Austurglugginn - 22.08.2014, Page 2
2 Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN
Það er árviss viðburður hjá mörg-
um að tína ber á þessum tíma árs
og hefur sú hefð skapast hjá fjölda
fólks. Margir fara saman að tína
ber og búa síðan til sultur og fleira
góðgæti úr uppskerunni. Svo eru
það þeir sem fara bara til að næla
sér í nokkur bláber til að fá sér út
á skyr með rjóma. Hver hefur sinn
háttinn á en það eru allir sammála
um að berjatínsla fer vel af stað á
Austurlandi, og að berjasprettan
sé með besta móti þetta árið.
Skarphéðinn G. Þórisson náttúru-
fræðingur var einmitt staddur fyrir
utan Fellabæ að týna bláber þegar
Austurglugginn hafði samband við
hann.
„Það er nóg af bláberjum hér og það er
fullt af fólki að tína. Enda er búið að
vera sólríkt sumar, það greri snemma
og þar af leiðandi er mikil gróska í
gróðrinum. Það virðist samt vera að
krækiberin séu í slakara lagi og ég
hreinlega veit ekki hvað veldur, en
það er fullt af bláberjum.“
Austurglugginn setti sig líka í samband
við Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur,
garðyrkjufræðing og aðstoðarskóg-
arvörð í Hallormstaðaskógi og tók
hún í sama streng.
„Já, berjasprettan er mjög góð í ár og
það er óvenju mikið af bláberjum.
Það er nóg af þeim hér í skóginum,
þau eru allt í kringum Egilsstaði og
maður heyrir líka af fólki sem er að
tína þau mjög víða.“
Það er alltaf vinsælt að tína ber, en
það vita það ekki allir að í Hallorm-
staðaskógi er hægt að tína margar
tegundir af berjum.
„Hér er hægt að finna ýmislegt“, segir
Bergrún. „Hér er hægt að tína bláber,
rifsber, sólber, hrútaber og hindber
og það eru allir velkomnir að tína.
Hindberin eru komin á fullt núna,
rifsberin eru orðin góð á sólgóðum
stöðum. Hafa ber þó huga að hægt
er að tína ber þar til frystir í jörðu svo
tíminn til berjatínslu er núna. Nema
hrútaberin, það er alveg óhætt að týna
þau alveg út september þar sem þau
þola næturfrost niður í 3-4 gráður.
Bergrún er einn eiganda holtogheid-
ar.is. En fyrirtækið framleiðir ýms-
an varning úr íslenskum hráefnum,
þar á meðal sultur og síróp. Skildi
Bergrún vera búin að tína mikið af
berjum í ár?
„Ég er rétt að byrja. Ég viðurkenni
líka fúslega að haustið er minn uppá-
haldstími því þá fer berja- og sveppa-
tínslan í hönd“, segir Bergrún og
hvetur allt berjatínslufólk að ganga
vel um náttúruna og skilja ekkert
eftir sig þar sem það fer.
SL
Óvenju mikið af bláberjum á
Austurlandi
Það vakti athygli í fjölmiðlum fyrir
skemmstu þegar Berghildur Fanney
Hauksdóttir, fulltrúi menningararfs
og ferðmála hjá Vopnafjarðarhreppi,
varpaði ljósi á að salernisaðstaða
fyrir ferðamenn væri af skornum
skammti, einkum á svæðinu milli
Norður- og Austurlands, og að fyrir
vikið væri ásýnd landsins okkar að
verða okkur til lítils sóma. Austur-
glugginn heyrði í Berghildi og spurði
hana nánar út í þetta.
„Þetta var eiginlega bara svolítið
fyndið. Þetta byrjaði þannig að vin-
kona mín setti færslu á fésbókina sína
og lýsti því hvernig upplifun hennar
var af því að keyra um Grímsstaði
skömmu áður. Hún stoppaði til að
viðra hundinn sinn, en þar var allt
fullt af klósettpappír, dömubindum
og fleira sem fauk þarna um. Þegar
hundurinn fór að snuðra í þessu var
henni nóg boðið svo hún flúði aftur
inn í bíl. Ég hef sjálf séð svipaða hluti
og þetta er ekki boðlegt. Þetta er nátt-
úrulega ekki það sem við viljum sjá
uppi á hálendi Íslands. Í framhaldi af
þessu deildi ég sögu vinkonu minnar
á Baklandi ferðaþjónustunnar og
þremur mínútum síðar voru fjöl-
miðlar farnir að hringja í mig. Þannig
kemur þetta til“.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berg-
hildur vekur athygli á málinu.
„Það er náttúrulega ófært að ferða-
menn geti ekki komist með reglulegu
millibili á klósett. Þetta er jú ein af
grunnþörfunum sem við verðum að
geta sinnt. Í raun er þetta ófremdar-
ástand. Ferðamálafræðingar eru búnir
að benda á þetta í mörg ár. Ég er líka
búin að ræða þetta á fundum innan
Austurbrúar þar sem við ferðamála-
fulltrúar sveitarfélaganna höfum verið
að hittast og það eru allir sammála
um að það þarf að gera eitthvað í
þessu. Spurningin er bara, hver á að
borga? Svona úrbætur kosta mikinn
pening, fyrir utan að það þarf að gera
ráð fyrir viðhaldi auk þess sem ráða
þarf fólk til að þrífa og sinna annarri
umsjón. Það sem þarf að gera er að
benda ríkinu á þetta á formlegan
hátt og það er alls ekki útilokað að
það yrði eitthvað samstarf um fram-
kvæmdina ef fjármagnið fæst.“
Almenningssalerni eru á mörgum
stöðum vandamál og lendir það
yfirleitt á einkafyrirtækjum að anna
þessum þörfum ferðamannsins.
„Þetta er víða vandamál. Einkaað-
ilar eru oft pirraðir á þessu og maður
skilur að þeir eru ekkert hrifnir þeg-
ar til dæmis sjoppan fyllist af fólki
sem verslar ekkert en notar salern-
isaðstöðuna og fer svo út. Það sér
það hver maður að þetta reiknings-
dæmi gengur ekki upp. Það koma
um 800.000 ferðamenn til landsins
auk Íslendingana sem eru að ferðast.
Ég veit samt til þess, sem betur fer,
að það eru einhverjar vangaveltur í
gangi því Austurbrú kortlagði og
fékk upplýsingar hjá okkur um allt
sem gæti talist salernisaðstaða hér á
Austurlandi. Svo er bara að sjá hvað
framhaldið verður.“ SL
„Þetta er grunnþjónusta sem
verður að vera í lagi“
Berghildur Fanney Hauksdóttir.