Austurglugginn - 18.02.2021, Side 8
8 Fimmtudagur 18. febrúar AUSTUR · GLUGGINN
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS) hefur aðkomu að 28
nýjum íbúðum sem eru annað
hvort nýlega tilbúnar eða munu
rísa á Austfjörðum á næstu
misserum. Helmingur þeirra
verður á Seyðisfirði. Forstjóri
stofnunarinnar segir uppsafnaða
þörf fyrir nýtt húsnæði hafa verið
víða um landið.
Í byrjun mánaðarins var undirritað
samkomulag um aðkomu Bríetar,
leigufélags á vegum stofnunarinnar,
að byggingu sex íbúða á Seyðisfirði.
Áður var búið að semja um aðkomu
HMS að átta íbúðum þar fyrir 55
ára og eldri. Að auki hefur ýmist
stofnunin sjálf eða Bríet keypt tvær
nýjar íbúðir á Vopnafirði og komið
að uppbyggingu fjögurra íbúða fyrir
fatlaða á Egilsstöðum, fjögurra
íbúða á Borgarfirði, tveggja íbúða
á Fáskrúðsfirði og tveggja íbúða á
Djúpavogi.
„Stofnunin starfar náið með
sveitarfélögum um allt land.
Við unnum með þeim að
gerð húsnæðisáætlana til að
kortleggja íbúðaþörfina og svo
setti félagsmálaráðherra af stað
tilraunaverkefni með nokkrum
sveitarfélögum á landsbyggðinni.
Það leiddi til úrræða eins og rýmri
lána, sérstaks byggðaframlags
í stofnframlagakerfinu og
leigufélagsins Bríetar,“ segir
Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Uppbygging íbúðakjarna fyrir
55 ára og eldri á Seyðisfirði var til
dæmis afrakstur húsnæðiskönnunar.
Hún sýndi að þörf væri á íbúðum
fyrir eldri íbúa sem vildu minnka
við sig, sem aftur myndi leiða til þess
að stærra húsnæði fyrir fjölskyldur
myndi losna.
Lítil uppbygging áratugum
saman
Hermann segir stöðuna vissulega
misjafna milli byggðarlaga en þó séu
ákveðnir þættir áþekkir frá einum
stað til annars. „Það er rauður þráður
að lítil uppbygging hefur verið síðustu
áratugi. Því er þörfin uppsöfnuð.
Samantekt á húsnæðisáætlunum
sveitarfélaganna sýnir að þörf er á
minni og hagkvæmari íbúðum.“
Leigufélagið Bríet er í eigu sjóðsins
og leigir út íbúðir á landsbyggðinni.
Það er ekki rekið í hagnaðarskyni og
er því leigutekjunum aðeins ætlað
að standa undir rekstrarkostnaði.
Hermann bendir á það sem lykilatriði
í uppbyggingu fasteignamarkaðar á
landsbyggðinni, sem og samfélagsins
þar.
„Það eru ekki margir sem hafa
lagt í að byggja húsnæði til leigu á
landsbyggðinni. Við teljum að virkari
leigumarkaður á landsbyggðinni
styðji vel við byggðaþróun og geri
fólki kleift að færa sig á milli eftir
atvinnu. Það er stór ákvörðun að
þurfa að flytja og kaupa eða byggja.
En með leigumarkaði er hægt að fá
vinnu, leigja húsnæði og ef þér líkar
vel á staðnum byggirðu eða kaupir.“
Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af
árekstrum Bríetar og einkarekinna
leigufélaga. „Alls ekki. Þau eru fyrst
og fremst á höfuðborgarsvæðinu en
þar er Bríet ekki.“
Aðgerðir til að brúa bil
milli byggingakostnaðar
og söluverðs
Eitt af helstu vandamálum
fasteignamarkaðar á landsbyggðinni
hefur verið mismunur milli
byggingarkostnaðar og söluverðs,
það er að kostnaðurinn hefur verið
það hár, eða verðið ekki nógu hátt,
að ekki hefur borgað sig að byggja
til að selja. HMS hefur einnig þurft
að glíma við þetta vandamál sem
Hermann segir að ekki verið leyst
á einu bretti.
