Austurglugginn - 10.04.2008, Page 9
Fimmtudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN 9
Staðan í Íslands-
mótinu í Snjókrossi:
Keppendur
og stig til
íslands-
meistara
Meistaraflokkur
24 Jónas Stefánsson 333
29 Steinþór G. Stefánsson 307
7 Reynir H. Stefánsson 305
154 Ásgeir Frímannsson 288
132 Sæþór Sigursteinsson 242
5 Alexander V. Kárason 58
54 Helgi Reynir Árnason 50
173 Fannar Magnússon 44
Sportflokkur
85 Baldvin Þór Gunnars. 330
162 Ármann Ö. Sigursteins. 289
112 Páll Snorrason 281
700 Gestur K. Jónsson 232
43 Jón Geir Friðbjörnsson 222
690 Kristófer Finnsson 193
270 Valdimar Þórðarson 192
18 Hjalti B. Bjarkason 160
281 Guðmundur Skúlason 119
379 Tryggvi F. Valdimarsson 96
188 Guðjón Ármannsson 61
77 Ævar Freyr 47
802 Pálmi G. Baldursson 38
13 Bjarki Þór Halldórsson 36
Unglingaflokkur
670 Bjarki Sigurðsson 369
430 Hafþór Ágústsson 332
44 Árni Ásbjarnarson 298
84 Andri Þór Eyþórsson 257
108 Sigþór Hannesson 115
26 Arnar Gunnarsson 92
222 Haukur Sigurgeirsson 31
Kvennaflokkur
12 Vilborg Daníelsdóttir 337
19 Berglind Ó. Guttormsd. 327
995 Hulda Þorgilsdóttir 239
342 María S. Ingadóttir 230
350 Vibeke S. Kristinsdóttir 211
117 Hafdís Svava 66
590 Halla Berglind 62
611 Guðný Ó. Gottliebsd. 45
35 ára og eldri
8 Hákon G. Hákonarson 282
55 Freyr Aðalgeirsson 269
47 Þór Kjartansson 262
454 Sigurður R. Sigþórsson 218
66 Birgir Guðbjartsson 112
195 Ágúst Þór Bjarnason 50
177 Jóhannes Sveinbjörns. 38
342 Stefán Gunnarsson 0
Keppt er í kvennaflokki, unglinga-
flokki, sportflokki, 35 ára og eldri og
meistaraflokki en þar eru hröðustu
ökumennirnir með mestu reynsl-
una.
Mótið er alþjóðlegt og fær sigurveg-
arinn í meistaraflokki þátttökumiða
sem gefur honum keppnisrétt á
X-games keppninni sem er haldin
Bandaríkjunum árlega og er stærsta
Jaðarsportsmót heimsins.
Undarfarin ár hafa útlendingar
komið víðsvegar að úr heiminum
og hirt þennan miða með flottum
akstri. Á síðasta ári kom enginn
annar en heimsmeistarinn sem er
frá Svíþjóð og árið áður komu tveir
Kanadamenn sem bitust um 1. sætið.
Á þessu ári verður engin breyting þar
á og munu eflaust koma margir af
flottum ökumönnum utanúr heimi.
Íslendingarnir munu berjast við þá
og án efa færa áhorfendum mikla
skemmtun.
Þrír austfirskir
snjósleðameistarar
Eins og áður var komið inná er
meistaraflokkurinn með hröðustu
ökumennina sem eru með mestu
keppnisreynsluna og eru þar þrír
ökumenn frá Austurlandi sem eru
í sérflokki, þeir Steinþór og Brói
Stefánssynir frá Brú. Þeir eru að
berjast um Íslandsmeistaratitilinn í
harðri baráttu við Jónas sem kemur
frá Mývatssveit. Það eru aðeins tvö
stig sem skilja bræðurna að þegar
eitt mót er eftir. Einnig hefur Sæþór
Sigursteinsson keyrt í meistaraflokki
en hann hefur ekki náð sér á strik
þrátt fyrir að hafa landað íslands-
meistaratitlinum í sportflokki í fyrra.
