Austurglugginn - 22.01.2010, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. janúar AUSTUR · GLUGGINN 7
kaffihús, drekka úr gömlum bollum, spila vínilplötur
og ganga í íslenskum lopapeysum, fara á námskeið
í að elda ódýran mat, rækta sitt eigið grænmeti og
spara peninga. Þetta er gott dæmi um hversu við
Íslendingar höfum mikla aðlögunarhæfni. Ég ræddi
líka um þann kraft sem er í ungu fólki á Íslandi. Nú
þegar erfiðara væri um störf, færi unga fólkið okkar
gjarnan í framhaldsnám, margir erlendis og þá ýmist
í mastersnám eða annað grunnnám í hinum ýmsu
listgreinum. Það var líka gaman að segja frá því sem
ungur listnemi tjáði mér varðandi að skólagjöldin
í sínum skóla á Spáni hefðu verið fest við ákveðna
tölu í íslenskum krónum svo þau væru ekki alltaf að
hækka fyrir íslenska nemendur. En þar var talið afar
mikilvægt að fá nema frá Íslandi og því þótti réttast
að festa gengi evrunnar í skólanum.“
Athygli hefur vakið þegar Signý fjallar um samþykkt
sveitarfélaga á Austurlandi um að stefna að heildar-
sameiningu. Í Vesterålen er rætt um slíkt sem nauð-
synlega framtíðarhugmynd á 15 ára plani. Sömuleiðis
hefur menningarstarf á Austurlandi vakið athygli og þá
ekki síst menningarsamningurinn og að slíkur samn-
ingur var fyrst settur á hér eystra, dreifing einstakra
listgreina milli menningarmiðstöðva á Austurlandi og
aukning hreinna afurða menningarstarfs, eins og fleiri
listamannaíbúða og sköpun nýrra starfa.
Alvöru hnattvæðing
Samvinna og samskiptanet á Austurlandi og á lands-
vísu er Signýju kappsmál. Hún sér til dæmis fyrir sér
að ráðstefnur eða málþing haldin af Menningarráðum
landshluta verði aðgengileg á einum netvef eða net-
kaffihúsi. ,,Við þurfum að aðlaga okkur. Þó svo að ég
sé raunar útlendingur í þessari tölvukynslóð og verði
aldrei annað, er mikilvægt að aðlaga sig þeirri þróun
sem er í gangi og nýta þá tækni sem er aðgengileg.“
Mikil umræða er í norrænu samstarfi um það að efla
,,glóbaliseringu“ og gera menningu Norðurlanda
meira sýnilega um heim allan.
Signý segist þeirrar skoðunar að eigi menning
Norðurlanda að komast á heimsvísu sé ekki nægj-
anlegt að framámenn þessara landa hafi falleg orð
um hnattvæðingu. Norrænir ráðherrar hafi mikið
talað um ,,ný Norðurlönd“ og að sýn þeirra þyrfti að
vera á heimsvísu. Ungt listafólk á Norðurlöndunum,
og þar með talið á Íslandi, viti fullvel að þessi hugsun
sé nú þegar svo eðlileg og í fullum gangi. Þetta hafi
þegar verið tæklað og nú horfi listafólk inn á við og
heim að nýju. ,,Þetta er gott dæmi um hversu mikla
þörf við höfum fyrir frjóan hug listamannanna og
stjórnmálaöflin eiga að hlusta á þá til að vera í takt
við samfélagið. Ég minnist umræðufundar á vegum
Nýlistasafnsins sem haldinn var í Skaftfelli með ungu
afburðafólki frá listaakademíu í Amsterdam. Örfáir
mættu en ég er enn að hugsa um hvað það hefði verið
yndislegt ef embættismenn og pólitískir fulltrúar
sem stýra samfélögum hefðu hlustað. Þessir krakkar
voru með allar pælingarnar; loftslagsmálin og framtíð
jarðar og miklar spekúlasjónir í formi tæknirannsókna
samhliða listinni - svo langt á undan okkur hinum í
samfélagsþróun!
Það er vissulega mikilvægt að taka þátt í heimssýn-
ingum og öðru sem fyrirhugað er, en að mínu mati
verður árangurinn áhrifamestur ef við náum einnig
að vinna þessa heimsvæðingu í gegnum netið. Þess
má geta að stofnanir eins og Berlínarfílharmónían
selur miða á netinu fyrir fimm evrur. Þú heima í stofu
getur núna keypt hjá þeim miða á netinu og horft á
tónleika í beinni útsendingu. Þú þarft auðvitað að
eiga góða hátala til að njóta og þetta er ekki sama og
að vera á staðnum, en þetta er samt hin raunverulega
,,glóbalísering.“ Textinn í kynningu hjá þeim er meðal
annars á japönsku. Þetta er spurning um aðgengi allra.
