Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Page 10

Austurglugginn - 10.04.2008, Page 10
10 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 10. apríl Á mánudag afhenti Steinar Gunnarsson, yfir- hundaþjálfari ríkislögreglustjóra, embætti lög- reglustjórans á Seyðisfirði fíkniefnarleitarhund- inn Codie. Steinar sem er búsettur í Neskaupstað hefur verið með Codie til grunnþálfunar undan- farna fimm mánuði. Hann hefur lokið þjálfunar- tíma sínum með hundinn. Nú eftir að hundurinn hefur hlotið grunnþjálfun fer hann til áframhald- andi þjálfunar með hundamanni. Hundamaður er umsjónarmaður hundsins, en við tekur fjögurra til fimm mánaða þjálfun hundamannsins með Codie. Steinar segir hundamanninn ganga í gegnum erfitt prógramm þar sem hann lærir um þjálfun hunds- ins og hvernig skuli nota hann til fíkniefnaleitar. Þessu fylgja meðal annars þung próf. Það var Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði sem veitti hundinum móttöku á lögreglustöðinni á Egilsstöðum. Af þessu tilefni hafði Steinar hunda- þjálfari útbúið verkefni fyrir Codie. Verkefnið var fólgið í því að Codie átti að finna litla bréf- snepla sem höfðu legið innan um fíkniefni. Bréfsneplarnir voru faldir í lögreglubíl lögregl- unnar á Egilsstöðum. Af bréfsneplunum er ákaf- lega lítil fíkniefnalykt, svona álíka og ef fíkniefni eru falin í eldsneytistanki eða sérlega vel inn pökkuð að sögn Steinars. Eftir að bréfsneplunum hafði verið fundinn staður í lögreglubifreiðinni fékk Codie að koma inn í lögreglustöðina á Egilsstöðum í fyrsta sinn. Þar sýndi Steinar hundinum bílinn og benti honum á að þefa eftir fíkniefnum. Hundurinn þefaði fram og til baka af bifreiðinni með skipulegum hætti. Eftir nokkra stund gaf Codie merki um að hann hefði fundið lykt af fíkniefnum. Með því að hætta að þefa og setja rassinn á gólfið gefur hundurinn merki um að hann hafi fundið lykt af fíkniefnum. Um leið og hundurinn sýndi merki fékk hann bolta hjá þjálfara sínum sem verðlaun. Sérvalinn erlendis Steinar segir ekki vandalaust að finna góðan fíkni- efnahund. Hann segir ekki aðalatriðið af hvaða tegund hundurinn er. Aðalatriðið er að góður hundur sé virkilega iðinn og duglegur. “Þessi hundur, hann Codie, er gott dæmi um mjög góðan hund. Hann er allur á iði, algjörlega ofvirkur. Svona eiga góðir fíkniefnaleitarhundar að vera,” segir Steinar, sem taldi að þeir hefðu skoðað vel á annað hundrað hunda sem voru í boði áður en Codie var valinn. “Codie er mjög efnilegur og góður hundur, hann á vafalaust eftir að finna talsvert af fíkniefnum,” sagði Steinar sem telur Tollgæsluna og lögregluna búa yfir mjög færum fíkniefnaleitarhundum, en þeir eru langt á annan tuginn hér á landi. “Þeir hundar sem við höfum á að skipa hér á landi eru að mér finnst óhætt að fyllyrða á heimsmælikvarða.” Þegar Codie hafði fundið og staðsett bréfsnepla þá sem lyktuðu af fíkniefnum gat Lárus Bjarnason, sýslumaður, veitt hundinum móttöku. Enda hafði hann sannað gildi sitt fyrir viðstöddum. Við þetta tækifæri kom sýslumaður sérstökum þökkum á framfæri því kaup á hundinum voru fjármögnuð með gjafafé. Hann sagði marga hafa komið að því að gera mögulegt að kaupa og halda hundinn. Hann vildi skila þökkum til dómsmálaráðuneytis, fjár- málaráðuneytis, ríkislögreglustjórans, Tollstjórans í Reykjavík, embætti lögreglustjórans á Eskifirði, Frímúarareglunnar á Íslandi, Lionshreyfingarinnar á Íslandi, Landsvirkjun og Fljótsdalshéraði. Löggæsla og forvarnir Fíkniefnaleitarhundur afhentur sýslumanni Steinar sýndi annan efnilegan hund sem hann er með í þjálfun sem er ekki síður efnilegur. Lárus Bjarnason, sýslumaður, tekur við Codie frá Steinari Gunnarssyni yfir- hundaþjálfara Ríkislögreglustjóra. Steinar og Codie, í blíðu og stríðu.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.