Austurglugginn


Austurglugginn - 22.01.2010, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 22.01.2010, Blaðsíða 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 15. janúar Menning er vítt hugtak og stundum óáþreifanlegt. Hún er auðvitað við lýði hvar sem fólk er og á sér enda- lausar birtingarmyndir. Þáttur menningar verður seint fullmetinn og er eitthvað sem þarf að næra og skapa farveg fyrir í hverju samfélagi. Undir það tekur menn- ingarfulltrúi Austurlands, Signý Ormarsdóttir. ,,Ég er ennþá í þeirri baráttu eftir átta ára starf að koma framámönnum á Austurlandi, og þá ekki síst sveit- arstjórnarmönnum, í skilning um það hversu þáttur menningar í uppbyggingu fjórðungsins er mikilvægur,“ segir Signý. ,,Við eigum nú, svo dæmi sé tekið, milli 40 og 50 háskólanema og unga nýútskrifaða lista- menn út um allan heim í listum og mikilvægt er að við reynum að byggja upp atvinnutækifæri til að fá þá aftur heim. Ég leyfi mér að fullyrða að það eru í fáum greinum jafnmargir nemar héðan og þeir sem stunda framhaldsnám í listum. Atvinnutækifærin á Austurlandi eru þó því miður ekki mörg fyrir þetta fólk. Við erum með ótrúlega fjölbreytta flóru af fólki sem ég vil meina að geti skapað nýja atvinnu hér á Austurlandi, en spurningin er hvort við fáum það til að koma heim aftur. Með öflugri uppbyggingu menn- ingar sköpum við svo ferðaþjónustunni enn fleiri tækifæri, gestum fjölgar og þeir stoppa lengur.“ Hvað ímynd Austurlands áhrærir segir Signý álvers- ímynd heldur sterka og efla þurfi ásýnd fjórðungs- ins kröftuglega út frá menningu. Í rauninni vanti Austurland fjölmiðlafulltrúa sem komi þáttum menn- ingar, lista og almennri kynningu landshlutans á fram- færi við landsmiðlana. Framsækin stefna Menningarráð Austurlands hóf störf árið 2001 og var til þess stofnað eftir að gerð var stefna í menningar- málum af Þróunarfélagi Austurlands árin 2000-2001. Signý segir þá stefnu hafa verið mjög góða, en gall- ann kannski þann að hún var ekki nægilega aðgerða- miðuð og ekki auðnaðist að gera hana að eiginlegu vinnuplaggi næstu árin, þó oft hafi verið gluggað í hana. Síðastliðinn vetur var unnin ný menningar- stefna, þrátt fyrir kreppu, og var miklum tíma og fjármagni varið til gerðar hennar. Að stefnunni komu um það bil sjötíu manns alls staðar að af Austurlandi. ,,Sú stefna er framsækin, þar er stöðugreining og aðgerðamiðuð áætlun sem skiptir miklu máli fyrir fjórðunginn að fara eftir. Ef við ætlum að ná þeim árangri sem til er ætlast í stefnunni er mikilvægt að við notum hana sem vinnuplagg en ekki sem úreldan pappír á heimasíðu.“ Einn austfirskur listaskóli Þegar talað er um heildarsameiningu sveitarfélaga fjórðungsins mætti hafa í huga að í Donegal, sam- starfssvæði Menningarráðs Austurlands á Írlandi, eru 100 þúsund manns, en þar er einn tónlistarskóli, ein yfirbygging. Því má velta upp þeirri hugmynd hvort ástæða sé til að byrja á að búa til einn tónlistarskóla eða listaskóla á Austurlandi. Sú hugmynd kom fram fyrir mörgum árum frá ungum Stöðfirðingi, Svani Vilbergssyni gítarleikara, sem var í námi erlendis en býr nú í Þýskalandi. Hann telur að skólarnir yrðu mun betri og nýting sérmenntaðra kennara betri. ,,Mér fannst þetta strax áhugavert viðhorf hjá Svani,” segir Signý. Stefna Menningarráðs Austurlands er stefna allra austfirskra sveitarfélaga sem þau hafa undirritað. Í henni er meðal margs annars stefnumörkun um að tónlistarskólar sveitarfélaganna verði að listaskólum. Þetta er mikil breyting í þeirri uppbyggingu sem verið hefur og áhugavert að fylgjast með hvort af verður. Þess má geta að á Fljótsdalshéraði hefur verið tekin sú ákvörðun að búa þessa umgjörð til, þ.e. að breyta tónlistarskólunum í listaskóla. Þá hafa ákveðnar breyt- ingar