Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 29.08.2014, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 29. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Ritstjóraspjall Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sverrir Mar Albertsson • Fréttir: 477 1750 / frett@austurglugginn.is Auglýsingar: 696 6110 / auglysing@austurglugginn.is • Áskriftarsími: 477 1571 Efnisvinnsla og auglýsingasala: Austurfrétt ehf. • Gunnar Gunnarsson blaðamaður • Stefán Bogi Sveinsson auglýsingastjóri Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf., Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður • Umbrot og prentun: Héraðsprent. Margar þjóðir í einu landi Mér finnst stundum eins og ég hafi lent í einhverjum sýndarveruleika – að ég svífi milli vídda og veruleika. Í mínum daglegu störfum umgengst ég mikið fólk og flest er eins og ég sjálfur og myndi teljast venjulegt fólk. Yfirleitt er ég mjög stoltur af því að tilheyra þessari tegund fólks. Fólk almennt er gott. Fólk hefur ríka samkennd og er hjálpsamt. Fólk almennt hefur skýra sið- ferðisvitund og er ábyrgt. Fólk er heiðarlegt. Þetta er mín upplifun af „venjulegu fólki“. Svona upplifi ég fólk. Þangað til ég opna fréttasíðurnar á vefnum. Þar verður fyrir önnur þjóð – þjóð sem ekki virðist bera virðingu fyrir náunganum – þjóð sem virðir engin mörk velsæmi í orðavali og þjóð sem uppfull er af þrætugirni, fordómum og sleggju- dómum og leggur orð við alla um- ræðu og yfirleitt á veikum grunni. Eitt sinn blöskraði mér svo klám- kenndur formælingaflaumur manns í athugasemdadálki DV að ég sló á „Facebook“ tengilinn hans og upp kom vingjarnlegur afi, sem á „Facebook síðunni“ fjallaði um barnabörnin og birti myndir af þeim og honum sjálfum við leiki. Ég fór að velta því fyrir mér hvort manninum væri ljóst að barnabörnin sem hann sinnir sjálfsagt vel – geta líka lesið það sem hann skrifar – og hvort að dónaskapur hans, kven- fyrirlitning og fordómar eru það sem hann vill leggja til uppeldis og mótunar ungra barna. Og einnig – hvort hann muni út- skýra fyrir afastúlkunum sínum þegar þær stálpast – að ef þær hafa skoðanir sem honum þóknast ekki – finnist honum sjálfsagt að uppnefna þær eftir kynfærum og niðurlægja á almannafæri og skipa þeim aftur inn í eldhús. Svo er það þriðja þjóðin – þjóðin sem hefur að einkunnarorði „ég á´etta – ég má´etta“. Það virðist ekki skipta máli hvort fulltrúar þessarar þjóðar eru í stjórnmálum, viðskiptum, bankakerfi eða stjórn- sýslu – meðlimir hennar þekkjast á löngu færi á hroka og yfirgangi. Þetta er þjóðin sem ekkert hefur lært og öllu gleymt. Þessi þjóð talar um „meint efnahagshrun“ og sér enga ástæðu til að breyta neinu. Þessi þjóð lítur á sig sem rétt- borna til auðæfa og áhrifa. Það er enda ekki skrítið því innan þess- arar þjóðar eru flestir nátengdir og skyldir öðrum sömu þjóðar. Þetta er þjóðin sem stjórnar í hroka og yfirlæti -nema á fjögurra ára fresti verða flestir svo innilega auðmjúkir og miklir alþýðuvinir að það liggur við að maður tárist. Svo eru kosn- ingar og venjulega fólkið lætur enn og aftur teyma sig á asnaeyrunum og trúir fögrum fyrirheitum. Þá gengur auðmýktarstigið yfir hjá þjóðinni sem á þetta og má þetta. Þá dettur allt í gamla farið. Stundum er erfitt að vera stoltur af þjóðerni sínu. - Salb. Strandveiðum lokið í ár Strandveiðum á svæði C, frá Húsavík til Djúpa- vogs, er lokið að þessu sinni. Strandveiðikvótinn var 2.200 tonn á svæðinu en þar veiddust hins vegar 2.300 tonn í sumar. Uppistaða aflans var þorskur, rúm 2.040 tonn en næst mest veiddist af ufsa, tæp 200 tonn. Alls voru 147 bátar skráðir við veiðar á svæðinu að þessu sinni. Fisktegund Bakkafj. Vopnafj, Borgarfj. Seyðisfj. Mjóifj. Nes- kaupst. Eskifj. Fáskrúð fj. Stöðvar fj. Breið- dalsv. Djúpiv. Horna- fj. Samtals fiskteg. Þorskur 41 29 26 48 1 176 9 0 84 18 34 21 487 Ýsa 2 6 1 4 0 4 0 0 20 2 1 1 41 Ufsi 0 0 0 12 0 3 0 0 0 1 2 7 25 Karfi / Gullkarfi 0 0 0 24 0 5 0 0 1 1 0 0 31 Langa 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 3 Blálanga 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 Keila 0 0 0 0 0 1 0 0 3 0 2 1 7 Steinbítur 1 1 0 0 0 0 0 0 5 0 5 0 12 Grálúða 0 0 0 0 0 0 0 0 1 4 0 0 5 Skarkoli 0 10 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 11 Djúpkarfi 0 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 3 Samtals botnfiskur 44 46 27 92 1 189 9 0 114 26 45 33 626 Síld 0 736 0 0 0 659 0 15 0 0 0 928 2338 Kolmunni 0 16 0 0 0 75 0 0 0 0 0 63 154 Samtals uppsjávarfiskur 0 752 0 0 0 734 0 15 0 0 0 991 2492 Tindaskata 1 0 0 0 0 1 0 0 0 1 0 0 3 Hlýri 1 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 0 3 Makríll 0 1623 0 0 0 3574 832 349 0 0 1 491 6870 Túnfiskur 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 Grásleppa 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 2 Samtals aðrar tegundir 2 1624 0 0 0 3577 832 349 1 1 1 492 6879 Samtals alls 46 2422 27 92 1 4500 841 364 115 27 46 1516 9997 Sjávarsíðan Landaður afli eftir tegundum í austfirskum höfnum 17. - 23. ágúst 2014. Afli í tonnum upp úr sjó (óslægt). Tölur frá Fiskistofu.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.