Austurglugginn - 18.02.2021, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 18. febrúar AUSTUR · GLUGGINN
Talsvert var um aurskriður, krapaflóð
og snjóflóð á Austfjörðum um
síðustu helgi í kjölfar úrkomu og
leysinga. Samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofunni var hið stærsta
snjóflóð úr Sörlagili, ofan munna
Norðfjarðarganga í Fannardal. Það
er þekkt flóðasvæði og stöðvaðist
flóðið ofan varnarmannvirkja.
Við bæinn Hjarðarhlíð í Skriðdal
hrifsaði krapaflóð með sér rúllustæðu
sem stóð þar við hlöðu skammt
frá bænum og skemmdi hlöðuna
lítillega. Rúllustæðan tvístraðist og lentu um 20 rúllur í eða við ána.
Bergþór Steinar Bjarnason, bóndi,
segir um 15 rúllur hafa skolast burt
þegar áin ruddi sig.
Við Hellisheiði horfðu starfsmenn
Landsnets á snjóflóð falla á
sunnudag. Þeir hugðust fara til
viðgerða á Vopnafjarðarlínu sem
skemmdist um nóttina. Varaafl var
keyrt á staðnum þess í stað. Hjá
Veðurstofunni voru að auki skráð
ofanflóð á Fagradal, í utanverðum
Reyðarfirði, í Fljótsdal, Eskifirði,
Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Flest
flóðanna féllu seint á sunnudag og
aðfaranótt mánudags.
FRI
Vinnsla hófst á loðnu fyrir
Japansmarkað hjá austfirskum
fiskiðjuverum í lok síðustu viku.
Fyrsti farmurinn kom með norska
skipinu Steinevik til Fáskrúðsfjarðar
aðfaranótt föstudags. Þau tíðindi
hreyfðu við íslensku skipunum sem
létu úr höfn skömmu síðar. Beitir kom
til Norðfjarðar á þriðjudagsmorgun
með 900 tonn sem fengust í fjórum
köstum í Meðallandsbugtinni. Eitt
kastið skilaði 500 tonnum.
„Þetta er fínasta loðna sem við
erum með. Þetta er 40% hrygna,
13-14% hrognafylling og átulítil.
Hér er um ekta Japansloðnu að
ræða. Mér líst vel á framhaldið, það
er ekkert annað í boði og gaman að
loðnuveiðar skuli hafnar á ný. Nú er
allur íslenski flotinn að fara af stað
og þá fást betri upplýsingar um
hvernig loðnan gengur,“ sagði Tómas
Kárason, skipstjóri á Beiti í samtali
við heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Fulltrúar japanskra loðnukaupenda
eru á svæðinu og fylgjast grannt með
gangi mála en Japanir vilja minnst
13% hrognafyllingu.
Norsku skipin hafa verið að
veiðum úti fyrir sunnanverðum
Austfjörðum en þau eru að klára
kvóta sinn. Tíminn sem þau hafa
til veiða er knappari en sá sem
skip Íslendinga, Grænlendinga og
Færeyinga hafa. Þau biðu uns fréttir
bárust af hrognafyllingunni en tóku
þá stefnuna í Meðallandsbugtina og
hafa haldið sig þar síðan.
FRI/GG
Sveitarfélagið Fjarðabyggð virðist
ekki ætla að hvika frá áformum
sínum um að rífa húsin að
Strandgötu 98 á Eskifirði, rauðmáluð
braggahús sem áður hýstu fiskverkun
Sporðs, þrátt fyrir mótmæli íbúa
og Minjastofnunar. Um 330
einstaklingar skráðu nafn sitt á
undirskriftalista þar sem áformunum
var mótmælt og Minjastofnun
skilaði áliti þar sem mælst var til
þess að húsunum yrði þyrmt þar
sem þau væru bæði mikilvæg fyrir
atvinnusögu bæjarins, fyrir ásýnd
hverfisins og hefðu tilfinningalegt
gildi fyrir bæjarbúa.
Í bókun menningar- og
nýsköpunarnefndar Fjarðabyggðar
er málflutningi stofnunarinnar
mótmælt harðlega. Nefndin hafnar
því að húsin, sem byggð eru um
1950, séu skyld öðrum húsum í
nágrenninu og þar með hluti af heild.
Nefndin telur mikilvægt að varðveita
atvinnusögu byggðarinnar en það
verði ekki gert með að vernda allt
atvinnuhúsnæði og hamla eðlilegri
þróun.
Nefndin mótmælir einnig
fullyrðingu í áliti Minjastofnunar
um að húsunum hafi verið vel
við haldið en í ástandsskýrslu
framkvæmdasviðs sveitarfélagsins
segir að húsinu séu í mjög lélegu
ástandi og uppfylli illa kröfur
nútímans. Því sé hvorki viðgerð
né endurbygging fýsilegir kostir.
Bæði menningarnefndin og eigna-,
skipulags – og umhverfisnefnd
Fjarðabyggðar eru sammála um að
hvika ekki frá áður útgefnu leyfi til
að rífa húsin. GG
Sveitarfélögin á Austurlandi taka
sjálf yfir verkefni Skólaskrifstofu
Austurlands frá og með næsta
skólaári. Viðræður standa nú yfir
hvernig staðið verði að yfirfærslu
verkefnanna.
Breytingarnar hafa átt sér nokkurn
aðdraganda en bæði Fljótsdalshérað
og Fjarðabyggð hafa síðustu ár
skoðað möguleika á að taka sjálf
að sér þjónustu skrifstofunnar.
Málið var meðal annars skoðað í
aðdraganda tilurðar Múlaþings og
fylgt áfram eftir að sveitarfélagið
varð til.
Bæði Gauti Jóhannesson,
forseti sveitarstjórnar Múla-
þings og formaður stjórnar
Skólaskrifstofunnar og Jón
Björn Hákonarson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, segja markmiðið að
efla þjónustuna.
„Þótt talið sé að hægt sé að
bæta hlutina þýðir það ekki að
það sem fyrir er sé slæmt. Okkar
hugur stendur til að bjóða eins
góða þjónustu og mögulegt er og
við erum að vinna í því. Það verður
ekki ítrekað nóg að þetta er viðkvæm
og mikilvæg þjónusta. En þetta er
engin bráðaaðgerð heldur hefur hún
átt sér langan aðdraganda,“ segir
Gauti. „Við erum ekki að breyta
þjónustunni heldur rekstrarforminu
og við vinnum það með Múlaþingi
og hinum sveitarfélögunum,“ segir
Jón Björn.
Hann bætir við að breyting
á Skólaskrifstofunni sé eðlileg
afleiðing sameiningar sveitarfélaga.
Skólaskrifstofan varð til árið 1996
eftir að grunnskólinn færðist
yfir til sveitarfélaganna. Þá voru
sveitarfélögin á Austurlandi yfir 20
talsins en eftir tilurð Múlaþings í
haust eru þau fjögur.
GG
Vinnsla loðnu fyrir Japansmarkað hafin
Ofanflóð eftir leysingar
Standa við niðurrif Rauðu bragganna
Sveitarfélögin taka yfir verkefni Skólaskrifstofu Austurlands
Húsin að Strandgötu 98b. Mynd: Áhugahópur
um verndun Rauðu bragganna
Við Hjarðarhlíð. Mynd: Bergþór Steinar
Bjarnason
Skriða við Landsenda á Borgarfirði. Mynd:
Eyþór Stefánsson
Fulltrúar japanskra kaupenda fylgjast grannt með. Mynd: GG