Fréttablaðið - 30.09.2022, Qupperneq 6
bth@frettabladid.is
Safnafólk segir að svara verði hvað-
an tillaga um að skipa Hörpu Þórs-
dóttur þjóðminjavörð hafi komið
án þess að Lilja Alfreðsdóttir menn-
ingarmálaráðherra auglýsti starfið.
„Þetta er það sem enginn veit en
þarf að svara,“ segir Sigurjón B. Haf-
steinsson, prófessor í safnafræði við
Háskóla Íslands.
Fram kemur í upptöku sem
Fréttablaðið hefur undir höndum
frá safnaþinginu að Lilja ræðir að til-
laga hafi borist á hennar borð. Hún
harmar málið og segir að í ljósi við-
bragðanna hefði hún betur staðið
öðruvísi að málum.
„Það er óreiða í svörum ráðherra
um það hvernig farið var í þessa veg-
ferð,“ segir Sigurjón.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, for-
maður alþjóðaráðs safna, ICOM,
segir að á sáttafundi á mánudag hafi
Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytis-
stjóri sagt að auglýsing um stöðu
þjóðminjavarðar hafi verið tilbúin í
sumar. Síðan hafi verið sveigt af leið.
„Hann sagði þetta, að það hefði
verið búið að setja upp auglýsingu,
við spurðum en það komu engin
svör við því hvers vegna hætt var
við að birta hana og gefa fólki kost
á að sækja um stöðuna,“ segir hún.
„Ég tjáði ráðuneytisstjóra á fund-
inum að einmitt þetta atriði upp-
lifði safnafólk sem vanvirðingu og
sniðgöngu. Þau sögðu að þeim þætti
það leitt en engar frekari skýringar
voru gefnar,“ segir Ólöf Gerður.
Fréttablaðið hefur í tvo daga
beðið svara frá Lilju Alfreðsdóttur
við fyrirspurn blaðsins um hvers
vegna hún hafi sagt að hún geti ekki
afturkallað skipan Hörpu og hvaðan
tillaga um skipan Hörpu kom. Svör
eru sögð í vinnslu.
Þá hefur Fréttablaðið spurt Hörpu
Þórsdóttur hvort hún hafi sjálf gert
tillögu um að verða færð til í starfi í
stöðu þjóðminjavarðar. Einnig var
Harpa spurð hvort hún hefði íhugað
að höggva á hnútinn í rammri deilu
safnafólks og sérfræðinga vegna
málsins með því afþakka skipanina.
Ekki hafa borist svör. n
Auglýsing um stöðu
þjóðminjavarðar var til
Ólöf Gerður
Sigfúsdóttir,
formaður ICOM
Sigurjón B.
Hafsteinsson,
prófessor í
safnafræði
Staðsetning fyrirhugaðrar
þangvinnslu Asco Harvester
í Stykkishólmi vekur miklar
deilur í bænum. Forseti bæjar-
stjórnar segir mikilvægt að 25
ný störf verði til. Fyrirtækið
segir ekkert að óttast.
bth@frettabladid.is
STYKKISHÓLMUR Ósætti er í Stykkis-
hólmi eftir að meirihluti sveitar-
félagsins samþykkti að úthluta
fyrirtæki umdeildri lóð við Nesveg
vegna fyrirhugaðrar þangverk-
smiðju. Íbúar sem búa næst verk-
smiðjunni óttast sjónmengun,
hávaða og lyktarmengun.
Uppi hafa verið ásakanir um að
skipulagslög hafi verið brotin og
starfræksla verksmiðjunnar muni
bitna á útivistarmöguleikum. Þá
hafi áformin ekki verið kynnt bæj-
arbúum sem skyldi. Forseti bæjar-
stjórnar vísar því á bug að bærinn
hafi farið offari í málinu.
Nok krar kærur hafa borist
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála og er von á f leirum að
sögn íbúa. Jarðvegsframkvæmdir
við verksmiðjuna eru hafnar.
Þorgeir Már Samúelsson, sem
býr í Nestúni 7, í nágrenni við verk-
smiðjuna, segir kærurnar hafa verið
sendar, þar sem íbúar hverfisins sjái
að óbreyttu fram á rýrnun á virði
fasteigna sinna.
„Enginn myndi kaupa hús í
grennd við gúanóverksmiðju,“ segir
Þorgeir.
Hann segist sjálfur þekkja svona
vinnslu, hann hafi starfað við Þör-
ungaverksmiðjuna á Reykhólum í
40 ár. „Þar var bæði lykt og hávaði
og þetta mun skapa ónæði. Auk þess
á svona framleiðsla ekki heima við
hlið skipasmíðastöðvar eins og
þarna er,“ segir Þorgeir og óttast að
málningarúði gangi yfir fyrirhug-
aða matvælaframleiðslu.
