo öflugt verkfæri i þjón- r ustu hins góða sem unnt er. Hversu mikið á mann- kynið ekki að þakka þeim einstaklingum — mönn- um og konum, sem knúin af innri köllun fórnuðu stundarhagsmunum í þágu háleitra hugsjóna. Hugsandi mönnum víða um heim er það ljóst, að þekkingin ein er ekki nægileg menntun. Um gildi kristinnar menntunar skrifar dr. ,1. D. Rankin, rektor háskóla eins i Ohio, Bandaríkjunum eftir- farandi: „Hvers konar skóla eigum við að velja? Hafi hin siðari ár kennt okkur nokkuð, þá er það það, að jafn vel hið fullkomnasta menntunarkerfi, er menn setja á stofn, eykur mátt manna til að framkvæma það, sem illt er engu siður en hið góða, nema því að eins að hjartað sé menntað jafnt og heilinn. Eitt af því hættulegasta, er menn geta færzt i fang, er að veita mönnum menntun, nema sannur kristin- dómur sé henni samfara. Það er að brýna sverð, sem lent getur í höndum djöfla. Æðri menntuo styrkir ekki ávallt siðferði manna. Hér verða kristilegir skólar að koma til. Þeir eru aflvél siðferðishugsjóna þjóðarinnar. Veraldieg menntun getur ekki mótað göfuga lyndiseinkunn og kristilegar dyggðir. . ■■

x

Æska og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.