Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Qupperneq 2

Austurglugginn - 10.04.2008, Qupperneq 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 10. apríl Fimmtudaginn 3. apríl sl. var árs- reikningur Fjarðabyggðar 2007 tek- inn til fyrri umræðu bæjarstjórnar en eins og sveitarstjórnarlög kveða á um skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Seinni umræða um ársreikning Fjarðabyggðar 2007 fer fram 17. apríl nk. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð sem nam 773,4 millj. kr í samsstæðuárs- reikningi, A og B hluta. Þar af var rekstarniðurstaða A hluta jákvæð um 589,6 millj.kr. Að teknu tilliti til fjár- magnsgjalda var rekstur samstæðu jákvæður sem nam 500,9 millj.kr. og A hluta 507,8 millj. kr. Tekjur rúmir 4 milljarðar Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2007 námu 4.042,8 millj. kr. í samstæðu, en þar af námu rekstr- artekjur A hluta 3.283,3 millj. kr. Hækkuðu tekjur samstæðu í heild um 6,6% frá fyrra ári. Mest hækkuðu útsvarstekjur eða um 16,6% og aðrar tekjur um 13,3%. Ljóst er að bygging álvers í Fjarðabyggð og umsvif vegna framkvæmda í sveitarfélaginu höfðu mikil áhrif á tekjumyndun og þá sér í lagi áhrif frá starfsmannaþorp Bechtel á Haga. Þá lækkuðu fram- lög Jöfnunarsjóðs um tæp 50% frá fyrra ári, en með hækkandi tekjum sveitarsjóðs lækka framlög jöfnunar- sjóðsins umtalsvert. Rekstrargjöld án afskrifta í sam- stæðu námu 2.997,7 millj. kr. og þar af rekstrargjöld A hluta 2.565,8 millj. kr. Heildar rekstrargjöld í samstæðu hækkuðu um 14,5%. Laun og launa- tengd gjöld hækkuðu um 17,2% og annar rekstarkostnaður um 14,2%. Líkt og á árinu 2006 er kostnaður hækkandi vegna stækkandi rekstr- areininga og aukinna umsvifa hjá sveitarfélaginu. Þá hækkaði lífeyr- isskuldbinding um 114,5 millj. kr. milli ára. Veltufé frá rekstri samstæðu nam 949,5 millj. kr. og handbært fé frá rekstri nam 1.130,0 millj. kr. Á árinu 2006 var handbært fé frá rekstri jákvætt um 972,0 millj. kr. og aukningin því á milli ára 16%. Veltufjárhlutfall í lok árs 2007 var 1,77 í A hluta og 1,06 í samstæðu. Langtímaskuldir 4,8 milljarðar Niðurstaða fjármagnsliða á árinu 2007 var 270,0 millj. kr samanborið við 631,2 millj. kr. á árinu 2006. Skýrist munurinn fyrst og fremst af háum vaxtatekjum vegna sterkrar sjóðsstöðu, markvissar skuldastýr- ingar og sterku gengi íslensku krón- unnar. Vaxta- og verðbótatekjur ársins 2007 námu 82,7 millj. kr. og gengishagnaður ársins vegna erlends lánasafns var 118,4 millj. kr. Þá námu vaxta- og verðbótagjöld 455,8 millj. kr. Fjárfestingar samstæðu nettó í var- anlegum rekstrarfjármunum námu 770,8 millj. kr. Eignir sveitarfélags- ins eru í lok árs 2007 8.596,5 millj. kr. þar af 7.540,1 millj. kr. í fasta- fjármunum. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru 4.827,3 millj. kr. og skammtímaskuldir 6,3 millj. kr. Eigið fé samstæðu í árslok nam 1.757,4 millj. kr. þar af 1.681,3, millj. kr. í A hluta. Handbært fé í árslok 2007 nam 305,3 millj. kr. Um síðastliðna helgi gengu nokkrir vaskir starfsmenn Símans og Sensa upp á Hvannadalshnjúk með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem búið er að setja upp á Háöxl rétt undir Vatnajökli og Háfelli sem er rétt austan Víkur í Mýrdal. Gangan gekk vel í blíð- skaparveðri og á ýmsum stöðum á leiðinni var staldrað við og hringt í fjölskyldumeðlimi sem fylgdust með göngunni sem var í beinni útsend- ingu á internetinu í gegnum 3G net- kort í fartölvu. Fjarðabyggð 773 milljónir í afgang Vélsleðamenn varaðir við snjóflóðum Lögreglan á Eskifirði hefur varað vélsleðamenn við snjóflóðahættu. Í fjöllum á Austurlandi hefur skapast talsverð snjóflóðahætta undanfarið. Snjóflóð féll ofan við Kollaleiru síð- astliðna helgi, en þá þótti snjósleða- maður sleppa vel. Vitað er til þess að snjóflóð hafa verið að falla utan byggðar á Austurlandi síðastliðna viku. Til að mynda féll svokallað flekaflóð skammt frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga á mánudag. Bein útsending frá Hvannadalshnjúk Síminn prófar nýja langdræga 3G kerfið Með símann í annarri hendinni og göngustaf í hinni. Reyðarfjörður (Elvar Ingólfsson)

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.