„Þetta er pólitískur skrípaleikur í
krafti auðvaldsins. Þetta eru frekju-
hundar,“ segir Þorgeir. „Það eru
íhaldsmenn sem fjármagna þessa
verksmiðju og það eru íhaldsmenn
í meirihluta þessa sveitarfélags.“
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, for-
seti bæjarstjórnar og oddviti H-list-
ans sem situr í meirihluta í Stykkis-
hólmi, segir margar hliðar á öllum
málum.
„Við fögnum því að fá starfsemi
í bæinn, það var lokað hjá okkur
verksmiðju í fyrra og 30 störf
hurfu úr bænum, nú fögnum við
25 nýjum störfum í staðinn með
þessari verksmiðju.“ Hrafnhildur
minnir á að svo hafi virst sem bæði
meirihlutinn og minnihlutinn í
bæjarstjórn væru samstíga í málinu
framan af.
„Allt í einu núna er þetta mikið
mál,“ segir Hrafnhildur og bendir
á að öllum reglum verði fylgt og
ef eitthvað bjáti á yrði starfsemin
stöðvuð ef hún brýtur í bága við
kröfur.
Oddvitinn segist þó skilja áhyggj-
ur fólks sem búi næst verksmiðjunni
en hún telji fullvíst að fyrirtækið
sjái vel um sín mál.
Sigurður Pétursson, stjórnar-
formaður Asco Harvester, segir
að stefnt sé á að vinnsla geti hafist
næsta sumar.
„Þarna er um að ræða umhverfis-
væna fullvinnslu sjávarafurða á
atvinnulóð fyrir hafsækna starf-
semi,“ segir Sigurður.
Hann segir ekkert að óttast þótt
staðsetningin sé umdeild. Nýjasta
tækni muni hljóðdempa starfsem-
ina og þótt þang lykti alltaf verði
þau áhrif lágmörkuð með búnaði
og fersku hráefni. n
Staðsetning þangverksmiðju
Asco í Stykkishólmi kærð
Teikning af fyrirhugðu mannvirki.
AÐALFUNDUR
kNAttspyRNUDeiLDAR FyLkis
Miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 19:30 er boðað til aðal-
fundar knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
• Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt reglugerð
knattspyrnudeildar og lögum félagsins.
• Önnur mál.
stjórn knattspyrnudeildar Fylkis
öll
velkomin!
Stefnumót við vísindafólk!
u ót við vísindafólk!
fn m t við vísindafólk!vísindavakaka
i dav ka
Laugardalshöll
laugardagur 1. október
kl. 13.00 - 18.00
Uppi hafa verið
ásakanir um
að skipulags-
lög hafi verið
brotin í málinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VIL-
HELM
Sigurður
Pétursson, stjórnar-
formaður Asco
Harvester
thorgrimur@frettabladid.is
ORKUMÁL Gasleki hefur greinst á
fjórum stöðum úr gasleiðslunum
Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti. Rík-
isstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar
greindu frá því í gær að um væri að
ræða tvær skemmdir inni í landhelgi
hvors ríkisins fyrir sig.
Atlantshafsbandalagið telur gas-
lekann vera af völdum skemmdar-
verka og segir að árásum á innviði
hernaðarbandalagsins verði svarað
með sameiginlegum viðbragðs-
aðgerðum. Í yfirlýsingunni sem
bandalagið gaf út í gegnum Norður-
Atlantshafsráðið var ekki farið nánar
út í það hver viðbrögðin kynnu að
verða eða hver ætti að hafa framið
skemmdarverkin.
Sum aðildarríki NATO og banda-
menn þeirra, þar á meðal Spánn
og Úkraína, hafa þó verið ómyrk í
máli og beinlínis bendlað Rússa við
skemmdirnar. Mykhajlo Podoljak,
ráðgjafi forseta Úkraínu, jafnaði
skemmdarverkunum við hryðjuverk
og sagði Rússa bera ábyrgð á þeim.
Fyrir sitt leyti hafna Rússar því
að hafa átt við leiðslurnar en segja
lekann þó bera merki þess að vera
af völdum ríkisstyrkts hryðjuverks.
„Það er afar erfitt að ímynda sér að
ámóta hryðjuverk hafi getað gerst
nema með tilstuðlan ríkis af ein-
hverri gerð,“ sagði Dmítríj Peskov,
talsmaður ríkisstjórnar Rússlands.
Rússar segja Bandaríkjamenn
koma til með að græða á skemmd-
um á gasleiðslunum þar sem þeir
gætu aukið sölu á fljótandi jarðgasi
til Evrópu ef leiðslurnar yrðu ónot-
hæfar. María Zakharova, talskona
rússneska utanríkisráðuneytisins,
tók svo til orða að lekarnir væru
á landsvæði sem væri „undir full-
kominni stjórn bandarískra leyni-
þjónustustofnana“. n
Skiptast á ásökunum vegna lekans
Sjórinn í landhelgi Svíþjóðar freyðir
þar sem gasið stígur úr neðansjávar-
leiðslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 Fréttir 30. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