Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Qupperneq 6

Austurglugginn - 22.08.2014, Qupperneq 6
6 Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN urströnd Kanada hafi sýnt hugmyndinni mikinn áhuga. „Grænland er mjög ríkt af alls kyns efnum sem þykja eftirsóknarverð í iðnaði og víða þar sem verið er að setja upp námur komast skip bara að hluta úr árinu. Þess vegna skiptir máli að geta flutt efnið hratt í burtu þegar leiðin er fær, í aðra höfn sem er ekki of langt í burtu og safnað henni upp þar til umskipunar eða frekari vinnslu.“ Skip frá Shanghai í Kína er um tveimur vikum fljótara til Evrópu með því að fara norðurslóða- leiðina heldur en fara hina hefðbundnu leið um Súezskurð. Þorsteinn viðurkennir þó að blendn- ar tilfinningar séu til þeirrar siglingaleiðar. „Þótt maður vilji vera framkvæmdamaður er maður líka umhverfissinni og maður vill ekki endilega að ísinn þiðni það mikið að leiðin verði fær. Ferlið er hins vegar langt og við þurfum að vera undir það búnir ef náttúran býður upp á þetta tækifæri.“ Sveitarfélögin fóru fyrst tvö af stað í vinnuna með iðnaðarráðuneytinu og fengu verkfræðistofuna EFLU til verksins. Flóknar rannsóknir kosta hins vegar peninga sem sveitarfélögin áttu ekki til og ríkissjóður gat ekki gert upp á milli landssvæða. Því var farið að leita eftir fjárfestum og um ára- mótin 2011/12 var skrifað undir viljayfirlýsingu við Bremenports um samstarfið sem síðan var staðfest í vor. „Mannvirki eins og við erum að tala um í Finnafirðinum fer ekkert af stað nema að því komi traustir fjárfestar og það er ekkert víst að Bremenports einir og sér dugi. Fleiri lýstu yfir áhuga. Þetta gætu orðið framkvæmdir upp á 60-100 milljarða króna. Mikilvægt er því að hafa trausta fjárfesta með í för. Stóru sveitarfélögin með rýtinginn á lofti Þá hefur norska fyrirtækið NorSea gert samkomulag um að vera með aðsetur sitt á norðausturhorninu fyrir þjónustu við olíuleit á Drekasvæðinu. Þótt önnur fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að nota að- stöðuna á Reyðarfirði bendir Þorsteinn á að sigl- ing frá miðju Drekasvæðisins til Vopnafjarðar er 7,5 tímum styttri heldur en til Reyðarfjarðar og flugtíminn hentugri fyrir þyrlurnar. Leitin er hins vegar bara byrjunin, uppbyggingin verður fyrst ef til vinnslu kemur. Þorsteinn minnir á að í skýrslu iðnaðarráðuneytisins hafi verið talið heppilegast að þjónusta Drekasvæðið frá Norðausturlandi og þar yrðu nýtt mannvirki sem þegar eru til staðar. Það vakti hins vegar upp töluverðar deilur þegar stóru sveitarfélögin á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, fóru að markaðssetja sig til að þjónusta olíuleitina. „Í þessum viðskiptum, sem öðrum, er samkeppni og þeir sem kaupa þjónustuna leita að heppilegustu tilboðunum. Við verðum því að taka því ef þeim þykir heppilegra að vera ann- ars staðar en hjá okkur. Því er ekki að leyna að á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) á árunum þar á undan hafði verið gengið út frá því og samþykktar ályktanir um að vinna með Vopnfirðingum að uppbyggingu á þjónustu við Drekasvæðið. Við vorum búin að vinna gríðar- lega mikið að þessum málum og því fannst okkur stóru sveitarfélögin vera með rýtinginn á lofti og fara aftan að okkur. Okkur fannst til lítils að sam- þykkja sameiginlega aðferðafræði á vettvangi SSA, sem var bara svikin þegar á hólminn var komið. Það er ljóst að þarna sáu stóru sveitarfélögin tækifæri í því sem við höfðum unnið að í mörg ár. Ég get ekki leynt því að það fauk talsvert í mig og ég lét í mér heyra að ég væri ekki sáttur við þessi vinnubrögð. Litlu sveitarfélögin komu til dæmis sterkt að því að styðja að uppbyggingu álvers í Reyðarfirði með því að vera ekki að berjast um hvar álverið ætti að vera. Við töldum því eðlilegt að þessi sveitar- Eskju og Skeljungs til baka sumarið 2003. Haustið 2004 rann svo Tangi inn í HB Granda sem byggt hefur upp vinnslu á Vopnafirði síðan. Lokaskrefið var stigið seint í nóvember 2011 þegar Vopna- fjarðarhreppur seldi 2,5% hlut sinn í HB Granda fyrir um hálfan milljarð króna. „Það var erfiðast að tryggja að atvinnustigið yrði í lagi. Þegar Eskja var búin að kaupa obbann af hlutabréfunum í Tanga, sem var fjöreggið okkar, og við vorum að leita leiða til að vinna það til baka þurftum við að taka verulega áhættu með samfé- lagið. Þannig að það var eins gott að það sem við vorum að gera tækist. Það er ekkert vitlaust sem stundum er sagt að neyðin kennir nakinni konu að spinna og stundum er það þannig að þegar menn eru í þrengingum og verða að bjarga sér finna þeir leiðir sem verða mun betri en ella hefði verið. Um leið og málið var erfitt þá var það bæði lærdómsríkt og skemmtilegt og ögrandi að finna leiðir í erfiðri stöðu. Annað slagið getur verið gott að finna fyrir þrengingum til að læra að bjarga sér en maður vill engum svo illt að hann lendi í svona stöðu. Það getur verið stutt milli feigs og ófeigs og sum sam- félög sleppa ekki svona vel. Þau tapa sinni útgerð, missa stóran hluta atvinnunnar, fólkið flýr og tóm og niðurdröbbuð hús taka á móti þeim sem koma í samfélagið. Við höfum verið heppin og farsæl hér.