orðið á listmenntun víða og nú er til dæmis kennsla í myndlist í efstu bekkjum grunnskólans á Seyðisfirði í umsjá Skaftfells, miðstöð myndlistar í fjórðungnum. Fræðsla umfram allt Mikið var rætt um það við gerð menningarstefnunnar að mikilvægt sé að efla grunn- og framhaldsskólanám í listum og jafnframt efla fræðslu á sviði menningar og lista sem víðast. Fræðsla er almennt talinn lang- mikilvægasti þátturinn í að efla menningu og listir og hafa svonefndar Svót-greiningar og annað sem Menningarráðið hefur látið vinna leitt það í ljós. Því hefur Menningarráðið síðustu ár lagt áherslu á fræðslu í úthlutunarreglum styrkja og auk þess farið í sam- starf við Þekkingarnet Austurlands. ,,Á síðasta ári fórum við í samstarf við að búa til menntun fyrir fólk á sviði nýsköpunar, hönnunar og handverks og voru 18 manns í því námi. Nú er að koma sjálfstætt fram- hald í því á vegum Þekkingarnets Austurlands, sem er ætlað fyrir iðnaðarmenn, listafólk, starfandi fólk í handverki og listiðnaði. Þetta er að takast mjög vel. Nú er auk þess að hefjast nám á vegum Þekkingarnetsins og Þorpsins í vöruþróun, sem er mjög áhugavert nám,“ segir Signý. Þroskað og gott starf Austurland á í formlegu menningarsamstarfi við tvö svæði erlendis, Vesterålen í Norður-Noregi og Donegal á Írlandi. Nú í haust eru fimm ár síðan sam- starfið hófst við Vesterålen en tvö ár síðan tenging við Írana varð til. Austfirskir listamenn hafa myndað góð tengsl við þessa staði og segir Signý að auka þurfi umsóknir í samevrópskt fjármagn til menningarsam- starfsins. Ná megi fjármagni inn í fjórðunginn í formi styrkja frá mismunandi aðilum úr Evrópusambandinu og norrænum sjóðum. ,,Það er alltaf vandmeðfarið, þegar búið er til stoðkerfi, hvort sem það er miðlægt, ríkistengt eða sveitarfélagstengt, að það drepi ekki grasrótina heldur efli hana. Þetta hefur þó tekist vel í samstarfinu við Vesterålen og Donegal. Nú þegar hafa fleiri en 130 manns farið á milli í menningarsamstarfi á fimm árum. Flest af því fólki er ekki embættismenn heldur listamenn, grasrótin sjálf, sem hefur myndað tengingar að okkar tilstuðlan í byrjun, en síðan vaxið að mestu án okkar afskipta. Svona samstarf á auðvitað að dafna utan embættismannakerfisins, en víða nær samstarf af þessu tagi aldrei því flugi.“ Nú er meðal margs annars í gangi verkefni um þjóð- ararf þessara þriggja landa og verða fluttar af því nánari fréttir þegar línur skýrast. Signý segir að á norrænum vettvangi horfi menn nú mjög til menn- ingarsamstarfs við Rússland og austantjaldslöndin fyrrverandi. Þá sé áhugi á að tengja Austurland við ástralska frumbyggjamenningu. Aðlögunarhæfni Í fyrirlestrum Signýjar, m.a. fyrir embættismenn nor- rænu ráðherranefndarinnar á síðasta ári, ræddi hún eins og nærri má geta um Ísland og menningu á krepputímum. ,,Þegar krísan kom fóru menningin og listir að blómstra. Íslendingar gengu áður í hönn- unarfötum, stunduðu tískukaffihús og fóru til útlanda. Á einni nóttu uppgötvuðu þeir að þjóðin var gjald- þrota og nú er hátíska á Íslandi að fara á rótgróin Fjöldi ungra Austfirðinga er nú í listnámi innan- og utanlands og gróska og framsækni eru lykilatriði til að fá þetta fólk heim aftur Listamenn nema framtíðina fyrstir allra ,,Ég get orðið gersamlega opinmynnt yfir þeim framsæknu hugmyndum sem fólk á aldur við börnin mín er að láta sér detta í hug fyrir okkar samfélag. Það er svo mikilvægt að ýta undir þetta,“ segir Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, og óþreytandi talsmaður mikilvægis menningarstarfs í samfélaginu. Mynd/SÁ Hvað ímynd Austurlands áhrærir segir Signý álversímynd heldur sterka og efla þurfi ásýnd fjórðungsins kröftuglega út frá menningu.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.