Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Side 12

Austurglugginn - 10.04.2008, Side 12
Verslið þar sem úrvalið er… …allt í einni ferð Opið mánud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖÐUM EGILSSTÖÐUM Tóti segir Þetta minnir mig á kvikmyndahátið í Rússlandi sem ég sigraði. Opið 8:00 - 23:30 alla daga Ávallt í alfaraleið... verið velkominn ✗ ✗ Meira í leiðinni! Egilsstöðum / Sími 470 1235 / Fax 470 1239 www.khb.is Kvikmynda – og vídeólistahátíðin 700IS Hreindýraland fagnar, þriðja árið í röð, vel heppnaðri hátíð. Um 600 manns mættu á hátíðina í ár sem hófst með formlegri opnun laugardaginn 29. mars í menningar- setrinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á opnuninni var m.a. boðið upp á tónlistargjörninginn Hanaegg sem er samstarfsverkefni Þuríðar Jónsdóttur, Ólafar Nordal og Ásgerðar Júníusdóttur og graffíti- verk með vídeóinnsetningu, en höf- undar þess eru Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden. Einnig var form- lega opnuð sýning á þeim tæplega 70 verkum sem voru valin úr fjölda innsendra verka. Verðlaun voru veitt á opnunni en þau hlutu þjóðverjinn Max Hattler fyrir verk hátíðarinnar og Þórður Grímsson fyrir íslenska verk hátíðarinnar. Námskeið og lokahátíð á Eiðum Mikið var um að vera vik- una sem hátíðin stóð yfir og má þar nefna rússneska kvik- myndadagskrá, sýningar á Skriðuklaustri, Á Hreindýraslóð og í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Lokahóf 700IS var síðan haldið á Eiðum en það var einnig uppskeruhátíð listnema frá LHÍ í Reykjavík, Vesteralen í Noregi, Arizona í Bandaríkjunum og Manchester á Englandi auk nemenda frá framhaldsskólum á Austurlandi. Listnemendurnir höfðu eytt viku saman á Eiðum þar sem þau tóku þátt í fjölbreyttu og krefjandi námskeiði í boði 700IS, yfirskrift námskeiðsins var “leikur á mynd” (/performance on camera/) og lauk námskeiðinu með sýningu á verkum nemendanna sem öll voru tekin upp á Austurlandi. Hátíðinnni var síðan slitið með dansi og fjöri fram á nótt við undirleik hljóm- sveitarinnar Miri og komu einnig fram VJ/DJ listamennirnir Ívar og Garðar. 700IS – Vonum framar Verk Sigrúnar Lýðsdóttur og Tim Goulden var sérstaklega hannað fyrir 700IS 2008. Úr verki Max Hattler, Collision, sem valið var verk hátíðarinnar.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.