“ Þorsteinn segist ekki hafa áhyggjur af því þótt Vopnfirðingar eigi ekki lengur í aðalatvinnuveitanda staðarins. „Það var aldrei markmiðið að sveitarfélagið ætti hlut í stóru atvinnufyrirtæki heldur að búa til fyrirtæki hér á Vopnafirði sem gæti staðið undir sér. Það þýðir ekki að byggja upp atvinnurekstur sem rekinn er með halla ár eftir ár. Því töldu menn að þegar búið var að borga niður skuldir, svo sem af kaupum hlutabréfanna, tryggja eins og kostur er að hér sé góður atvinnurekstur með HB Granda og byggja upp hafnarmannvirki með Siglingamála- stofnun að grunnurinn væri traustur og ekki til neins að eiga hlutabréfin lengur. Markmiðið var aldrei að kaupa bréf ódýrt til að selja dýrt heldur að tryggja atvinnu á svæðinu. Hluturinn var líka það lítill að hann var ekkert ráðandi og við höfðum ekkert með að gera hvaða stefna var sett í rekstr- inum. Salan var samt í góðri samvinnu við aðra eigendur og samvinnan við HB Granda er ekkert síðri þótt við séum ekki hluthafar.“ Baráttan um Sundabúð Þorsteinn segir þó að það hafi „háð okkur að ekki hefur tekist að fjölga íbúum. Menn hljóta að spyrja sig hvað er í veginum þegar næg atvinna er til staðar.“ Íbúar eru þar um 700 talsins og ein af þeim skýr- ingum sem Þorsteinn bendir á er að markaðsvirði fasteigna sé of lágt, það er of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við hvað fæst fyrir þær en íbúðar- húsnæði vantar á staðnum. Þá kemur fólk að til að vinna hjá HB Granda og í sláturhúsinu en þetta fólk er með lögheimili annars staðar og borgar því ekki útsvarstekjur til sveitarfélagsins. Aðspurður hvort hann álíti Vopnafjörð vertíðarsamfélag svarar Þorsteinn að „dálítið sé til í því“ en vertíðin standi hins vegar nær allt árið. Nú stendur yfir makríl- vertíð, næst verður það síldin, svo loðnan og loks kolmunni. „Þetta er nánast allur hringurinn en þú veist aldrei hvernig auðlindir sjávarins eru og það getur verið vont. Maður er algjörlega háður því sem náttúran gefur og atvinnulífið er í uppnámi ef fiski- stofnarnir gefa ekki. Hins vegar meðan tegundirnar eru svona margar geta þær jafnað hverja aðra út.“ Annað vandamál sem Vopnfirðingar, eins og svo mörg samfélög, standa frammi fyrir er hækkandi meðalaldur. „Aldursdreifingin er okkur ekki hag- stæð og fólkið sem er að eldast heldur ekki uppi hagvexti til framtíðar.“ Meðal átaksverkefna síð- asta kjörtímabils var að verja legudeild aldraðra í Sundabúð sem Heilbrigðisstofnun Austurlands hugðist loka í sparnaðarskyni vegna viðvarandi hallareksturs. „Það er ekki við það búandi að í svona samfélagi sé ekki til legudeild þar sem aldraðir geta búið síðasta spölinn,“ segir Þorsteinn. Lendingin varð sú að hreppurinn tók við rekstrinum í til- raunaskyni til tveggja ára í fyrravor og reksturinn í fyrra var við núllið. Framundan er síðan að semja um áframhaldið. Meðal þeirra vandamála sem upp hafa komið var vilyrði fyrri ríkisstjórnar um jafn- launaátak á sjúkrastofnunum. Starfsfólk Sunda- búðar taldi sig eiga rétt á því en hreppurinn fékk ekki aukið framlag til að standa við loforð ríkisins. Enn ein áskorunin liggur í því að ungt fólk flytur í burtu til að mennta sig og allur gangur er á hvort það finni störf við hæfi og komi aftur. Þorsteinn vonast hins vegar til að það breytist. Hann telur að öflugur landbúnaður og sjávarútvegur leiði af sér önnur fjölbreyttari störf. Umbylting ef stórskipahöfnin kemur Í vor var skrifað undir samninga við þýska fyrir- tækið Bremenports, sem rekur hafnirnar í Bremen, Bremenhaven og Wilhelmshaven þarlendis, um rannsóknir fyrir mögulega stórskipahöfn í Finna- firði. „Það veit enginn hvað úr því verður en ef stóru hugmyndirnar ganga eftir þá verður algjör umbylting á þessu svæði.“ Að þeim hugmyndum hafa Vopnfirðingar og nágrannar þeirra í Langa- nesbyggð unnið frá árinu 2007. Höfnin gæti orðið að veruleika ef siglingaleið opnast um Norður-Ís- hafið. Þorsteinn bætir því jafnframt við að aðilar sem hyggja á námuvinnslu á Grænlandi og aust- „Það var aldrei markmiðið að sveitarfélagið ætti hlut í stóru atvinnufyrirtæki heldur að búa til fyrirtæki hér á Vopnafirði sem gæti staðið undir sér.“

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.