Austurglugginn - 22.08.2014, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN
Ritstjóraspjall
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sverrir Mar Albertsson • Fréttir: 477 1750 / frett@austurglugginn.is
• Auglýsingar: 696 6110 / auglysing@austurglugginn.is • Áskriftasími: 477 1571
Efnisvinnsla og auglýsingasala: Austurfrétt ehf.• Gunnar Gunnarsson blaðamaður • Stefán Bogi Sveinsson auglýsingastjóri
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf., Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Það getur verið gaman að skoða
samtímann í ljósi sögunnar. Við
lifum nú tíma sem kannski verður í
sögubókum framtíðarinnar kennd-
ur við evró-engilsaxneska heims-
veldið. Því þó svo að breska ljónið
hafi misst forystuna í kjölfar fyrri
heimstyrjaldarinnar og þungamiðja
valdsins færst yfir til Washington –
varð tilfærslan tiltölulega áfallalítil
fyrir borgara Vesturlanda.
Það er einnig áhugavert að kynna
sér hvað fræðmenn telja að hafi
orðið hinum ýmsu „heimsveldum“
að falli og má t.d. nefna Akkadiu
– sem er eitt fyrsta „heimsveldið“
og var uppi fyrir 4.000 árum. Ríki
Akkada var að sumu leyti vel þróað
– tók upp formlega póstþjónustu
og lagði vegi. Á hinn bóginn var
stjórnmálaforysta þess ótraust á
síðari hluta tilvistar þess og ekki
síst voru embættismenn áhugalitlir
um velferð íbúa og ríkið féll í kjölfar
mikilla verðhækkana á matvælum
samfara hungursneyð.
Ef litið er t.d. til Rómarveldis þá
stóð hnignun þess yfir um langt
skeið. Á þessum tíma var pólitísk
spilling mikil, auðæfum var mjög
misskipt og yfirstjórn ríkisins yfir-
leitt áhugalítil um afkomu hinna
almennu borgara – hryggjarstykkis
Rómarveldis þegar það var sterkast.
Í staðinn fyrir góða stjórnsýslu og
traust efnahagslíf reyndu síðustu
keisararnir að kaupa sér vinsældir
með blóðugum leikjum og gjafa-
korni til almennings.
Ef litið er til samtímans sjáum við
að misskipting auðæfanna hefur
aldrei verið meiri, almennt virðist
viðurkennt að 10 – 20% borgaranna
lifi við stöðugt atvinnuleysi eða að
vera settur í jaðarhópa á trygg-
ingabótum. Á sama tíma glímir
síðan millistéttin, „hryggjarstykki“
evró-engilsaxneska módelsins, við
tilvistarkreppu þar sem hver kyn-
slóð getur eiginlega verið viss um
að hún muni ekki njóta jafngóðrar
afkomu og næsta kynslóð á undan.
Á sama tíma hefur framboð á
ýmsum efnislegum gæðum aldrei
verið meira og framboð á afþrey-
ingu er svo mikið að engum þarf
að leiðast. Með látlausum aðgangi
að lánsfé er almenningur orðinn
nánast ánauðugur fjármálavaldinu.
En fólk er farið að setja stór spurn-
ingarmerki við siðferði og stjórn-
arfar og ekki síst hin ósýnilegu
völd peningafurstanna sem enginn
kaus og enginn virðist geta komið
böndum á.
Þessi „bylting“ hugarfarsins varð hér
á landi í búsáhaldabyltingunni og
formgerð með kjöri Jóns Gnarr sem
borgarstjóra. Í nágrannalöndunum
birtist hún m.a. með mótmælum
„Anonymous“ samtakanna og
„Occupy Wall Street“ aðgerðunum.
Jaðarsettu hóparnir mótmæla á sinn
hátt – m.a. í Ferguson í Bandaríkj-
unum um þessar mundir og fá ár eru
síðan Frakkland logaði stafnanna á
milli í kynþáttaóeirðum – sem eru
kannski ekki kynþáttaóeirðir í raun
heldur fremur fátækrahverfin að
tjá sig þannig að eftir verði tekið.
Þannig minnir ýmislegt í sam-
tímanum á ástand fyrri heims-
velda á árunum fyrir fall þeirra og
á sama tíma horfa hundruð milljóna
manna – sem ekki njóta sömu lífs-
gæða og íbúar evró-engilsaxneska
heimsveldisins – yfir til Evrópu og
gæðanna þar. Í austri skekja Pútín
og fylgismenn hans vopnin og sjá
endurvakið rússneskt heimsveldi
í hyllingum. Í suðaustri telja bók-
stafstrúarmenn Islams það sína
heilögu skyldu að troða trú sinni
og menningu upp á allt og alla eða
gera þá hauslausa ella.
En eins og í öllum átökum síðustu
alda eru raunverulegir stjórnend-
ur einhvers staðar bak við tjöldin
og spila með almenning eins og
skákmenn fórna peðum – og eins
og í fyrri hildarleikjum verður það
almenningur sem fórnað verður á
vígvöllum. Fyrst þarf hins vegar að
kynda undir þjóðernishrokanum
og þjappa fólkinu saman í lið. Það
eru nágrannar okkar í austri búnir
að gera, svo og í suðaustri. Á sama
tíma ólgar í innviðum Vesturlanda
vegna græðgi þeirra sem raunveru-
lega fara með völdin.
Það er engin vissa fyrir því að sú
samfélagsgerð sem við þekkjum
og teljum sjálfsagða – eins og að
lýðræði og mannréttindi séu ein-
hver náttúrulögmál – lifi langt fram
á öldina. -Salb.
Fisktegund Bakkafj. Vopnafj. Borgarfj. Seyðisfj.
Nes-
kaupst. Eskifj.
Fáskrúð
fj.
Stöðvar
fj.
Breið-
dalsv. Djúpiv. Horna-fj.
Samtals
fiskteg.
Þorskur 30 9 24 48 41 10 0 20 2 14 27 225
Ýsa 3 0 1 6 0 2 0 13 0 0 1 26
Ufsi 0 0 0 13 0 0 0 0 0 1 9 23
Karfi / Gullkarfi 0 0 0 30 1 0 0 0 0 0 0 31
Langa 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 13 15
Blálanga 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1
Keila 0 0 1 0 1 0 0 0 0 0 2 4
Steinbítur 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 1
Grálúða 0 0 0 0 58 0 0 0 0 0 0 58
Skarkoli 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1
Samtals botnfiskur 35 9 26 100 101 12 0 35 3 17 52 390
Síld 0 270 0 0 578 0 25 0 0 0 131 1004
Kolmunni 0 7 0 0 23 0 0 0 0 0 4 34
Samtals uppsjávarfiskur 0 277 0 0 601 0 25 0 0 0 135 1038
Tindaskata 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1
Skata 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1
Makríll 0 1572 0 0 4428 565 372 0 0 0 738 7675
Grásleppa 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 2
Samtals aðrar tegundir 1 1573 0 0 4430 565 372 0 0 0 739 7680
Samtals alls 36 1859 26 100 5132 577 397 35 3 17 926 9108
Sjávarsíðan
Landaður afli eftir tegundum í austfirskum
höfnum 10. - 16. ágúst 2014. Afli í tonnum upp
úr sjó (óslægt). Tölur frá Fiskistofu.