Viljinn - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Viljinn - 01.04.1950, Blaðsíða 5
V - "Aðventæskan" 2'50 Ungu vinir, hvildardagurinn er einn af dögum vikunnar, tuttugu og fjögra stunda langur, og hann er eins og aðrir dagar, þangað til við skiljum, að hann er merki alls þess, er við trúum, og þess vegna viljum við halda hann helgan. Og er við sjáum kristna manneskju hafa hann i heiðri, vitum við líka, að engan annan dag gætum við heiðraö eins og hann. Guð segir að hann sé merki, tákn eða fáni endurfæðingar vorrar. (Esek.20,12) Tiund. Allir, sem lesið hafa Ritninguna, vita að kirkj- an var fyrr á tímum studd af tíundinni. Guð hefur látið þeim sérstaka hlessun í té, er hafa reynst trúir i þessu tilliti. Eins og fyrr, mun Guð blessa hina núlifandi kynslóð, er reynist trú. I l.Korsjáum við að tíundarkerfið er tekið upp hjá hinum kristnu söfnuðum. Og ein af þeim fáu athöfnum, sem Jesús gat mælt með hjá Faríseunum, var það, að þeir greiddu tíund. (Matt.23,23) Hugsum okkur, hvernig færi með stjórnarstörfin, ef við hefðum aðeins samskotabauka til þess að halda þeim við. Hugsum okkur að tollheimtumennirnir kæmu með hattinn sinn, og færu fram á að fólkið sýndi ættjarðarást sina með því, að leggja nokkuð af mörgium til styrktar hinu opinbera. Hversu lengi mundi slikt land geta staðið sig borið saman við örmur lönd? Landið mundi verða gjald þrota á örfáum dögum. Og hvers vegna ætti þá kirkja Guðs að vera háð sliku fyrirkomulagi? Guð hefur boðið aðv við séum trú viövikjandi tiund, og hann lofar blessun um leið Guð gaf hvíldardaginn til þess að prófa hlýðni okkar, og hann gaf okkur boðið um tíund til þess að við gætum prófað hann. Heilsuvernd. Líklega er sá hluti boðskaparins, sem fjallar iam heilsuvernd, allra einfaldastur. Vitið þið, að um 5 milj. manna i Norður-Ameriku hafa áhuga fyrir þessum hluta boðskaparins, þannig að það vill forðasrt allt, sem er óholt, og munu margir fylgja þessu atriði þótt þeir geri þaö ekki vegna eilifa lífsins. Er það kannske ekki skynsamlegt að hugsa um hreysti líkanans í þessu lífi? Sér hver hraustur maður, sem óskar að standa vel í stöðu sinni og komast áfram 1 lífinu, mun skilja vel þann hluta boöskaparins, er fjallar um heilsuvernd og fá áhuga fyrir honum. Við ættum ekki að vera tómlát við- víkjandi þessum fagra og aðlaðandi hluta boðskaparins. Því meir sem við kynnum okkur þetta atriði, og því betur sem við lifum eftir lögmáli heilbriðinnar, því notadrýgra verður það okkur. (l.Kor.10,315 3j16.17) Hentugur klæðnaður. Við lifum i heimi, sem er i ósamræmi við vilja Guðs, og sem fer sinar leiðir i hroka sinum og fávisku.

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.