Austurglugginn - 29.08.2014, Page 3
Fréttir frá Fjarðaáli
Umsjón: Hilmar Sigurbjörnsson ritstjóri Álpappírsins,
fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.
Alcoa Foundation
veitir styrk
til uppgræðslu
Alcoa Foundation hefur veitt Landbótasjóði Norður-Héraðs styrk til
að halda áfram uppgræðslu. Landbótasjóðurinn var stofnaður fyrir
framlag frá Landsvirkjun árið 2003 í því skyni að græða upp land til
mótvægis við það gróðurlendi sem tapaðist undir Hálslón. Einnig á
sjóðurinn að standa að uppgræðslu á áreyrum Jökulsár á Dal en með
minnkun vatnsmagns eykst hætta á uppfoki á áreyrum.
Vel hefur gefist að bera áburð á mela til að örva þann gróður sem er
þar fyrir. Markmiðið er að gera melana að sjálfbæru gróðursvæði. Eftir
bankahrunið hækkaði áburður mikið í verði og því hefur sjóðurinn ekki
getað keypt eins mikinn áburð og áður til uppgræðslunnar. Með fram-
lagi Alcoa Foundation, sem nemur 75.000 USD eða um 8,8 milljónum
króna, verður hægt að auka áburðargjöfina og efla þannig verkefnið.
Styrkurinn var afhentur formlega 14. ágúst í ferð sem Landbótasjóður-
inn boðaði til svo hægt væri að skoða árangur af uppgræðslu síðustu ára.
Fyrst voru eyrar Jökulsár á Dal skoðaðar í Tungu og Hlíð og síðan var
ekið um Jökuldalsheiðina alveg inn að Kárahnjúkum. Þrír fulltrúar Alcoa
tóku þátt í ferðinni, þau Magnús Þór Ásmundsson, Dagmar Ýr Stefáns-
dóttir og Hilmar Sigurbjörnsson. Fjölmiðlar voru einnig með í ferðinni
og hafa henni þegar verið gerð góð skil fréttum RÚV og í Glettum á N4.
Hér sést árangur af uppgræðslu á eyrum Jökulsár á Dal.
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, afhendir Sigvalda H. Ragnarssyni
styrkinn til Landbótasjóðs Norður-Héraðs.
Hópurinn borðaði hádegisverð í Sænautaseli og naut lífsins í veðurblíðunni.
Víðirinn lagar sig að erf iðum aðstæðum og bindur
jarðveg uppi á Jökuldalsheiði.
Blóðbergið á Jökuldalsheiðinni nýtur
líka góðs af áburðargjöf. Blóðberg er
vinsæl kryddjurt og á að hafa mikinn
lækningamátt.
Hér hefur tekist að snúa vörn í sókn og loka rofabarði.
Áburðargjöf hægra megin við veginn hefur greinileg áhrif.