Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 5

Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 5
Nokkru fyrir miðja síðustu öld, eða nánar til- tekið á árunum 1834—44, fór mikil trúarvakning um lieiminn. Ekki er liægt að segja með vissu, hvar hún hófst. Það var eins og hún hæfist ósjálfrátt um allan heiminn í einu. En það, sem einkenndi hana, var trúin á, að heimsendir væri í nánd og Kristur myndi þess vegna koma aftur mjög bráð- lega. Þessi vakning var afleiðing af aukinni útbreiðslu og þekkingu á Heilagri ritningu. Biblíu- og trú- boðsfélög höfðu verið stofnuð i mörgum löndum Evrópu og Ameriku rétt eftir aldamótin, og margir hinna ágætustu og frægustu manna heiðingjatrú- boðsins ruddu kristindóminum braut á stöðum, þar sem heiðindómurinn hafði verið einráður til þess tima. Innan kristninnar blómgaðist nýtt andlegt lif, og fólk í Ameríku, er hreifst af vakningunni, myndaði með sér skipulögð samtök, er það kallaði Sjöunda- dags aðventista. Þeir voru fáir í upphafi, en hreyf- ingin fékk byr undir báða vængi, og nú í dag er i þessum félagsskap fólk frá þjóðum, er mæla á 800 tungur. Aðventistahreyfingin nær þannig orðið um heim allan. Kenningar Sjöundadags aðventista eru grundvall- aðar á Heilagri ritningu. Þeir trúa því ákveðið, að Biblian sé innblásin af Guði og hinn eini rétti grund- völlur til að byggja á í lífinu. Aðventistar afla sér víðtækrar þekkingar á Biblíunni hver fyrir sig. Til að auka skilning og þekkingu á Heilagri ritn- ingu hafa Aðventistar á seinni árum sett á stofn bréfaskiptaskóla í flestum löndum heims, þar sem allir geta fengið ókeypis fræðslu. Margir, sem standa utan félagsskapar Aðventista, nota þetta tækifæri til aukningar andlegri þekkingu. Aðventistastefnan er i raun og veru ekkert nýtt. Kenning hennar og trú eru sams konar og hjá hin- um fyrsta söfnuði, sem Jesús og postularnir stofn- uðu. Trúarjátning hennar er sú sama og þessi söfnuður hafði. Félagsskapur Aðventista viðurkenn- ir engar kenningar, sem síðar eru til komnar og eiga enga stoð í Ritningunni. Þau grundvallarsannindi Heilagrar ritningar, sem eru óumbreytanleg, er hægt að draga saman í eftir- farandi setningar: í upphafi skapaði Guð manninn syndlausan og full- kominn í sinni mynd. En hið illa festi rætur í sálu hans og eyðilagði þar með áform Guðs um ham- ingjurikt líf Iionum til handa. Guð gaf manninum frjálsan vilja og um leið tækifæri til að gjöra það, sem rangt var. Hinn frjálsi vilji er skilyrði fyrir fullkominni hamingju. Allt sem af andanum er komið, getur þroskazt og dafnað, aðeins ef það er frjálst. Það er synd að brjóta boðorð Guðs. Syndin er ekki frá Guði, hún er aðfengin. Hún er ekki fyrst upp komin hjá manninum, heldur hjá Satan, sem einu sinni var engill. Eftir að hann syndgaði, var lionum steypt niður af himnum, og hann kom fram sem freistari í höggorms liki í aldingarðinum Eden. Vegna áhrifa frá honum varð maðurinn syndug vera. Á degi lirösunarinnar gaf Guð mönnunum fyrir- heit um Frelsara, sem á ákveðnum tíma „i fyllingu tímans“ myndi taka syndir mannanna á sig og taka út þá refsingu og þjáningu, sem mönnunum bar vegna afbrota sinna. Guð er persónuleg, almáttug vera og fullkominn i kærleika sínum, vizku og réttlæti. Jesús Kristur hefur verið til frá eilífð eins og Faðirinn, en gerðist um tima maður til að endurleysa hið fallna mann- kyn. Síðan hann steig upp til himna, þar sem hann hlaut aftur guðdómleika sinn, hefur hann verið og og verður, þar til hann kemur aftur, talsmaður og endurlausnari mannkynsins. Heilagur andi er full- trúi guðdómsins á jörðinni, hann er hinn guðdóm- legi máttur, sem alls staðar er nálægur, í eðli sinu óskýranlegur og órannsakanlegur. Jesús talar um Heilagan anda sem persónu, án þess að Ritningin skýri það nánar. Hin tíu boðorð gilda fyrir alla menn á öllum tím- um. Þau eru tákn hins fullkomna vilja Guðs og göfugasta siðgæðis. Framhald á bls. 11. 5

x

Æska og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.