Viljinn - 01.04.1950, Blaðsíða 6
VI
"Aðventæskan" 2'50
Það er því ekki undarlegt þótt sumar kröfur Guðs þyki
sérviska og verði misskildar. Með því að rannsaka ritn-
ingarnar, mun hver ung manneskja meö lieilbrigðri skynsemi
geta skilið, hvernig tíska heimsins getur hlaupið með
menn í gönur.
Þegar við lesum vers,t.d. l.Pét.31» Tim.
2,9 og Jer. *+,30, fáum við nokkrar hugmyndir tii leið-
beiningar. En sumir spyrja, hafa ekki tímarnir breyst?
Eðli mannsins hefur ekki breyst og Guð er hinn sami sem
hann hefur allt af verið. Guð vill að menn lægi hroka
sinn og hégóma áður en hann kemur aftur. Guð elskar
okkur að vísu, en hann getur ekki leyft okkur að koma
inn í himininn með nokkuð slíkt með okkur, þar sem hann
rak burt erkiengilinn einmitt fyrir þá synd. Herir
þjóðanna, sem reyna að ná settu marki, setja alla í ein-
kennisbúning. 0g þó að Guð krefjist ekki þess að við
klæðumst einkennisbúningi, þá erum við í hersveitum hans
til að vinna mjög mikilvægt starf. Við eigum að vera
hamingjusamasta kristna fólkið á jörðunni, en samt mun
aðgæsla í klæðaburði hafa þýðingu til þess, að vernda
okkur frá hættum, sem við höfum litla hugmynd um, en
sem bíða okkar á vegferð lífsins.
Við skulum því ekki gera lítið úr þessum hluta
boðskaparins, sem er til þess að vernda okkur frá falli.
Guð vill að við séum í hreinum fötum og smekklegun, en
ekki úr hófi íburðarmiklum.
Elska til heimsins.
Ein af verstu freistingum óvinarins kemur stund-
um fram í því, að kveikja ljósin og nota Móóðfæraslátt-
inn þannig, að það verði að hreinni gildTu fyrir kristna
menn. Guð vill að börnin hans skemmti sér. Það er saga
af því, að postulinn Jóhannes hafi einu sinni verið að
tala til dúfu eins og um mann væri að ræða, en þá hafði
veiðimann borið þar að og sagt, að slíkt sæmdi ekki
hMlögum manni. Jóhannes hafði þá átt að segja við
veiðimanninn, hVers vegna hann hefði boga sinn með lausum
streng. "Til þess að hann missi ekki kraft sinn," ans-
aði veiðimaðurinn. "Jæja," svaraði Jóhannes, "ef spýta sú
sem boginn er geröur úr, þarf að hvíla sig til þess að
missa ekki kraft sinn, htersu miklu nauðsynlegra er það
þá þjóni Guðs, svo að hann sé hæfur til starfsins."
Það er nauðsynlegt að hvila sig og breyta til
sér til hressingar, en við verðum að vera vel á verði,
er við veljum okkur skemmtanir. Það þarf sérstaka náo
frá Guði til þess að velja rétt nú á dögum. Ef við athug
um eftirfarandi ritningarstaði I bæn til Guðs, erum við
viss með að fá leiðbeiningu um, hvernig ber að hvíla sig
og skemmta sér. Og er við sjáum unga fólkið hætta við
skaðlegar skemmtanir, sem það áður tók þátt I, vitum við
að þar er Guð enn sem fyr að gera kraftaverk. (Jes.62.10-
12? 1.Jóh.2,1^—17| 2.Kor.6,l5-l8; Fil.4,85 l.Pét.2,11)