Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Page 4

Austurglugginn - 10.04.2008, Page 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 10. apríl Á föstudag hitti blaðamaður Austur- gluggans Vilhjálm á heimili fjölskyld- unnar að Bláskógum á Egilsstöðum. Vilhjálmur var heima þennan dag með dóttur sína. “Það er ófært í dag til Seyðisfjarðar. Konan mín verður að vera í vinnu í dag. Þess vegna er ég heima í dag með dóttur minni, og get ekki mætt til vinnu. Ef ég er alveg hreinskil- inn þá get ég ekki heldur sinnt barninu algjörlega, þar sem síminn hringir mikið þegar ég er fjarver- andi í vinnunni. Stundum er konan mín (Elísabet) líka bundin heima, þegar hún vildi heldur vera að vinna.” Segir Vilhjálmur sem segir stöðuna erfiða. Vilhjálmur segir þau hafa verið komin með loforð um leikskólapláss síðasta haust “Upphaflega vorum við komin með leikskólapláss í september á síðasta ári. Síðan ákváðum við að fresta því þangað til í desember að taka plássið. Þá var það með góðum orðum frá sveitarfélaginu um pláss þá. Hins vegar þegar stundin rann upp var komin upp sú staða að við gátum ekki fengið leikskólapláss í sveitarfé- laginu, og höfum ekki fengið enn. Þá var okkur reyndar tjáð að við gætum búist við plássi í janúar. Þegar við höfðum samband við sveitarfélagið síðar í mánuðinum fengum við önnur svör. Þá var okkur sagt að í september á þessu ári getum við fengið pláss fyrir dóttur okkar á leikskóla.” Segir Vilhjálmur sem finnst súrt í broti að fá ekki pláss fyrir dóttur sína á leikskóla. Nær óvinnandi vegur og mikill kostnaður “Konan kennir skíði í hálfu starfi á vegum bæjarins, og síðan var ætl- unin að hún ynni hálfan daginn við að klára lokaritgerð sína í háskól- anum. Ég veit ekki hvort það tekst, þetta er erfið staða að ráða við. Ég sjálfur vinn miklu meira en fullan vinnudag. Stundum fer ég til vinnu á Seyðisfirði. Þess vegna reynum við að leysa þetta mál þannig að ég keyri henni á leikskóla á Seyðisfjörð. Suma dagana er ég ekki að vinna þar, þannig að ég keyri hana á Seyðisfjörð og keyri aftur til baka í Hérað. Þá sæki ég hana fyrir fimm og er þannig að keyra tvær ferðir á Seyðisfjörð á dag. “ Vilhjálmur viðurkennir fúslega að heldur vildi hann vera annars staðar með barnið sitt en á fjallvegi í litlu skyggni. “Eins og staðan er búin að vera undanfarið er þetta nær óvinn- andi vegur. Fjarðarheiði lokast með stuttum fyrirvara, og í raun glórulaust að vera að fara með barnið yfir heið- ina. Því miður er þetta eina lausnin fyrir okkur. Fyrir utan allt þetta er bensíneyðslan sem fylgir akstrinum yfir heiðina þungur baggi. Sama má náttúrulega segja um vinnutapið.” Ekki nógu mörg börn á biðlista Vilhjálmur og Elísabet hafa spurst fyrir um af hverju þau fá ekki leik- skólapláss hjá sveitarfélaginu. “Við höfum fengið þær skýringar að það séu ekki nógu mörg börn á biðlista til þess að opna nýja deild sem er tilbúin á leikskólanum Skógarlandi. Helmingurinn af nýju deildinni er þegar opinn, en þau telja hins vegar ekki vera nógu mörg börn sem bíða eftir leikskólavist til að réttlæt- anlegt sé að opna hinn helminginn. Samkvæmt mínum upplýsingum tekur þessa óopnaða deild sextán börn, en á biðlista eru níu börn. Mér er sagt að það er útséð með að við fáum ekki leikskólapláss fyrr en í september. Fræðsluráð og bæjarráð eru bæði búin að funda um málið, og það virðist ekkert vera hægt að gera.” Þegar Vilhjálmur er spurður hvort hann sé ósáttur við þessa stöðu mála segir hann svo vera. “Það er skrítið að nýja deildin á Skógarlandi sé ekki opnuð, þó hún sé ekki fyllt hið snar- asta. Það hvorki vantar aðstöðuna né starfsfólkið og skýringarnar eru þær að þetta væri óhagkvæmt fyrir sveitarfélagið þar sem deildin væri ekki full frá byrjun. Ég hef heyrt af fólki sem er að flytja héðan í burt vegna þess að það fær ekki leikskóla- pláss. Ég hef áhyggjur af því að það verði fleiri. Fólk verður hreinlega að velja sér búsetu þar sem það fær pláss fyrir börnin sín á leikskóla eða hjá dagmömmu. Hér er heldur ekkert pláss að fá hjá dagmóður. Við erum ekki ein um að vera í þessari stöðu. Við höfum reyndar ekki hugsað um að flytjast brott.” Í útgáfum Fljótsdalshéraðs um stefnu og framtíðarsýn, er lítið að finna skrifað um leikskóla. Þó má í stefnu Austur-Héraðs árið 2001-2006, sem enn er birt á vef Fljótsdalshéraðs, finna eftirfarandi texta: “Leikskólar 20. Sveitarfélagið verði þekkt fyrir að leikskólar anni alltaf eftirspurn eftir leikskólaplássi og þeir séu í góðum tengslum við aðrar mennta- stofnanir s.s. tónlistarskóla, lista- og íþróttastarfsemi. Fræðslu- og menningarsvið og skólayfirvöld hafi forgöngu um þetta. 21. Kannaðar verði leiðir sem miði að því að boðið verði upp á vistun fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs foreldra. Fræðslu- og menningarsvið sveitarfélagsins hafi forgöngu um þetta.” Í stefnu Fljótsdalshéraðs sem gefin var út í maí 2006 er lítið talað um leikskóla, þó má finna eftirfarandi málsgrein um leikskóla í stefnu sveitarfélags- ins: “Í sveitarfélaginu eru starfræktir fimm leikskólar með ríflega tvö hundruð börnum.” Ekkert leikskólapláss á Egilsstöðum - keyra Fjarðarheiðina Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Kristjáns- dóttir eru ung hjón á Egilsstöðum. Þau eiga tæp- lega tveggja ára dóttur. Aðstaða þeirra er sér- stök að því leyti að þau fá ekki pláss fyrir dóttur sína á leikskóla í heimabæ sínum Egilsstöðum. Þess vegna keyra þau hana á leikskóla daglega í annað sveitarfélag, Seyðisfjörð. Vilhjálmur Vernharðsson var heima að gæta dóttur sinnar á föstudag.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.