„Þessi mismunur hefur leitt til
þess að lítið hefur verið byggt víðast
hvar um landið. Við leysum hann
ekki á einu bretti en við örvum
markaðinn með leigufélaginu og
í gegnum lánaflokka HMS hefur
almenningur aðgengi að lánsfé til
að byggja fyrir sig. Við erum líka
komin með sérstakan lánaflokk,
Landsbyggðarlán, sem einstaklingar,
sveitarfélög og félög sem ekki eru
rekin í hagnaðarskyni, geta sótt um.
Þau eru veitt á svæðum þar sem
erfitt er að fjármagna verkefni eða
vaxtakjör eru mun hærri en á virkari
markaðssvæðum. Hægt er að fá þessi
lán greidd út á framkvæmdatíma
eftir framvindu verkefna.
Síðan erum við komin með
hlutdeildarlánin, sem reyndar eru
í boði um allt land, þar sem ríkið
lánar fyrir 20% af kaupverðinu
í formi eignarhalds. Þú þarft að
eiga 5% útborgun en við lánum
þér síðan 20% af afganginum, án
afborgana á vöxtunum. Afganginn
færðu hjá lánastofnun. Síðan
endurgreiðirðu okkur með hlutfalli
í verði húsnæðisins.“
Markaðsverðið hækkar á
landsbyggðinni
Annað vandamál sem bent hefur
verið á er að fólk sem flytji út á
landsbyggðinni ætlist til að fá
húsnæði þar afar ódýrt, í raun undir
markaðsvirði. Hermann segir það
standa til bóta. „Ég held að það
ástand hafi batnað því það hefur
verið jákvæð þróun í fasteignaverði
um land allt.“
Hann segir mikilvægt að reglulega
séu byggðar nýjar íbúðir til að halda
uppi markaðsverði. „Það sem stuðlar
að hærra verði er að fasteignir séu
góðar, reglulega séu byggðar nýjar
eignir, leigumarkaður sé virkur og
leigugjald í samræmi við kostnað
húsnæðisins. Þannig myndast
heilbrigður leigumarkaður sem
kannski hefur ekki verið um allt land.
Sums staðar hafa sveitarfélögin leigt
mest, þau þurfa að eiga húsnæði fyrir
félagslega notkun, en annars ættu
þau sem minnst að vera í leigu. Við
vonumst til að Bríet breyti þessu
þegar við verðum komin vel af stað
um land allt.“
GG
Húsnæðismál
28 nýjar íbúðir á vegum HMS á Austurlandi
Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mynd: GG
Verkefni á Austurlandi
sem HMS hefur komið að,
svo sem fjármagnað með
stofnframlögum, sérstöku
byggðaframlagi eða lánum og í
gegnum Bríeti.
Seyðisfjörður
Hvað? Kjarni með 8 íbúðum
fyrir 55 ára og eldri ásamt
samverurými.
Staðan? Unnið að skipulagi og
hönnun. Framkvæmdir hefjist
í vor.
Seyðisfjörður
Hvað? Sex 80-100 fm íbúðir
með 3-4 svefnherbergjum, að
líkindum í par eða raðhúsum.
Staðan? Auglýst eftir
byggingaraðilum til samstafs.
Íbúðirnar verði tilbúnar í vor.
Djúpivogur
Hvað? Tvær 80-100 fm íbúðir
með 3-4 svefnherbergjum, að
líkindum í par eða raðhúsum.
Staðan? Auglýst eftir
byggingaraðilum til samstarfs.
Framkvæmdir hefjist í vor,
íbúðir tilbúnar í byrjun árs
2021.
Fáskrúðsfjörður
Hvað? Tvær 80-100 fm íbúðir
með 3-4 svefnherbergjum, að
líkindum í par eða raðhúsum.
Staðan? Auglýst eftir
byggingaraðilum til samstarfs.
Framkvæmdir hefjist í vor,
íbúðir tilbúnar í byrjun árs
2021.
Borgarfjörður eystri
Hvað? Fjórar íbúðir í tveimur
parhúsum.
Staðan? Framkvæmdir hófust
í nóvember 2020 og á að ljúka
innan skamms.
Egilsstaðir
Hvað? Fjórar íbúðir í raðhúsi
fyrir fatlaða á Egilsstöðum.
Staðan? Framkvæmdir hófust
2019 og er lokið.
Vopnafjörður
Hvað? Alls átta íbúðir í tveimur
raðhúsum, af þeim keypti Bríet
tvær til leigu.
Staðan? Húsin voru byggð í
fyrra og tilbúin að mestu fyrir
áramót.
Hvað er HMS að
gera eystra?