Svona á að selja Norðurlöndin og mér finnst fáir skilja
það. Þetta minnkar ekki það að við förum til Berlínar
á tónleika heldur þvert á móti eykur það líkurnar. Ég
er ekki að gera lítið úr því að fólk verður auðvitað að
hittast, vinna með höndunum og þar fram eftir göt-
unum, en við megum gjarnan horfa opnari augum til
tækninnar í menningarmálum.“
Raunverulegur ábati
Signý segir dagljóst að orðið hafi til fleiri störf í menn-
ingargeiranum á Austurlandi undanfarin misseri. Þau
séu til komin m.a. vegna menningarmiðstöðvanna
fjögurra og í kjölfar menningarsamninganna.
,,Síðustu ár hafa menningarmiðstöðvarnar verið að
eflast mjög og er það eins og til var ætlast í fyrstu
stefnu um menningarmál. Mjög ánægjulegt er að
fylgjast með þeirri uppbyggingu sem þar er. Það er
von mín að innan fárra ára verði miðstöðvarnar orðnar
svo öflugar við að þjónusta Austurland sem og gesti
okkar að ekki verði þörf fyrir Menningarráð og menn-
ingarfulltrúa.“
Hún segir störf gjarnan skapast í kringum verkefni
og þá tekjur einnig. ,,Það er svo mikilvægt að lista-
fólkið sem býr hér og er vel menntað og afar fært,
fái vettvang til að vinna að sinni listsköpun. Okkur
vantar þó miklu meira af sameiginlegum verkefnum
svo að við náum í evrur; peninga til að búa til enn
önnur verkefni. Og við eigum að vera þau sem búum
verkefnin til, ekki bara samstarfsaðilar annarra. Það
fer hljótt, en þeir sem hafa verið hvað duglegastir
að koma á Evrópusamstarfi eru úr framhaldsskól-
unum. Þar hefur verið mjög flott samstarf, til dæmis í
Menntaskólanum á Egilsstöðum, í gegnum Leonardo-
verkefni. Í skólum er tilhneyging til að fjalla lítið um
það sem þar er verið að gera á opinberum vettvangi,
en þar er mikil menningaruppbygging í gangi sem
skiptir verulegu máli.“
Íbúðum fyrir listamenn hefur fjölgað en pláss er
fyrir fleiri því Skaftfell, sem hefur tvær íbúðir og svo
Skriðuklaustur, þurfa að vísa mörgum frá. Þá spyrja
menn hvort það að sveitarfélög bjóði fría eða ódýra
aðstöðu fyrir listafólk skapi eitthvað. Signý segir því
til að svara að það búi til umgjörð og auki heimsóknir
listafólks sem annars á ekki leið á viðkomandi staði
og ekki þurfi annað en að horfa á Seyðisfjörð í þeim
efnum.
,,Söfn og setur hafa eflst og fleiri störf skapast í
kringum þau. Til þeirra kemur fjármagn víða að í upp-
byggingu. Hönnuðir og aðrir listamenn fá oft vinnu
við uppbyggingu safna og ég hef beint mörgum sem
vinna sýningar og annað á heimamenn. Menn þurfa
ekki alltaf að leita út fyrir svæðið til að fá fagfólk. Við
eigum til dæmis unga og margverðlaunaða hönnuði
úti í Danmörku og víðar núna, sem hika við að flytja
heim, en tæknin gerir það að verkum að við getum
samt nýtt þá. Ég sit með ungu fólki sem er að fara út
í nám og þarf að borga skólagjöld upp á milljónir. Ég
hvet þau til að leita fjárhagsaðstoðar hjá fyrirtækjum
og stofnunum hér eystra, með því að bjóða þjónustu
til baka í formi sérþekkingar. Að þau bjóðist til að
vinna fyrir fyrirtækin í þeirri listgrein sem þau eru
að mennta sig í. Mér finnst eftirtektarvert það sem
Philip Vogler - Lingua er búinn að gera í mörg ár; að
fá unga austfirska listamenn til að hanna jólakortið
sem hann sendir út á netinu. Að nýta þjónustu ungs
listafólks þó það sé í námi erlendis tengir það heim
aftur og eykur líkur á að það komi til baka og skapi
sér starfsvettvang hér heima.“
Nú er lag
,,Við eigum ótrúlega mörg tækifæri í menningar-
málum á Austurlandi, hér er fólk ekkert að gefast
upp þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Stundum koma
fram hugmyndir sem fá ekki brautargengi en rykið
er svo dustað af síðar þegar aðstæður eru á einhvern
hátt jákvæðari. Um þetta má nefna mörg dæmi
eins og til dæmis Þorpið, tilraunaverkefni á vegum
Menningarráðs, Þekkingarnets og Þróunarfélags, sem
byggir á því að efla frumkvæði, aðstoða við vöruþróun
og tengja saman fólk með ólíka þekkingu og færni.
