Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 14

Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 14
Guðs. Við getum ekki ásakað Guð fyrir erfiðleika okkar. Hann hefur gjört allt, sem i hans valdi stend- ur. Hvers getum við vænzt annars en glæpa, styrj- alda og alheimssorgar, þegar við gleymum Drottni og fyrirlítum son hans. Við þurfum að vakna til meðvitundar um hinar siðferðislegu skuldbindingar nú þegar, því að „jörð- in vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, þvi að þeir hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa. Þess vegna eýðir bölvun jörðinni og íbúar hennar gjalda.“ (Jes. 24, 5—6). Vegurinn til Guðs. Við getum umflúið þennan skapadóm, ef við segjum skilið við syndina. Vegurinn út úr erfiðleik- unum og ógöngunum liggur til friðarins, til Guðs. Viðvörunarhróp liljómar til okkar enn í dag líkt og kall Jónasar til hinna syndugu íbúa Níníveborgar. Mannkynið á guðdómlega von. Samkvæmt ritn- ingunni mun Kristur koma i annað sinn sem „Kon- ungur konunga,“ (Opb. 19, 16), til að dæma heim- inn, refsa hinum ranglátu og launa hinum réttlátu. Koma hans mun skyndilega gera enda á allt stríð okkar og tilveru mannkynsins hér á jörðu. Of seint munu þjóðirnar vakna til vitundar um, að þær hafa barizt hver gegn annarri. En þúsundir manna frá öllum þjóðum og kynflokkum munu á síðustu stundu hér á jörðu meðtaka kall Guðs um lausn og frelsun þeim til handa. Hinir dánu, sem réttlættir voru, munu rísa úr gröfum sínum og á- samt hinum réttlátu, sem lifa, verða „hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin i loftinu.“ (I. Þess. 4, 17—18). Loks eru þeir frjálsir. Fyrir þá verður koma Frelsarans sem árroði komandi dags. Endur- 14

x

Æska og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.