Austurglugginn


Austurglugginn - 13.07.2012, Síða 4

Austurglugginn - 13.07.2012, Síða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 13. júlí Á BJÖRTUM SUMARDEGI VIÐ REYÐARFJÖRÐ É g var ekki fyrr sestur í ritstjórastólinn en mér var sagt frá frétt síðustu helgar. Sú snýst um úldin fiskipoka sem ætlar Reyðfirðinga lifandi að drepa. Nú, nú. Eins og kemur fram síðar í þessum skrifum vissi ég upp á hár um hvað málið snerist enda búsettur á Reyðarfirði. Veit allt um þessa lykt. En það fyrsta sem ég hugsa er þetta: „Bíddu við, úldinn fiskipoki? Er það frétt í smábæ úti á landi? Eru ekki úldnir fiskipokar út um allt hérna og hafa verið síðan einhvern tímann á nítjándu öld? Erum við virkilega orðin svona veruleikafirrt? Þarf allur heimurinn virk- lega að lykta eins og sótthreinsuð tannlæknastofa?“ En svo hugsa ég þetta: „Hægan Jón, hefurðu fundið lykt af úldnum fiski nýlega? Svarið er nei. Ég hef ekki fundið lykt af úldnum fiski svo árum skiptir ef undan- skilinn er síðasti laugardagsmorgun. Þá fann ég hana aftur. Og maður minn. Ég telst nú varla til eldri manna en man þó samt eftir því þegar maður gekk í Nesskóla klukkan korter í átta og sá ekki á milli ljósastóra vegna bræðslureyks. Þetta var hinsvegar ekki talin mengun, iðulega kölluðu þorpsfeðurnir þetta „peningalykt“ og hægt en bítandi fór manni að þykja þessi lykt góð. Ég fullyrði reyndar að öllum alvöru þorpurum finnist þessi lykt góð, rétt eins og allir alvöru Héraðsmenn fíla mykjulykt í botn. Sérstaklega á björtum og sólríkum góðviðrisdögum. En lyktin sem ég fann á morgungöngunni um síð- ustu helgi fannst mér hreint út sagt óbærileg og þegar ég nálgaðist Olíssjoppuna, þar sem ég ætlaði að kaupa mér risavaxin barnaís, og lyktin var sífellt svæsnari, sá ég mér þann kost vænstan að snúa við, koma mér heim og fara í langt bað. Meira að segja tíkinni Þoku fannst lyktin viðbjóðsleg og hún kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Ég veit að bræðslulykt og lykt af úldnu sjávarfangi er ekki sú sama en við skulum nú ekki vera með neinar hártoganir í þessum efnum. Þetta er stigsmunur - ekki eðlis. Síðar um daginn gleðst ég ógurlega þegar ég frétti af einstaklega samfélagslega meðvituðum fasteigna- sala á Reyðarfirði, hringjandi í mann og annan, með kröfur um viðbrögð af hálfu hins opinbera. Í stað þess að bíða eftir að opinberar eftirlitsstofnanir ríkisins geri eitthvað í málinu (eins og ég ætlaði að gera) tók maðurinn sig til og kvartaði rækilega í hvern þann sem varð að hlusta. Hef ég pottþéttar heimildir fyrir því að nokkrir útvaldir og ónefndir bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð, prestar, fógetar, ígildi kaupfélagsstjóra og aðrir valdamenn hafi ekki fengið neinn frið frá þessum kunningja mínum sem krafðist þess að yfir- völd „gerðu eitthvað - bara eitthvað! “ Og viti menn: Eitthvað mun gerast og úldni fiski- pokinn, sem kom að vestan (eins og forsetinn), verður fjarlægður í næstu hagstæðu vindátt. Ég sofna síðar um kvöldið kyrrlátum svefni, full- vissaður um mátt hins almenna borgara og rétt áður en ég festi svefn velti ég fyrir mér hvaða lykt verði næst bannfærð úr samfélagi manna. Er kannski búið að úthýsa þeim flestum? Hvernig lykt finnur maður eiginlega svona dagsdaglega í göngutúrnum? Enga ef til vill? Zzzzzz Jón Knútur Ásmundsson ... BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - kompan@vortex.is. Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. Hjalli Samþykktar voru breytingar á samgönguáætlun á nýloknu þingi þar sem gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast á næsta ári. Ekki er útilokað að ákvörðun um útboð Dýra- fjarðarganga geti legið fyrir eftir 2 - 3 ár. Þökk sé þeim þingmönnum sem samþykktu tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur um jarðgöng milli Seyðis- fjarðar og Egilsstaða. Framkoma ríkisstjórnarinnar sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu er til háborinnar skammar og sömuleiðis hjáseta Steingríms J. Sigfússonar. Fram kemur í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna að lögfesting veiði- gjalda sem hart hefur verið deilt um á Alþingi geri nú stjórnvöldum kleift að hefja kröftuglega uppbyggingu í samræmi við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar með er nokkuð ljóst að hægt verður að bjóða út mikil- vægar samgöngubætur á landsbyggðinni svo sem Norðfjarðargöng á næsta ári. Búið er að samþykkja breytingartillögu við samgönguáætlunina sem felur það í sér að stefnt verði að því flýta rann- sóknum og undirbúningi Fjarðarheiðarganga. Núverandi ástand vegarins á heiðinni sem stendur í meira en 600 m hæð er engum bjóðandi eftir að löggæslan var flutt án nokkurs tilefnis frá við- komustað Norrænu upp í Egilsstaði. Miðað er við að þessum rannsóknum og undir- búningi Seyðisfjarðarganga verði hagað með þeim hætti að framkvæmdir við göngin geti hafist í kjöl- far Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga. Mestu máli skiptir að beygjurnar í Neðri - Stafnum hverfi sem fyrst. Af fúsum og frjálsum vilja fæst réttlætið ekki sem af minnsta tilefni er tekið ófrjálsri hendi frá Seyðfirðingum, Norðfirðingum, Vopnfirðingum og fleiri landsmönnum á meðan stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga opinbera vanþekkingu sína á samgöngumálum Austurlands. Um tímamótasamþykkt er að ræða eftir að til- laga Arnbjargar Sveinsdóttur um Fjarðarheiðar- göng var samþykkt með afgerandi meirihluta á Alþingi þótt Steingrímur J Sigfússon hafi vottað Seyðfirðingum sína dýpstu fyrirlitningu. Allt tal um að Tryggvi Þór Herbertsson sé fyrsti flutnings- maður tillögunnar er sett fram gegn betri vitund. Óbreytt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar réttlætir ekki að þessi viðkomustaður ferjunnar sitji á hakanum enn meir en orðið er þótt Norð- fjarðar- og Dýrafjarðargöng verði efst á blaði. Erlendis verja álfyrirtækin miklum fjármunum í samgöngubætur og er ekkert óeðlilegt þótt svo yrði einnig hér á landi. Án þeirra eykst samstarf Vopn- firðinga aldrei við byggðirnar sunnan Hellisheiðar eystri og Norðausturhornið. Öllu máli skiptir að rannsóknum og undirbúningi á jarðgang- agerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar sé hagað með þeim hætti að unnt verði að stytta biðlistann eftir veggöngunum sem leysa af hólmi núverandi veg í 640 m hæð á Fjarðarheiði. Fyrr geta Seyðfirðingar aldrei fengið öruggari vegtengingu við Egilsstaðaflugvöll þegar illviðri og mikil snjódýpt á heiðinni eru höfð í huga. Stuðnings- menn Héðinsfjarðar- og Vaðlaheiðarganga á Aust- fjörðum sem þræta fyrir að Arnbjörg Sveinsdóttir hafi tvisvar flutt tillögu á Alþingi um veggöng undir Fjarðarheiði opinbera fyrirlitningu sína á samgöngumálum Mið-Austurlands og Suður- fjarðanna. Þessar rangfærslur um flutningsmann tillögunnar einkennast af þekkingarleysi, fáfræði, pólitískri siðblindu og árásum á samgöngumál Seyðisfjarðar sem skaða uppbyggingu atvinnu- veganna í fjórðungnum. Þær eru ekki til þess fallnar að rjúfa einangrun stóra Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað við heimamenn sem búa sunnan Oddsskarðsganganna, á suðurfjörðunum, norðan Fagradals og Hellisheiðar eystri. Þeir sem votta flutningsmanni tillögunnar um veggöng til Seyðisfjarðar sína dýpstu fyrirlitningu eiga það inni að þeir verði dregnir til ábyrgðar á orðum sínum. Það sluppu stuðningsmenn Axarvegar og Héðinsfjarðarganga á Austurlandi við þegar þeim var þvert um geð að Arnbjörg Sveinsdóttir skyldi fá samþykkta á Alþingi í febrúar 1999 tillöguna um að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Kannski kunna svona djarf- hugar ekki að meta annað betur en að þeim verði kennt að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum og orðum eftir þeim lagareglum sem í landinu gilda. Flýtum útboði Norðfjarðarganga. Guðmundur Karl Jónsson, farandverkamann. Veggöng undir Fjarðarheiði Guðmundur K. Jónsson

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.