Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 10.04.2008, Blaðsíða 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 10. apríl Þ að er erfið þynnka sem Austfirðingar þurfa að hrista af sér á næstu árum. Eftir nokkur ár framkvæmda og fjármagn- streymis, stöndum við frammi fyrir því að í fjórðungnum er íbúafjöldi nánast sá sami eftir að framkvæmdum lýkur og árið 1998. Íbúafjöldi hefur aðeins vaxið á Mið-Austurlandi, meðan umtalsverð fækkun íbúa hefur átt sér stað í til dæmis Neskaupstað, Stöðvarfirði, Breiðdalshreppi, Djúpavogshreppi, Borgarfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Langanesi og víðar. Þetta er dágóð upptalning og hana verður að taka alvarlega. Það allra versta sem hægt er að gera í þynnkunni er að fá sér afréttara. Afréttari á borð við netþjónabú hugnast til dæmis sveit- arstjórnarmönnum á Fljótsdalshéraði vel. Reynsla vel reyndra manna af drykkjuskap segir hins vegar að afréttari frestar aðeins kvölinni, sá dagur muni alltaf koma að horfast þurfi í augu við vandann og leita lausna til framtíðar. Hér með er ekki sagt að netþjónabú sé slæmur kostur. Hins vegar er hér sagt að netþjónabú sé ekki eitt af mikilvægari framþróunarmálum sveitarfélaganna eins og staðan er í dag. Menntun og samgöngur, er eldgömul tugga sem stjórnmálamenn og vel upplýstir þjóðfélagsþegnar halda á lofti oftast nær. Þetta er tugga sem virkar vel í lýðinn, enda alveg kórrétt. Það hins vegar sem hefði átti að gera fyrir um 20 árum síðan og allar götur síðan þá er að undirbúa heildstæða samgönguáætlun fyrir fjórðunginn í samvinnu við ráðherra byggðamála, samgönguráðherra, samgöngunefnd alþingis og sveitastjórnir á Austurlandi. Heildstæð samgönguáætlun til 30 ára fyrir fjórðunginn í heild gæti orðið til þess að skapa samstöðu og sátt milli íbúa og stjórnvalda um nauðsynlegar samgönguframkvæmdir. Á Mið-Austurlandi vinna sveitarfélög mjög gott starf þessi misserin í þá átt að geta boðið háskólamenntun í heimabyggð. Þar fer fram öflugt og markvisst starf sem miðar að því að hér verði hægt að sækja menntun eins og hún gerist best. Að þessum málum er unnið með ákveðna framtíðarsýn í huga. Þó að það gangi ekki alltaf eins hratt og flestir hefði viljað, þá þokast í þá áttina að íbúar Austurlands geti eignast þekkingu og menntun á ákveðnum sviðum í heimabyggð. Þannig þurfa samgöngumál líka að vinnast. Áform öll um samgöngur liggja hins vegar á hakanum. Stefna samgönguráðherra og Vegagerðarinnar er undanfarin ár mæld áfram í mánuðum, misserum og einu eða tveimur árum, aldrei skal litið til lengri tíma. Þannig er hægt að ala á ósamstöðu heimamanna sem bítast í hvert skipti um að fá framkvæmdir Vegagerðarinnar í sína þjóðvegi. Svo er svar ráðamanna og Vegagerðarinnar: “Það vantar samstöðu á Austurlandi.” Ef til vill þarf framkvæmdavaldið að koma fram með metnaðarfulla áætlun í samstarfi við heimamenn, þá fá þeir fram samstöðu – þar sem ekki er efast um einstakar framkvæmdir. Menntun og samgöngur eru það sem Austfirðingar eiga að heimta, öllu frekar. Leiðari Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Auglýsingastjóri: Erla Sigrún Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - erla@agl.is Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 896 5513 - frett@agl.is Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 854 9482 - kompan@vortex.