Vandamál þeirra sem eru frumkvöðlar, hvort sem er í
starfi eða til hliðar við dagleg störf sín, er að þeir gef-
ast oft upp af því að þeir eru svo langt á undan; þeir
nema strauma samfélagsins löngu á undan öðrum,
sem eru þá ekki tilbúnir og stundum verða frum-
kvöðlarnir neikvæðir af því að þeir fá ekki svigrúm á
meðan eldmóðurinn og krafturinn eru allsráðandi. Þá
er mikilvægt að hafa umhverfi sem getur aðstoðað og
þróað hugmyndir með öðrum, sem við gerum okkur
vonir um að skapist með Þorpinu. Til mín kemur fullt
af fólki með viðskiptahugmyndir um uppbyggingu á
sviði menningar og ferðaþjónustu. Ég get orðið ger-
samlega opinmynnt yfir þeim framsæknu hugmyndum
sem fólk á aldur við börnin mín er að láta sér detta
í hug fyrir okkar samfélag. Það er svo mikilvægt að
ýta undir þetta.“
Til hvers er stoðkerfið ef ekki til að nýta á þessum
tímum þegar krísuástand er í samfélaginu – og við
sveigjum okkur ofurlítið í aðrar áttir en venjulega?
Signý segir hugmyndafræði Þorpsins eiga vel við
núna. ,,Við þurfum að byrja upp á nýtt og hugsa um
framleiðsluna, nýja vöru. Ég vil búa til dýnamík með
fólki og hópi hönnuða. 600 manna þorpið Fiskars í
Finnlandi er frábært dæmi um samfélag sem var í
djúpri kreppu en hefur dafnað á grunni handverks
og hönnunar á heimsmælikvarða. Þar búa nú 109
listamenn. Fyrirtækin okkar, iðnaðarmenn, hand-
verksfólk og aðrir geta ásamt hönnuðum gert okkur
kleyft að feta sömu slóð.“
Á næstu grösum
Þessa dagana situr Signý og flokkar 130 umsóknir
vegna styrkja sem Menningarráð Austurlands
úthlutar á hverju ári. Mörg áhugaverð verkefni eru
meðal umsókna. Sérstaka athygli vekur þó hversu
lítið samstarf er enn í gangi og oft er fjármagn frá
Menningarráðinu hið eina til verkefnisins fyrir utan
vinnuframlag.
Ekki er hægt að sleppa Signýju án þess að spyrja
hvernig henni hugnist að ýmsar stoðstofnanir, svo
sem Menningarráð, Þróunarfélag og Markaðsstofa
verði færð undir eina stofnun og stjórn, n.k.
Austurlandsstofu. Að þessu er nú unnið og verður
væntanlega tekið til lokaákvörðunar á aukaaðalfundi
Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi í mars nk. Hún
segist lengi hafa verið mjög hlynnt slíkri sameiningu
og telja að skilvirkni og samstarf muni aukast, sem
aftur leiði til enn meiri uppbyggingar og eflingar fyrir
Austurland allt. ,,Hins vegar er mikilvægt að vinna
þetta í samstarfi við þá aðila sem koma að viðkomandi
stofnunum, en auk sveitarfélaga á Austurlandi koma
bæði menningarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið að
samningi um Menningarráðið og menningarmál á
Austurlandi.
Signý Ormarsdóttir er kennari og fatahönnuður.
Hún hefur verið menningarfulltrúi Austurlands
frá árinu 2002. Hún situr m.a. í stjórnum Kultur
Kontakt Nord og Handverks og hönnunar.
,,Ég er ennþá í þeirri baráttu eftir átta ára starf að koma framámönnum
á Austurlandi, og þá ekki síst sveitarstjórnarmönnum, í skilning um það
hversu þáttur menningar í uppbyggingu fjórðungsins er mikilvægur.“