Austurglugginn - 10.04.2008, Side 7
Fimmtudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN 7
Á föstudag afhenti Ingunn Gunnlaugsdóttir, formaður Kvenfélagsins
Hlífar í Breiðdal heilsugæslustöðinni á Breiðdalsvík gjafabréf. Gjafabréfið
innihélt andvirði 188 þúsund krónur fyrir hljóðbylgjutæki af gerðinni
Soniactor 740. Hljóðbylgjutækið mun verða notað á heilsugæslustöðinni
við sjúkraþjálfun, og er mikil framför að fá slíkt tæki til notkunar. Til
Breiðdalsvíkur kemur sjúkraþjálfari einu sinni í viku og tekur á móti sjúk-
lingum. Það var Auðbergur Jónsson héraðslæknir Djúpavogslæknishéraðs
sem veitti tækinu móttöku fyrir hönd heilsgæslunnar.
Kári Ólason á Egilsstöðum
rekur verktakafyrir-
tækið Héraðsfjörð ehf.
Í vetur festi Kári ásamt
fleirum kaup á húsnæði
því sem hýsti Trésmiðju
Fljótsdalshéraðs. Um er
að ræða stóra lóð og stórt
húsnæði. Í húsnæðinu var
staðsett húseiningaverk-
smiðja auk skrifstofu-
álmu. Auk þess var til
staðar á lóðinni fokheld
skemma.
Undanfarna mánuði hefur Kári
og starfsmenn hans látið hendur
standa fram úr ermum. Skemman
sem áður var fokheld er nú orðið að
vistlegu, hlýju atvinnuhúsnæði sem
hýsir starfsemi Héraðsfjarðar ehf.
Austurglugginn tók hús á Kára og
starfsmönnum hans á dögunum.
Þar unnu þeir hörðum höndum við
samsetningu á einingum. “Já, það
má segja það að við séum byrjaðir
að framleiða húseiningar á nýjan
leik hér í trésmiðjunni. Það eru
engin stór áform uppi, en við getum
framleitt upp í pantanir sem berast.
Þessi verksmiðja er fyrir hendi og
öll aðstaða góð, það er sjálfsagt að
nýta þá kosti sem húsnæðið hefur
til góðra verka.” segir Kári.
Hann segir að nú sé unnið að því að
skipta húsnæðinu niður þannig að
úr því fáist góð og hagkvæm nýt-
ing. “Nú erum við að vinna að því
að skipta því húsnæði sem snýr að
götunni niður í fjóra litla hluta til
atvinnustarfsemi. Okkur hafa bor-
ist þónokkrar fyrirspurnir um hús-
næði og þarna ætlum við að leigja
út húsnæði til smárrar atvinnustarf-
semi.” segir Kári Ólason verktaki á
Egilsstöðum hress að vanda.
Góðir hlutir að gerast í gömlu Trésmiðjunni
Einingaframleiðsla hafin á ný
Kári og starfsmenn eru byrjaðir að framleiða húseiningar í gömlu Trésmiðjunni.
Kári sýnir okkur inn
í skemmuna sem búið
er að gera að góðu og
hlýlegu atvinnuhús-
næði undir verktaka-
starfsemi.
Frá afhendingu gjafar. Ingunn Gunnlaugsdóttir afhendir Auðbergi Jónssyni héraðslækni
hljóðbylgjutækið. Fyrir aftan f. v. Hanna Ingólfsdóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Martha
Aðalsteinsdóttir, Sigurbjörg Erlendsdóttir, Guðríður Gunnlaugsdóttir og Kristín Skúladóttir.
Breiðdalshreppur
Kvenfélagið Hlíf
gefur hljóðbylgjutæki
Dynskógum 4, Egilsstöðum
Hef hafið störf
í Hárhöllinni,
Guðrún Ísaksdóttir Verið velkomin,
starfsfólk Hárhallarinnar!