Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Síða 8

Austurglugginn - 29.08.2014, Síða 8
8 Föstudagur 29. ágúst AUSTUR · GLUGGINN www.alcoa.isHraun 1 • 730 Reyðarfjörður • Sími 470 7700 Samfélagsstyrkir Alcoa Fjarðaáls – haustúthlutun Frestur til að sækja um samfélagsstyrki hjá Alcoa Fjarðaáli rennur út 10. september næstkomandi. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.alcoa.is. Það er stefna fyrirtækisins að styrkja fyrst og fremst verkefni á Austurlandi. Sérstök úthlutunarnefnd fjallar um umsóknirnar og er stefnt að úthlutun í október. Héraðshátíðinni Ormsteiti lauk á sunnudag með Fljótsdalsdegi. Miðpunktur dagsins var á Skriðu- klaustri þar sem haldnir voru hinir árlegu Þristarleikar og hljómsveitin Valdimar spilaði úti undir berum himni við Gunnarshús. „Ég veit þið áttuð öll miða á Justin Timberlake en skiluðuð þeim þegar þið fréttuð af okkur á leiðinni,“ sagði Valdimar sjálfur við áhorfendur. Síðar um daginn var vígður endur- byggður kláfur yfir Jökulsá, milli Glúmsstaðasels og Kleifar innst í Norðurdal í Fljótsdal. Gerð kláfs- ins er samstarfsverkefni Laugarfell Highland Hostel og Óbyggðaseturs Íslands sem verið er að standsetja á Egilsstöðum í Fljótsdal. Búið er að stika gönguleið frá Kleif inn að Laugarfelli og sögðu forsvarsmenn ferðaþjónustuaðilanna frá því að hún hefði hlotið góðar viðtökur en gengið er meðfram fossunum í Jökulsánni í gegnum Kleifarskóg. Til stendur að lengja hana enn frekar í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð þannig stikað verði alla leið inn í Snæfell. Nýi kláfurinn tekur við öðrum sem gerður var árið 1951 en slíkt tæki hefur öldum saman tengt saman innstu bæina tvo þótt heimildir um þá séu takmarkaðar. Ásgeir Jónas- son bar hitann og þungann af smíði kláfsins með aðstoð Sigurðar Kjer- úlf og helstu nágranna. GG Kláfur vígður á Fljótsdalsdegi Gestir á Klaustri létu ekki smá skúrir á sig fá. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljóts- dælinga, opnaði kláfinn formlega með því að skera á blátt baggaband. Um 100 gestir mættu í Glúmsstaðasel við vígslu kláfsins og notuðu sumir tækifærið til að fara eina ferð með honum. Gríðarleg átök hjá Einari Sveini Friðrikssyni, sigurvegara í steinatökum á Þristarleikum.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.