Æska og menntun - 01.06.1948, Side 12

Æska og menntun - 01.06.1948, Side 12
Margir af nemendum vorum eru aö búa sig undir verzlunarstörf. Er leitast við að veita þeim hagnýta reynslu meö því aö gefa þeim kost á aö vinna á skrifstofum skólans, taka þátt í minni háttar kaup- sýslustörfum, sem nemendur kunna aö hafa meö höndum og starfa sem ritarar hjá kennurunum. — hann einnig lieilagan, og svo eiga öll Guðs börn að gjöra, allt til enda veraldar. SöfnuSurinn er til samkvæmt boði Guðs, þar sem allir trúaðir eru sameinaðir í kristilegt bræðralag án tillits til kynþátta, þjóðernis eða lífsstöðu. Hin- um heilögu fyrirmælum, skírninni og kvöldmáltíð- inni, er fylgt í söfnuðinum, en þau eru ytri tákn innri reynslu, sem kölluð er trú. í Biblíunni er að- eins talað um skírn trúaðs fólks, sem kemur til að auglýsa trú sina á Guð og ósk um að tilheyra söfn- uði Guðs. Kvöldmáltíðin er til minningar um þá fórn Krists, er hann gaf lif sitt til endurlausnar mannkyninu. Bæði fyrirmælin eru sett til styrktar trúnni og um leið til að halda Guðs börnum á vegum sannleikans. Endurkoma Krists mun verða raunveruleg og sýnileg við enda veraldar. Þá munu þeir, er dóu i trú á Krist, upprísa til eilífs lífs. Þangað til munu hinir dánu hvila ótruflaðir í gröfum sínum. í samræðum, sem Jesús átti við lærisveinana, sagði hann þeim um ýmis fyrirbæri, er myndu eiga sér stað rétt fyrir komu hans. Þessi fyrirbæri, stríð, landskjálftar, hungursneyð, siðferðisleg hnign un, virðast sjást í vaxandi mæli einmitt á okkar öld og eru hinum athugula Bibliulesanda ærið um- hugsunarefni. En enginn veit þann dag, sem Drott- inn kemur, en söfnuðurinn verður að vaka og biða. Það er skylda hvers kristins manns að hlýðnast yfirvöldum sínum, en þau mega heldur ekki beita hann þvingunum í andlegum málum. Maðurinn á rétt á að dýrka Guð sinn eftir sannfæringu sinni og samvizku. Þar sem hin borgaralegu lög eru í mót- setningu við lög Guðs, verður hinn kristni fremur að hlýða Guði en mönnum. Kristinn maður verður að hugsa um heilbrigði sína. Lífið er hin stærsta af öllum gjöfum Guðs, það er heilagt, og okkur ber heilög skylda til að við- halda heilbrigði líkama okkar með öllum þeim ráðum, sem við höfum. Hreint loft, sólskin, hreyf- ing, heilbrigð íveruhús og hvers konar önnur holl- usta eru allt tæki, sem styðja að varðveizlu heils- unnar. Kristinn maður á að lifa einföldu og hófsömu lífi, en liann verður að afla sér þeirrar beztu fæðu, sem hann á völ á. Nautnalyf eins og áfengi og tó- bak hafa skaðleg áhrif bæði á likama og siðferði, og því á enginn kristinn maður að neyta þeirra. Þegar Drottinn kemur og hið illa hættir að vera til, mun liann skapa nýja jörð, þar sem réttlæti og hamingja munu ríkja. Þá mun sú Paradís, er einu sinni glataðist, verða endurreist, og Guð mun vera allt í öllu. Engin mannleg vizka getur skilið, hvað eilífðin geymir í skauti sínu, en allir geta trúað, vonað og beðið og reynt að skapa eins mikið Guðs riki og i þeirra valdi stendur. Þá fyrst fær lífið eitthvert innihald og einhvern tilgang, og líf þess, er beitir öllum kröftum sínum í þágu hins góða, verður aldrei árangurslaust. Nemendunum er gefinn kostur á aö kynnast sem fjölbreyttustu starfi jafnhliöa bóklegu námi.

x

Æska og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.