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir - 695 8498 - aslaugl@gmail.com Fréttaritari í Reykjavík: Gunnar Gunnarsson - 848 1981 - zunderman@manutd.is Aðalsími: 477 1571 Fréttasímar 477 1750 - 477 1755 Fax 477 1756 - www.agl.is Sigurjón Bjarnason endurskoðandi á Egilsstöðum bloggar um skattamál á heimasíðu Skrifstofuþjónust Austurlands, www.skraehf.is klippan Blogg Tekjur 0 kr. - tekjuskattur 1,5 millj. kr. Eins og áður hefur komið fram í skattabloggi heimila skattalög álagningu tekjuskatts á úttektir eigenda úr einkahlutafélögum sínum, sem óheimilar eru samkvæmt lögum um einkahlutafélög. Beiting þessa ákvæðis hefur ekki verið algeng frá setningu þess, en nú virð- ast skattstjórar hafa tekið upp þann hátt að beita því að fullri hörku, enda ástæðulaust að hafa ákvæði í skattalögum, sem ekki eru í notkun. Nú síðast hefur einstaklingi borist bréf, þar sem fyrirhuguð er skattlagning slíkra úttekta. Væri það ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að hann seldi félagið á árinu 2007 og endurgreiddi þá skuld sína við það. Nú er honum gert að greiða 36% skatt af þessum “tekjum”, sem hann hefur aldrei fengið Eins og áður hefur komið fram í skattabloggi heimila skattalög álagningu tekjuskatts á úttektir eigenda úr einkahlutafélögum sínum, sem óheimilar eru samkvæmt lögum um einkahlutafélög. Beiting þessa ákvæðis hefur ekki verið algeng frá setningu þess, en nú virð- ast skattstjórar hafa tekið upp þann hátt að beita því að fullri hörku, enda ástæðulaust að hafa ákvæði í skattalögum, sem ekki eru í notkun. Nú síðast hefur einstaklingi borist bréf, þar sem fyrirhuguð er skattlagning slíkra úttekta. Væri það ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að hann seldi félagið á árinu 2007 og endurgreiddi þá skuld sína við það. Nú er honum gert að greiða 36% skatt af þessum “tekjum”, sem hann hefur aldrei fengið og mun aldrei fá. Vegna þessa tilviks er rétt að benda á eft- irfarandi: 1. Í reglu reikningsskilaráðs , grein 4.2 segir: Tekjur eru að jafnaði skráðar þegar viðskiptaaðili hefur til þeirra unnið ..... (Reglur reikningsskilaráðs má finna á heimasíðu Félags löggiltra endurskoðenda, www.fle.is ) 2. Í 90. grein skattalaga segir að rekstraraðilar skuli láta fylgja skattfram- tali undiritaðan ársreikning í samræmi við ákvæði laga um bókhald eða eftir atvikum laga um ársreikninga. Þessi gögn eru unnin í samræmi við áður tilvitnaða reglu reikningsskilaráðs og tel ég að enginn eðlismunur sé á rekstrartekjum í félagi og tekjum einstaklings. 3. Í 95. grein skattalaga segir að skatta skuli leggja á samkvæmt framtali hans (með fyrirvara um leiðréttingu reikningsskekkna o.s.frv.) 4. Í 3. mgr. 1. tl. og í 2. mgr. 4. tl. A-liðar 7. gr. tskl. segir berum orðum að “Til tekna sem laun teljast og lán til ....” og “Til skattskyldra gjafa teljast lán....” Svo virðist því sem skattyfirvöldum sé að óbreyttum lagaheimildum heim- ilt að leggja tekjuskatt á fengin lán, sem þverbrýtur reglur um bókhald og reikningsskil. Nú hefur viðkomandi einstaklingur enga möguleika á að innheimta til baka sína greiddu skuld við félagið, þar sem það er nú í annarra höndum og meira að segja búið að sameina það öðrum tveim félögum. Hann þarf því að greiða 1,5 milljón í tekjuskatt af tekjum sem eru kr. 0. Það er álit mitt að þessi leið löggjafans til að koma reglu á samskipti eig- enda við félög sín, sé með öllu ófær og væri rétt að umboðsmenn þolenda tækju sig saman um að koma í kring lagabreytingu, þannig að öllu réttlæti verði fullnægt. Mjög mikilvægt er að skattalög skilgreini tekjuhugtakið í samræmi við góða reikningsskilavenju. Mér er einnig mikil spurn hvort að ólögmætt atferli, sem lengi hefur verið stundað án sýnilegs eftirlits, sé unnt eða réttlætanlegt að stöðva, með svo fyrir- varalausum aðgerðum, sem skattyfirvöld hafa nú gripið til. Vísa ég meðal annars til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga því áliti mínu til stuðnings.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.