Æska og menntun - 01.06.1948, Síða 9

Æska og menntun - 01.06.1948, Síða 9
Fundur Stúdentaráðs á Southern Missionary College, Tennessee, U. S. A. — í skólum vorum er lýðræðislegt samband milli nemenda og kennara. Leitast er við að þjálfa leiðtogahcefileika nemendanna. Hin velþekkta ameríska kona og rithöfundur, Ellen Gould White (1827—1915) kom föstu skipu- lagi á menntunar- og skólakerfi Sjöundadags að- ventista. Frú White skrifaði geysimikið um mennt- unar- og skólamál, og enn í dag er ineginreglum hennar fylgt með ágætum árangri á barnaheimil- um, í barnaskólum, miðskólum, framhaldsskólum og háskólum í flestum siðmenntuðum löndum og Henntnnar- 09 sMMerfi Aðventista 1 œðri skólum vorum fer kennslan oft fram í rökræðu- formi. Kennarinn segir ekki til um það, hvernig nem- andinn eigi að hugsa. 1 stað þess vekur hann athygli nemandans á hinum ýmsu hliðum hvers viðfangsefnis og veitir honum leiðbeiningu um það, hvernig vanda- málin verði leyst. Eftir Leif Kr. Tobíassen, prófessor TÍð Tennesseeháskóla í Bandaríkjunum. ,Menntunin snertír alla tilveruna og allt líf mannanna." (Ellen Gould WhiteJ. inn athugar og brýtur heilann um ýmis sjónarmið eftir mörgum heimildarritum, hann lætur sér ekki nægja eina hlið málsins. Nemendurnir fá mikinn tima til að fást við sjálfstæð og skapandi störf á vinnustofunum og bókasöfnunum. Aðventistar eru andvígir því í hinni tæknilegu kennslu, að nemend- urnir gleypi i sig skráðar eða óreyndar kenni- setningar úr bókum. Umræður, sjálfstæð og óháð rannsókn, athugun nýrra hugmynda og framsetn- ing ólíkra sjónarmiða einkennir nám og kennslu Aðventista. Nemendurnir taka einnig sinn þátt i á ýmsum landssvæðum með frumstæða menningu, svo sem Afríku, Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, Asíu og Suðurhafseyjum. Og nú í dag njóta þessir skólar stuðnings eða aðstoðar einnar milljónar manna, en við þá kenna og leiðbeina þúsundir hæfra prófess- ora og annarra kennara. Sumar þessara stofnana, um það bil tuttugu í nokkrum löndum, veita fræðslu, sem svarar til háskólamenntunar. Hinn þekktasti þessara skóla er sennilega Loma Linda skólinn, kristniboðslækna- skólinn í Kaliforníu, en þaðan hafa komið doktor- ar í læknisfræði og setzt að i ýmsum löndum víðs vegar um hnöttinn. Hin algjöra menntun. Það sjónarmið, er Ellen G. White lagði til grund- vallar i menntunarheimspeki sinni, er i því fólgið að viðurkenna og leggja áherzlu á allt, er snertir manninn — sú grundvallarregla, að menntunin nái að þroska hjarta og líkama mannsins eigi siður en hug hans. Sum menntunarkerfi leggja einungis á- herzlu á þá hlið, sem að vitsmununum snýr. En maðurinn er engu siður siðferðisleg (og stundum siðlaus) vera. Og hann hefur líkamá, sem endur- speglar hinar siðferðislegu og menningarlegu hug- myndir hans.Önnur menntunarkerfi leggja mesta á- herzlu á þá hlið, sem að líkamanum veit, eflingu vöðva mannsins og heilbrigði likama hans. Hugmyndir Sjöundadags aðventista um menntun miðast engu að síður við manninn sem siðgæðis- veru en veru með vitsmuni og líkama. Ef vanrækt er að mennta hjarta hans, þ. e., þann hluta sálar- lífs hans, sem snertir siðgæðið, bíður hann hnekki. Maður, sem er þannig siðferðilega veill, getur auð- Nýtízku kennsluaöferðir eru notaðar. Nemandinn ker- ir ekki lexíurnar utan bókar, heldur leitar hann að upplýsingum, sem varða efnið, í ýmsum áreiðanlegum heimildum. vitað haft mikla þekk- ingu til að bera, en vantar styrk til að beita henni mannkyn- inu til góðs. Hvers vegna eru menn nú hræddir við mátt kjarnorkunnar? Af þeirri einföldu ástæðu, sem við vitum öll, að þekking mannsins á náttúruöflunum er meiri en hinn siðferðislegi styrkur lians til að koma úveg fyrir styrjöld. Vísindaleg þekking er aðeins góð, svo fremi hún er notuð til góðs. Siðferðisstyrkur mannsins verður að drottna yfir vitsmunum hans og þekkingu. Að öðrum kosti munu þessir tveir þættir steypa honum í glötun. Líkamleg heilbrigði er einnig nauðsynleg til að gera nútimaþjóðfélag traust og hamingjusamt. Hugmyndir Aðventista um menntun hafna þeirri miðaldaskoðun, sem enn er þó ríkjandi meðal margra andlega menntaðra þjóða, að líkamleg vinna sé óæðri og þýðingarminni fyrir þjóðfélagið en hin andlega. Sá maður, sem ekki vill vinna með höndum sínum, er ekki fullkomlega menntaður. Einhverjir þættir persónuleika hans hafa orðið út undan. Menntun til forystu. Mikilvægur þáttur í menntun Aðventista er sú áherzla, sem lögð er á einstaklinginn og að gera menn vel fallna til forystu. í kennslustundunum ræðir kennarinn vandamálin við nemendurna. Hann segir þeim ekki, hvað þeir eigi að hugsa. Nemand- / skólum vorum er reynt að gera svo mikið fyrir ein- staklinginn sem mögulegt er. Kennslan er oft látin í té einum einstakling í einu eða smá hóp. Fyrirlestrar- formið er ekki notað. Rökræður, spurningar og svör, persónuleg rannsókn, ýmiskonar tilraunir og hagnýt- ar sýningar eru nokkrar af þeim aöferöum, sem notaðar eru.

x

Æska og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.