Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Page 12

Austurglugginn - 29.08.2014, Page 12
Árný og Gísli í móttökunni á Hótel Tanga. Mynd: GG Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Er nýkominn úr borginni þar sem fjölskyldan tók þátt í bæjarhá- tíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Reyndar var nú eitt aðalmark- mið ferðarinnar að hlaupa. Já ég veit, það er kannski dálítið galið að keyra þvert yfir landið til þess eins að hlaupa einhvern hring við sundin blá. En miðað við allan þann fjölda sem tekur orðið þátt í þessu árlega hlaupi og öðrum skipulögð- um hlaupum hringinn í kringum landið, þá er maður sennilega ekki einn um það að vera pínu galinn. Það er víst þannig að ótrúlegasta fólk er farið að stunda þessa íþrótt reglulega, og er það vel. Enda er hreyfing okkur öllum nauðsynleg og langhlaup dæmi um einfalda aðferð til þess að hreyfa sig, og hentar mörgum hverjum. Maður þekkir það vel, að það er mjög auðvelt er að detta í það fyrir- komulag að sitja á sínum rassi svo til allan daginn árið um kring. Já, og verða svo jafnvel voða hissa í næstu smalamennsku að þolið virðist eitt- hvað fara minnkandi með árunum. Það var því sem sagt tekin með- vituð ákvörðun fyrir um 2-3 árum síðan að gera eitthvað í málinu. Undir niðri taldi maður sig vita að þetta ætti nú ekki að vera flókið. Bara reima á sig skó og leggja af stað. Maður gat nú yfirleitt hlaupið „endalaust“ hér áður fyrr, eða hvað. En það átti eftir að koma á daginn, að það er merkilegt hvað púkinn á hinni öxlinni nær oft að sannfæra mann. Þetta er nú ekki alveg rétti dagurinn Páll, - morgundagurinn er miklu betri, já eða bara næsta vika! En sem betur fer hefur bölv- aður púkinn sá ekki alveg haft yfir- höndina og því annar hálfhringurinn að baki í Reykjavík, - og sá þriðji framundan að ári og svo vonandi fleiri til á næstu árum. Það að koma sér af stað og hreyfa sig aðeins er ekki stórt afrek, heldur má kannski segja það sé það minnsta sem maður getur gert fyrir sjálfan sig og þá sem manni nærri standa. Góð heilsa er nefnilega ekki alveg sjálfgefin. En talandi um afrek, og þá afrek sem tengist einmitt hlaupi. Á dög- unum lauk góður Austfirðingur, Stöðfirðingurinn og Héraðsbúinn Dandý þríþrautinni Ironman í Sví- þjóð. Að ljúka þessari erfiðu þrí- þraut, og það stuttu eftir veikindi gerir engin nema kjarnorkukona. Sannarlega flott fyrirmynd fyrir okkur öll. Sannkölluð járnkona. Verum fyrirmynd. Hreyfum okkur. Á hlaupum Páll Baldursson Lokaorð vikunnar Hjónin Gísli Arnar Gíslason og Árný Birna Vatnsdal tóku í byrjun sumars við rekstri Hótel Tanga á Vopnafirði. Þau hafa undanfarin tvö ár rekið sjoppuna á staðnum, Ollasjoppu, og segja það fara vel saman. „Við sóttumst eftir að hnýta þetta við og sjáum ekki eftir því. Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt,“ segir Gísli. Hótelið var auglýst til sölu í vetur og gerðu Gísli og Árný til- boð í það. Því var ekki tekið fremur en öðrum og var því farin sú leið að leigja þeim hótelið með möguleika á kaupum eftir 18 mánuði. Þau hafa síðan tekið bygginguna í gegn, málað að innan sem utan, lappað upp á her- bergin og bætt við tækjum í eldhúsið. Sautján herbergi eru á hótelinu og hægt að taka á móti 33 gestum. Það var upphaflega byggt sem verbúð um miðjan sjöunda áratuginn. Þau segja sumarið hafa gengið vel þrátt fyrir að seint hafi verið farið af stað með markaðssetningu hótelsins. „Það var sáralítið bókað í júlí þegar ég opnaði bókunarkerfið en það leið ekki langur tími þar til allt var orðið fullt,“ segir Árný. Eitt af þeirra fyrstu verkum var að skrá hótelið á bókunarvefinn Booking.com og í gegnum hann berast margar pantanir. Þau binda vonir við að hann skili enn meiru fyrir næsta sumar enda bóki margir ferðalangar sig strax á haustin. Ferðamenn vilja fara Hellisheiðina Þau segja júlímánuð hafa verið „ævintýralegan“ í ferðamennskunni á Vopnafirði enda veðrið frábært. „Við fréttum af fólki sem var hér í 7-8 daga án þess að hafa neina tengingu við staðinn og naut góða veðursins.“ Stóra málið er samt að fá ferðamenn til að staldra lengur við á Vopnafirði. „Ferðamennirnir sjá allt aðra fleti en við. Einn sem kom hingað langaði mest að fara niður á bryggju og veiða. Það er hægt að veiða ýsu alveg uppi við bryggjuna.“ Mótorhjólahópar hafa verið áber- andi gestir hjá þeim í sumar og þeir njóta þess sérstaklega að keyra yfir Hellisheiði. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því fyrr en við byrjuðum með sjoppuna að ferðamenn vilja fara Hellisheiðina. Ef maður keyrir hana í góðu veðri eru ferðamennirnir búnir að leggja úti í kanti hvar sem það er hægt til að njóta útsýnisins. Við fengum til okkar 72 ára gamla ástralska konu sem var í mótorhjóla- ferð og fór Hellisheiðina þegar nýbúið var að ryðja hana og snjór á báðar hendur. Hluta ferðarinnar var hún farþegi og þegar hún kom hingað lá henni mest á að komast á Facebook til að setja inn myndirnar. Þetta var toppurinn á ferðinni hjá henni. Annar hópur kemur á hverju ári en leiðsögumaðurinn var brjálaður þegar hann kom hingað. Við vissum ekki hvers vegna en komumst að því að það var af því Hellisheiðin var ófær en hún átti að vera toppurinn á hringnum.“ Gott að geta opnað sjoppuna Það er sammerkt með hótelrekstr- inum og sjoppunni að vertíðin er á sumrin og þá er stundum lítið sofið. „Sumarmánuðirnir fleyta okkur yfir veturinn,“ útskýrir Gísli. Þau segja reksturinn fara vel saman og eru þakk- lát góðu starfsfólki og börnum sínum tveimur sem aðstoða við reksturinn. „Við höfum verið með sama starfs- fólk í sjoppunni frá byrjun,“ segja þau og minnast á mismunandi viðhorf sem unglingar og fullorðnir mæta í afgreiðslustörfum. „Við erum stundum á bakvið og heyrum það sem sagt er við krakkana en svo breytist hljóðið þegar við komum fram.“ Það kemur sér líka stundum vel að geta bjargað ferðamönnum. „Ef fólk kemur seint og fer snemma þá getum við opnað sjoppuna. Við getum reddað fólki og það er afar þakklátt fyrir það.“ Og ferðamönnunum finnst stundum sérstakt að sjá Gísla og Árnýju á mörgum stöðum. „Fólkið er stundum hissa á að sjá okkur í sjoppunni um hádegið þegar það hefur kvatt okkur eftir morgunmatinn úti á hóteli.“ GG Vopnafjörður Gestirnir verða stundum hissa á að hitta okkur í sjoppunni eftir að hafa kvatt okkur á hótelinu

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.