Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Síða 9

Austurglugginn - 22.08.2014, Síða 9
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. ágúst 9 Sælkerar vikunnar Þóroddur Helgason og Hildur Magnúsdóttir á Reyðarfirði er sæl- kerar Austurgluggans að þessu sinni. Þau bjóða upp á apríkósulambalæri, byggrétt og rabarbara-chutney. Apríkósulambalæri Lambalæri 1 krukka apríkósumarmelaði 1 dl. sojasósa 4 – 5 hvítlauksrif Um 3 sm. biti af ferskum engifer Setjið hvítlauk og engifer í matvinnslu- vél og saxið smátt. Setjið marmelaði og sojasósu saman við og blandið vel. Penslið lærið að utan með blöndunni, það má gjarnan stinga hvítlauk hér og þar í lærið áður. Geymið afganginn af blöndunni. Það er gott að bæta örlitlu kryddi á lærið í lokin, t.d. Cajun Rub frá Nomu eða „Best á lambið“ kryddblöndu. Lærinu á síðan annað hvort að pakka vel inn í álpappír og grilla það eða setja það í steikarpott og inn í ofn. Grilltími er 1½ - 2 tímar á 180°. Snúið lærinu á 20 mínútna fresti. Best er að nota kjöthitamæli og hætta við 65-70°, eftir því hve rautt kjötið á að vera. Lykilatriði er að láta lærið bíða undir stykki í um 15 mínútur eftir steikingu. Allur vökvi sem kemur af lærinu er settur í pott ásamt afgangnum af blöndunni, sem er hituð og notuð sem sósa með lærinu. Bragðbætið ef þörf er á. Byggið hennar Hildar 1 bolli bankabygg frá Vallanesi 3 bollar vatn 1 grænmetisteningur 1 box ferskir sveppir 1 rauðlaukur 1 rauður ferskur chili, fræhreinsaður 1 rauð paprika Karrí Sojasósa Fetaostur, án olíu Setjið bygg, vatn og grænmetistenging saman í pott og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. Saxið sveppina smátt og steikið upp úr olíu og karrí, hálfri til einni matskeið allt eftir smekk hvers og eins. Setjið sveppina til hliðar. Saxið annað grænmeti smátt og steikið á pönnunni, blandið sveppum og soðnu byggi saman við. Bragðbætið með sojasósu og viðbótar karrí ef þörf er á. Látið kólna í smá stund og áður en byggrétturinn er borinn fram er fetaosti blandað saman við. Þessi byggréttur passar vel með kjöti, kjúklingi og fiski og hægt að elda hann með góðum fyrirvara. Rabarbara-chutney 1 kg. rabarbari 5 – 7 dl. sykur 1 poki þurrkaðar apríkósur Um 2 sm. biti af ferskum engifer 1½ rauðlaukur Karrí 2 rauðir ferskir chili, fræhreinsaðir 1½ msk. edik 1½ dl. vatn Rabarbarinn er settur í pott og hitaður í 10 mínútur. Þá er sykri bætt út í og fer magnið eftir smekk hvers og eins. Apríkósur eru svo saxaðar smátt í matvinnsluvél og settar út í pottinn, ásamt söxuðum rauðlauk, engifer og chili. Karrí eftir smekk sett í pottinn en varist að nota of mikið til að byrja með, gott að byrja með ½ - 1 msk. og bæta síðan við. Að lokum er edik og vatn sett út í pottinn. Soðið áfram í 30 – 40 mínútur. Geymist vel í krukkum í ísskápnum. Passar vel með kjöti, kjúklingi, fiski og ostum. Við skorum á matgæðingana Hólmgrím Elís Bragason og Guðlaugu Árnadóttur að koma með upskrift í næsta blað. Þóroddur Helgason og Hildur Magnúsdóttir Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Vo- yager neitaði að leggjast að bryggju eða hleypa farþegum í land á Seyðis- firði á laugardaginn var. Skipið átti að leggja að bryggju um morguninn og vera þar í tæpan sólarhring. Skip- stjóranum leist hins vegar ekkert á veðrið og óttaðist að komast ekki aftur frá landi þannig að hann sigldi aftur út á fjörðinn og varpaði akkeri þar. Nokkur vindur var á Seyðisfirði á laugardaginn en að sögn heima- manna ekki verra veður en oft gengur og gerist. Hafnsögumaður var sendur út í skipið til aðstoðar en skipstjórinn afþakkaði hjálpina. Heimamenn á Seyðisfirði gagnrýndu ákvörðun skip- stjórans harðlega enda Norræna, sem er ívið stærra skip, vön að leggjast að bryggjunni í töluvert verri veðrum. Í skipinu voru um 450 farþegar og átti hluti þeirra pantaðar skoðunar- ferðir um Austurland. Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel sem skipulagði mót- töku skipsins eystra, vonast til að ferðaþjónustuaðilar beri ekki skaða af en meðal annars voru undirbún- ar máltíðir fyrir hundruð farþega sem von var á í land. „Við munum fara yfir þann kostnað sem hlaust af þessu og fáum það að öllum lík- indum greitt frá ferðaskrifstofunni sem sá um skipið. Þau krefja skipið svo um þau útgjöld. Ég á ekki von á hagnaði, en heldur ekki tapi. Ég veit ekki hvernig er með veitingar sem búið var að undirbúa. Vonandi kemur enginn út í tapi.“ Austurglugginn hefur sent útgerð skipsins ósk um skýringar á ákvörðun skipstjórans en svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prent. SL/GG Skipstjórinn neitaði að leggjast að bryggju Í vikunni hefur hópur tónverkafólks úr ýmsum áttum verið í fræðslu og akkorðsvinnu í Tónafjósi í Eiðaþinghá. Tónafjósið er tónverkstæði sem er staðsett í húsakynnum Barnaskólans á Eiðum. Verk og smíðar hópsins verða sýnd almenningi um helgina. Byrjað var á klukkustundarlangri tón- verkssýningu í skólanum í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Lagaleysi“ en næsta sýning verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Þar verður alls herjar tónverkssýning og tónleikar og skrall fram eftir kvöldi. Skrallið heldur svo áfram í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 15:00 á morgun. Eftirtaldir aðilar gengu að verk- samningi við Tónafjósið á Eiðum árið 2014: Sunna C. Ross, Páll Ivan frá Eiðum, Per Åhlund, Lilja María Ásmunds- dóttir, Guðmundur Steinn Gunn- arsson, Halldór Úlfarsson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann Valur Klausen, Ásthildur Ákadóttir, Kir- stine Lindemann, Charles Ross og Bára Sigurjónsdóttir. Afurðir úr Tónafjósinu á Eiðum Voyager á Seyðisf irði á laugardag. Mynd: Einar Bragi Bragason.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.