Hann á án efa eftir að láta mikið að
sér kveða á næstu árum enda ungur
og upprennandi í sportinu.
Austfirðingar í titil-
baráttu í sportflokki
Í sportflokki aka tveir Austfirðingar
og eru þeir báðir í titilbaráttu, það
eru þeir Páll Snorrason og Ármann
Sigursteinsson sem er bróðir Sæþórs
sem ekur í meistaraflokki. Báðir
þessir ökumenn hafa verið að gera
góða hluti í Íslandsmótinu og munu
án efa koma sterkir inn á næsta ári.
Þá munu þeir vafalaust aka í meist-
araflokki, gaman er frá því að segja að
aðeins 8 stig skilja þá að í baráttunni
um annað sætið til íslandsmeistara.
Úr þeirra baráttu verður skorið úr
um helgina.
Í kvennaflokki má með sanni segja
að það sé búin að vera mikil keppni
það sem af er vetri því átta keppn-
iskonur hafa spreytt sig þrátt fyrir að
þetta sé fyrsta árið sem kvennaflokk-
urinn er keyrður í þessari mynd. Þar
ekur Berglind Guttormsdóttir fyrir
hönd Austfirðinga og stendur hún
sig með stakri prýði þar sem hún
trónir á toppnum ásamt Vilborgu
Daníelsdóttur frá Akureyri, stelp-
urnar eru harðar og eru að veita hvorri
annarri mikla keppni. Forvitnilegt
verður að sjá hvað gerist á næsta ári
því heyrst hefur að fleiri stelpur séu
að undibúa sig fyrir keppni næsta
vetur. Flokkurinn þykir líklegri til að
verða meira spennandi næsta tíma-
bil því hraðinn hjá stelpunum er að
aukast og gefa þær strákunum brátt
ekkert eftir.
Á mótinu í Fjarðarheiði verður líka
keyrður nýr flokkur, hann kallast
“old farts” eða gömlu fartarnir, þarna
verða settir saman á ráslínu allir elstu
sleðarnir sem finnast á Austurlandi
og víðar og látnir keppast um að aka
einn hring sem hraðast eða með sem
mestum tilþrifum. Allir sem eiga
gamlan sleða og vilja vera með er
velkomið að mæta. Sleðarnir þurfa
að vera eldri en 1980 árgerð. Þó má
sleðinn vera nýrri ef hann er með
blaðfjöðrun að framan. Þessi flokkur
er ekki beint keppnisflokkur og er
meira til skemmtunar og sýningar.
Hillcross –
spyrnt upp brekku
Að snocrossi loknu verður ekið svo-
kallað hillcross. Þar eru ræstir tveir
sleðar í einu. Þeir spyrna í kapp upp
brekku og er útsláttarfyrirkomulag á
úrslitunum. Talsverð upplifun þykir
að sjá og heyra 150-200 hestafla
snjósleða þeytast upp brekkur með
tilheyrandi hávaða, stökkum og til-
þrifum. Spyrnt er þar til 3 sleðar eru
eftir og eru þeir þá settir saman í einn
riðil til að fá úrslit.
Kristdór Þór Gunnarsson hjá
Akstursíþróttklúbbnum START á
Egilsstöðum hvetur Austfirðinga ein-
dregið til að kíkja á keppnina á laug-
ardaginn kl 14:00. “Það er ekki hægt
að missa af þessari snocross veislu þar
sem keppnisgræjurnar verða látnar
finna fyrir því á síðasta móti vetr-
arins.” Hann segir aðgangseyrir vera
1000,- kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri
og er sýningin vel þess virði.
SnjóKross á Fjarðarheiði:
Brúar-Bræður munu berjast
Sjötta umferðin í WPSA snjókrossinu, og jafn-
framt sú síðasta á árinu verður haldin í Stafdal
á Fjarðarheiði neðan Skíðaskálans næstkom-
andi laugardag, þar mun verða skorið úr um
það hver hreppir íslandsmeistaratitilinn í þeim
fimm flokkum sem eknir eru.