Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Síða 6

Austurglugginn - 29.08.2014, Síða 6
6 Föstudagur 29. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Lagarfljótsormsins er fyrst getið í ann- álum árið 1345. Sagan hljóðar svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Það bar til einu sinni í fornöld, að kona nokkur bjó á bæ einum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún átti dóttur eina vaxna. Henni gaf hún gullhring. Þá segir stúlkan: „Hvernig get ég haft mest gagn af gullinu því arna, móðir mín?“ „Leggðu það undir lyngorm,“ segir konan. Stúlkan tekur þá lyngorm og lætur gullið undir hann og leggur ofan í trafeskjur sínar. Liggur ormurinn þar nokkra daga. En þegar stúlkan fer að vitja um eskjurnar, er ormurinn svo stór orðinn, að eskjurnar eru farnar að gliðna í sundur. Verður stúlkan þá hrædd, þrífur eskjurnar og kastar þeim með öllu saman í fljótið. Líða svo langir tímar, og fara menn nú að verða varir við orminn í fljótinu. Fór hann þá granda mönnum og skepnum, sem yfir fljótið fóru. Stundum teygðist hann upp á fljóts- bakkana og gaus eitri ógurlega. Þótti þetta horfa til hinna mestu vandræða, en enginn vissi ráð til að bæta úr þeim. Voru þá fengnir til Finnar tveir. Áttu þeir að drepa orminn og ná gullinu. Þeir steyptu sér í fljótið, en komu bráðum upp aftur. Sögðu Finnarnir, að hér væri við mikið ofurefli að eiga og væri ekki hægt að bana orminum eða ná gullinu. Sögðu þeir, að annar ormur væri undir gullinu og væri sá miklu verri en hinn. Bundu þeir þá orminn með tveimur böndum. Lögðu þeir annað fyrir aftan bægslin, en annað aftur við sporðinn. Ormurinn getur því engum grandað, hvorki mönnum né skepnum, en við ber, að hann setur upp kryppu úr bakinu, og þykir það jafnan vita á stórtíðindi, þegar það sést, til dæmis harðæri eða grasbrest. Ormurinn í Lagarfljóti Sannleiksnefnd, sem bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs skipaði fyrir tveimur árum til að meta hvort myndir af Lagarfljóts- orminum sýndu hann í raun, komst að þeirri niðurstöðu að myndband Hjartar E. Kjerúlf gerði það. Austurglugginn fylgdi nefndinni eftir. Fyrir nefndinni lá annars vegar að meta myndband Hjartar, sem horft hefur verið á átta milljón sinnum á netinu, og hins vegar ljósmynd frá Sigurði Aðalsteinssyni sem tekin var um svipað leiti og myndbandið. Nefndin var skipuð því fimmtán árum fyrr hét þáverandi bæjarstjórn Egilsstaða, sem eftir sameiningar er orðið að Fljótsdalshéraði, hálfri milljón króna í verðlaunafé til handa þeim sem tæki sannarlega mynd af Lagarfljótsorminum. Nefndarmennirnir þrettán hittust loks síðasta laugardag og fóru í ferð upp í Hrafnkelsstaði í Fljótsdal, þar sem Hjörtur býr, með stoppi neðan við Hafursá þar sem farið var niður að fljótinu. Þar rifjuðu nefndarmenn upp gamlar sagnir af orminum, til dæmis um beinafund við fljótið af furðuveru sem getið er í gamalli breskri ferðahandbók. Landlæknir á þeim tíma skoðaði beinin og kvaðst hafa verið efins um tilvist ormsins en endurskoðað afstöðu sína eftir að hafa séð beinin. Sæðisfruma? Þá veltu nefndarmenn fyrir sér mis- munandi sögnum um orminn. Hvort þeir væru margir og hvort sá fyrsti hefði getið af sér afkvæmi en í þjóð- sögunni segir að þeir séu tveir. Í hlaðinu á Hrafnkelsstöðum bauð Hjörtur einmitt upp á þá skýringu að hann hefði mögulega myndað sæðis- frumu úr orminum en hreyfingin á myndbandinu þótt minna á slíka frumu. Þar sagði Hjörtur frá því að morgni 2. febrúar 2012 hefði hann verið að hella sér upp á morgunkaffi og verið litið út á Jökulsá í Fljóts- dal þegar hann sá hreyfingu í henni gegn straumnum. Hann teygði sig í myndavélina og framhald sögunnar þekkja flestir þar sem myndbandið kom síðar í fréttum RÚV, á netinu og erlend kvikmyndatökulið auk sér- fræðinga og áhugamanna um skrímsli hafa heimsótt Hjört. Þá voru einnig rifjaðar upp sagnir af orminum í Fljótsdal, hann hefði sést fyrir neðan bæinn Mela, rétt utan Hrafnkelsstaða og að Þórbergur Þórðarson, rithöfundur og skrímsla- sérfræðingur bresku krúnunnar á Íslandi, hefði komist að þeirri niður- stöðu að „Fljótsdælingar tryðu ekki því sem þeir sæju.“ Margir kannast við að hafa séð orminn Eftir heimsóknina til Hjartar var farið í félagsheimili Vallamanna á Iðavöllum þar sem formlegur fundur nefndarinnar var haldinn. Áfram veltu menn upp spurningum um orminn, til dæmis hvaða áhrif Kárahnjúka- virkjun hefði haft á hann en vitað er að lífríki fljótsins hefur orðið fá- breyttara í kjölfar hennar. Stefán Bogi Sveinsson, formaður nefndarinnar, lét þess meðal annars getið að fleiri hefðu haft samband og sagst hafa myndefni undir höndum en ekki sent það formlega inn. Hann bætti því við að nánast á hverjum áratug kæmi fram sterk saga frá einhverjum sem séð hefði orminn frá fólki sem „hvarflar ekki að mér að rengja.“ Nefndarmenn voru sammála um að þeir hefðu engar forsendur til að af- sanna tilvist ormsins og því var gengið út frá því að hann væri til enda höfðu sumir nefndarmanna eigin sögur að segja af sýnum sínum af ormin- um. Nefndin samþykkti áskorun til bæjarstjórnar um að styðja við frekari rannsóknir og söfnun heimilda um orminn. Í tengslum við ályktunina var helst deilt um notkun orðsins „furðuskepna.“ „Það er ekki okkar að meta hvort hún sé furðu,“ sagði Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar. Að lokum voru atkvæði greidd leyni- lega. Ellefu töldu að mynd Sigurðar sýndi ekki orminn, einn skilaði auðu og annar að hún sýndi orminn. Þegar röðin kom að myndbandi Hjartar töldu hins vegar fjórir að það sýndi ekki orminn, tveir skiluðu auðu en sjö að það sýndi hann sannarlega. GG Á ferð með sannleiksnefndinni Hjörtur myndaði Lagarfljótsorminn Mynd Sigurðar Aðalsteinssonar af Lagarfljótsorminum tekin 2. júlí 2012 frá Arnheiðarstöðum taldist ekki trúverðug að mati nefndarinnar. Hjörtur segir frá því þegar hann myndaði orminn. Mynd: GG Magnús Skarphéðinsson segir frá verum sem efnast og afefnast neðan við Hafursá. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.