Æska og menntun - 01.06.1948, Page 13

Æska og menntun - 01.06.1948, Page 13
Hin eina von mannk/nsins Eftir D. A. Delafield Mannkynið á örugga von. Framtíðin er ekki ein- göngu myrk og kviðvænleg. Ástandið í alþjóðamál- um cr heldur ekki eins vonlaust og það virðist. En vonir mannkynsins um, að takast megi að koma í veg fyrir gereyðandi kjarnorkustyrjöld, hljóta að verða tengdar við Guð. Hann er hin eina örugga von okkar. Ef við treystum eingöngu á okkur sjálf á þessum tvísýnu tímum, bjóðum við ógæfunni heim. Einungis ráð og handleiðsla Guðs getur borgið mannkyninu í framtíðinni. Við verðum að treysta á Guð. Frá mannlegu sjónarmiði virðist framtíðin ugg- vænleg og næstum vonlaus. Þær tilraunir, sem beztu menn heimsins hafa gert til að koma skipulagi á þann glundroða og jafna þá óeiningu, sem alls staðar ríkir, hafa mistekizt hrapalega. Þeir stjórn- endur, sem reynt hafa að hjálpa hinum nauðstöddu þjóðum sínum, hafa orðið fyrir bitrum og lamandi vonbrigðum. Alls staðar er efnahagslegt öryggis- leysi, og menn og konur mega horfast í augu við þá staðreynd, að þau hafi ekki brýnustu lifsnauðsynj- ar. Aldrei hefur verið jafnlítið öryggi í því að eiga eignir, skuldabréf og veð og einmitt nú. Jafnvel þótt menn eigi búgarða eða jarðir, sem framleitt geta gnægð matar, geta þeir ekki losnað við hinar þungu áhyggjur, sem alls staðar ríkja vegna hinnar harð- vitugu alþjóða stjórnmálabaráttu. í hinum miklu erfiðleikum, sem mennirnir búa við nú í dag, spyrja þeir ósjálfrátt, hvort Guð haldi enn í hendi sér allri stjórn í tíma og rúmi. Hugsar hann enn um okkur? Skiptir tilvera okkar hann nokkru máli? Lætur hann sig velferð okkar nokkru varða? Tekur hann nokkurn þátt í kvíða okkar fvrir framtiðinni? .Iá, það gjörir þann vissulega. í Ritningunni kunn- gjörir hann sjálfan sig sem Frelsara, stjórnanda meðal þjóðanna. Hann ræður yfir konungdómi mannanna og stjórnar meðal þjóðanna, þótt hann sé ósýnilegur augum dauðlegra manna. Heimurinn er eign hans vegna sköpunarinnar og friðþæging- arinnar. Fyrst skapaði hann okkur. Síðan sendi hann af hinni dásamlegu náð sinni, Son sinn til að leysa okkur frá því stríði og þeirri glötun, er við höfum leitt yfir okkur. Vegna friðþægingarinnar vakir forsjón hans yfir okkur i sérhverju landi. „Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru lieils hugar við hann.“ (II. Kron. 16, 9). Umhyggja hans er náin og persónuleg. „Eg vil láta menn verða verðmætari en skíragull og mann- fólkið dýrmætara en Ófírgull.“ (Jes. 13, 12 — ensk þýð.) Guð metur mennina ekki eftir fjármunum þeirra, titlum eða stöðu, heldur eftir því, hvernig þeir veita viðtöku frelsun hans og hversu einlæglega þeir leitast við að láta gott af sér leiða í heiminum. Það er einkamál Guðs. Hann litur á hjartalagið. Guð frelsar menn ekki, af joví að þeir tilheyri einhverri ákveðinni stétt eða þjóðfélagi eða skipulagi — Hann mun frelsa þá, sem elska hann og þjóna honum af einlægu og göfugu hjarta, frá þeirri tortímingu, sem vofir yfir. Hjartalag mannanna þarf að breytast. Meðan við lifum í þessum dapra og bágstadda heimi, verðum við að gjöra allt, sem við getum til að berjast gegn fáfræði og lina þjáningar með því að setja á stofn kristilega skóla, heilsuhæli, munað- arleysingjahæli, elliheimili, góðgerðafélög og aðrar álíka kærleiksstofnanir. En tilgangur Guðs með kirkju sinni hér á jörðu er að frelsa manninn full- komlega frá allri eigingirni og synd. í raun og veru heyir maðurinn hér á jörðu ekki höfuðbaráttu fyrir lífskjörum sinum, við illt veður, uppskerubrest eða þjóðfélagslegt óréttlæti, heldur við hið þverúðar- fulla hjarta sitt. Breytið hjartalagi mannanna með því að segja þeim frá Frelsara þeirra, Jesú Kristi. Segið þeim aftur og aftur, hundrað sinnum, þús- und sinnum, frá hinum dásamlega Frelsara, og takið eftir, hve skjótt mannlegar deilur og árekstrar hjaðna. Við bendum lesendum okkar á Jesúm Krist sem „guðslambið, er ber synd heimsins,“ (Jóh 1, 29). 011 von okkar er bundin við hann. „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post. 4, 12). „Nafn hans þýðir Frelsari,“ (Matt. 1, 21). „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft Iíf.“ (Jóh. 3, 16). Heimurinn hefur gleymt þessu. Hinn siðferðilegi mælikvarði hefur verið lækkaður og honum breytt að óskum og vilja fjöldans. Hin sígildu tíu boðorð Guðs hafa gleymzt í hinni öfgafullu sókn mannsins eftir þægindum og skemmtunum. En þessi siðferðis- lega lögbók er óbreytanleg, og eftir henni munu all- ir verða dæmdir. í hinum tíu ódauðlegu boðorðum Guðs er lögbók lífsins, sem er í samræmi við sið- gæði okkar, en í Kristi er mátturinn til að halda boð 13

x

Æska og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.