Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Page 12

Austurglugginn - 22.08.2014, Page 12
12 Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Í sumar fagnaði fjölskylda mín manndómsvígslu fjórtán ára dótt- ur minnar. Við erum nokkur sem stöndum að þessari stúlku, auk mín eru það fyrrverandi maðurinn minn, faðir hennar, og fyrrverandi konan mín, stjúpmóðir hennar. Þau búa ekki hér en komu og voru í ein- hverja daga að hjálpa til við undir- búninginn og samgleðjast barninu. Þetta gekk allt eins og í sögu - og ég reyndi að halda eðlislægu ráðríki mínu í skefjum. Nú, þetta er svo sem ekki umtalsvert. Nema það, að eins og alltaf, þegar mín fyrrverandi mæta á svæðið, heyri ég utan að mér af einhverju fólki sem er dauðhneykslað á því að a) þau skuli koma hér, b) þau skuli GISTA hjá mér og c) okkur skuli koma svona ljómandi vel saman. Það sé bara nánast óeðlilegt. Þið haldið kannski að ég sé að búa þetta til. Það er því miður ekki þannig. Það er fólk þarna úti sem liði miklu betur ef ég ætti í harð- vítugum forræðisdeilum við fyrr- verandi maka, talaði aldrei við þau nema með lögfræðingum og aldrei um þau nema illa. Það er víst svo „eðlilegt“. Á þeim árum sem liðin eru síðan dóttir mín fæddist höfum við skipst á að hafa hana, eftir tíma og að- stæðum. Lukkan hefur verið mér hagstæð og hún mikið verið hjá mér. Á stórhátíðum eins og jólum höfum við reynt að vera öll saman og það líkar mér vel. Bæði er það skemmtilegt - ég giftist nú ekki þessu fólki af því að mér fyndist það svo dauðleiðinlegt og óspennandi - og svo er það líka gott fyrir barnið. Og hvað skiptir meira máli en það? Auðvitað erum við ekki alltaf sam- mála, og svo verða árekstrar varð- andi tíma, frí, gjafir, hitt og þetta. En við fullorðna fólkið leysum það. Án þess að vera með drama, og svo sannarlega án þess að blanda henni í það á nokkurn hátt, að öðru leyti en því að með hækkandi aldri fær hún að hafa meira um það að segja hvar hún er og með hverjum og hvenær. Dóttir mín átti aldrei að verða skilnaðarbarn. Ég grét og kúgað- ist í margar vikur vorið sem fjöl- skylda mín „leystist upp“ í fyrsta skipti. Síðan þá er ég margbúin að sjá hversu réttar þær ákvarð- anir voru. En ég held vinskap við hina foreldra hennar, enda hef ég engan rétt á öðru. Hún á rétt á að fá að elska þau og bera virðingu fyrir þeim, og ef ég ræni hana því er ég að brjóta gegn henni. Og það er bannað. Ekkert rugl! Ingunn Snædal Lokaorð vikunnar Jónsver er sjálfseignarstofnun en varð til út frá hugsjón hjónanna Jóns Þorgeirssonar og konu hans, Jónínu Björgvinsdóttur, en hjónakornin ráku um áratugaskeið verkstæði á heimili þeirra að Skógum í Vopnafirði þar sem þau framleiddu við góðan orðstír vindpoka, flögg, reiðtygi og fleiri leðurvörur. Þegar það kom að því að þau lögðu niður störf vegna aldurs fannst þeim hjónum illt til þess að vita að þessi starfsemi legðist af í sveitar- félaginu og fæddist þá hjá þeim hugmyndin að Jónsveri. Þau lögðu allan sinn rekstur til málefnisins og tók Jónsver formlega til starfa í nýinnréttuðu húsnæði að Hamrahlíð 15, hinn 13. febrúar 2005. Hjartsláttur þeirra hjóna var alltaf að hér væri á ferðinni framleiðslufyrirtæki sem væri verkþjálfunarstöð fyrir fatlaða og aldraða. „Við gerum við allt mögulegt hérna. Það er í raun allt milli him- ins og jarðar, nema við gerum ekki við karlmenn. Þeim er ekki við bjargandi!“, segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, starfsmaður í Jónsveri, en Austurglugginn kíkti við í Jónsveri á leið sinni um Vopnafjörð fyrir skemmstu. Gunnhildur er ein af tveimur fastráðnum starfsmönnum Jónsvers og hefur starfað þar í 5 ár. „Ég man þegar ég byrjaði að vinna hérna, þá fannst mér erfitt að skipta um rennilás á úlpu, en núna er ég t.d. að skipta um áklæði á hægindastól og það er ekkert mál. Maður tekst á við allskonar verkefni hérna“, segir Gunnhildur. „Fólk kemur með fatnað, skó, stóla, hnakka, reiðtigi og eiginlega allt. Svo búum við til ýmislegt fyrir fólk og ekki má gleyma að stór partur af framleiðslu okkar eru vindpokarnir fyrir flugfélögin og innleggin Við gerum við allt nema karlmenn Gunnhildur að gera við skó í Jónsveri. Það hafa margir heyrt um Jónsver á Vopnafirði, enda hefur góður rómur verið gerður að starfseminni þar mörg undanfarin ár. Jónsver er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu og er það eitt af mikilvægustu markmiðum starfseminnar að starfsmenn, samhliða framleiðslu- störfum, öðlist aukna leikni og krafta til að takast á við líf ið og tilveruna. og skópokarnir fyrir Össur. það munar öllu að hafa þessi verkefni “. Stofnaðilar Jónsvers, fyrir utan hjónin á Skógum, eru Sjálfsbjargarfélagið á Vopna- firði og Félag eldri borgara á Vopnafirði og Bakkafirði, sem hafa með góðum stuðning Vopnafjarðarhrepps, Framkvæmdasjóðs fatlaðra og Framkvæmdasjóðs aldraðra, staðið fyrir uppbyggingu vinnustofunnar. „Ég elska þessa vinnu, hún er svo fjölbreytt. Maður kynnist góðu fólki og stemmn- ingin er alltaf góð“, segir Gunnhildur að lokum. SL

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.