Viljinn - 01.12.1942, Blaðsíða 6
- 6 -
F 6 R N
Skipið hafði kastað akkeri á víkinni; Páll og Marta
stóðu á þilfarinu og horfðu á grænar hæðir, sem lágu baðað-
ar í skyni kvéldsölarinnar og virtust loka höfn hæjarins,
sem þau voru á leið til. Höfnin var ekki nógu djúp til
þess' að stór skip gætu siglt inn, svo það var verið að skipa
fólki og vörum upp í smábátum.
"”En sú náttúrufegurð," sagði Marfa. "Já," svaraði
Páll, "ef Testur-Afrika er gröf hvíta mannsins, eins og
sagt hefur verið, hefi eg hvergi séð fegurri stað til þess
að bíða upprisunnar."
"Því talar þú þannig, Páll?" spTxrði Marta. "Því skyldi
eg ekki gera það," spurði hann. "Tókst þú ekki þann mögu-
leika með í reikninginn, er þú helgaðir líf þitt kristni-
boðinu?" spurði hann.
"Jú, að vísu - en því skyldum við leggja éherslu á þá
hlið málsins einmitt nú?" sagði Marta, og virtist ætla að
víkja sér frá.
"Bíddu augnablik," sagði Páll rólega, "eg ætla að segja
þér nokkuð. Við þurfurn að bíða hér dálítið hvort sem er,
og ef til vill er þetta hinn hagkvæmi tími til að tala um
það." - Þau höfðu verið gift aðeins í þrjá mánuði. Sam-
eiginlegur áhugi þeirra fyrir kristniboðinu hafði dregið
þau hvort að-öðru á seinni skólaárum þeirra. Þeim þrem
mánuðum, sem liðnir voru síðan brúðkaup þeirra fór fram,
höfðu þau varið til undirbúnings undir burtförina, og svo
til hinnar löngu ferðar á hafinu. "Hvað getur hann haft í
huga," hugsaði Marta með sjálfri sér, og leit á Pál spyrj-
andi augum.
"Eg hefi aldrei sagt þér mikið um æsku mína," sagði
hann, "aldrei sagt þér frá því, að áform mitt var að verða
verslunarmaður. Auðugur frændi minn, sem tók mig að sér,
er foreldrar mínir dóu, kostaði menntun mína í þeirri grein.
Hann ætlaðist til að eg tæki við verslun sinni með tímanum.
Besta skemmtun mín var að kaupa og selja og safna auði. En
Y I L J I N N