Viljinn - 01.04.1950, Blaðsíða 7

Viljinn - 01.04.1950, Blaðsíða 7
VII •• "Aðventæskan" 2’50 Auðmýkt. Og svo er hið síðasta en ekki hið þýðingarminnsta af þessum sex hoðorðum, sem fólk venjulega sneiðir hjá, og það er athöfn auðmýktarinnar. Hvers vegna er hún svo nauðsynleg, spyrjum við nú á timum. Hún er nokkurs konar skírn. Hún lifgar upp skirnarheit okkar. Ef við höfum það i huga, ættum við ekki að láta okkur vanta við þá athöfn. Andi spádómsins. Það mætti hafa margar samkomur viðvikj- """"""""""""""" andi þessari blessun Guðs, er hann hef- ur veitt söfnuðinum. Við ættum að gera þetta ljóst fyrir þeim, sem vilja gerast sjöunda dags Aðventistar, og lesa með þeim Op. 12,17. Guðs orð segir okkur, að söfnuður sá, sem biður eftir komu Drottins, muni hafa þessa gjöf. Aðeins það, að Jesús varar við fals- spámönnum á siðustu dögum, er nóg til að gefa til kynna, að sannur spámaður muni koma fram. Hefur þú nokkru sinni séð falskan 13 dollara seðil? Nei. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að það hef- ur aldrei verið prentaður 13 dollara seðill og settur i umferð sem gjaldmiðill. Fólk ómakar sig ekki til að eftirlikja annað en það, sem er til ekta. Þannig mundu ekki vera falsspámenn á siðustu dögum, nema að til væri samnur spámaður. Starf E.G.WMte sannar, að Guð hefur kosið verkfæri, sem hver maður mun geta borið virðingu fyrir, hvar sem er á hnettinum. Fyrir nokkrum mánuðum skoðuðum við stóra stjörnu- kikirinn á Mt. Wilson i Californiu. Er þessum stóra kiki var beint til himins, hafði enginn okkar hugmynd um, hvort nokkur ný stjarna kæmi i ljós, en við þóttumst vita, að sjást mundi skýrar það sem áður hafði sést af undrum himinsins. A svipaoan hátt má segja, að andi spádómsins komi ekki með neinar nýjar kenningar, heldur gerir hann gleggra og skýrara það, sem stendur skrifað i ritningunum. Trúin á spádómsgáfuna hefur haft mikla þýðingu viðvikjandi þvi að staðfesta söfnuðinn i þvi ljósi, er skin frá ritningunum. Og er við lesum um spámennina og siáum, að sama gáfa er á hinun siðustu dögum, finnum við að hjálpin er nálæg okkur og gripum hana með þakklæti. Niðurlag. Að visu er fleira um að ræða en boðorð Guðs og anda spádómsins. Þetta er vitanlega kjarninn. En svo þurfa menn að skilja framtið sina i lifi og dauða, og þeir þurfa að skilja skyldur sinar viðvikjandi safnaðar- lifinu. Bibliulexiur hafa verið gerðar um þessi atriði. Og allar ungar manneskjur vilja vita, hverju þær trúa. Þá losnar maður lika við ýms óþægindi, og hefur möguleika til að leiðbeina vinum sinum til sannrar hamingju og farsældar þessa heims og annars. G.F.E. þýddi

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.