Austurglugginn - 13.07.2012, Blaðsíða 12
Hugleiðing
Heimþrá
Þessi pistill er skrifaður í Saudi
Arabíu þar sem ég er að vinna
þessa dagana. Ég er nýkominn
aftur hingað út eftir þrjár vikur
heima á Íslandi. Þegar þetta er
skrifað er ég þjakaður af heimþrá.
Langar ekkert meira en að finna
hafgolu á vanga, faðma börnin
mín og konu, hlusta á lóuna og
drekka kaldan bjór. Ekkert af
þessu er í boði þar sem ég sit núna,
í víggirtu þorpi við Arabíuflóann.
Heimþrá er ekki þægileg tilfinn-
ing, en hún er samt ekki alslæm.
Hún minnir mann nefnilega á
það hvað maður á. Það er eitt-
hvað sem er auðvelt að gleyma í
annríki dagsins. Maður veit ekki
hvað maður á fyrr en maður missir
það. Og eflaust hefur maður gott
af því að missa það sem maður á
svona tímabundið til að minna
mann á hvað maður er ríkur. Dvöl
hér syðra gerir manni líka dagljóst
hvað maður er heppinn að búa í
landi þar sem stjórnvöld eru kjörin
í lýðræðislegum kosningum og
allir hafa kosningarétt. Þar sem
gjáin á millri ríkra og fátækra er gil
en ekki óbrúanlegt gljúfur, varið
með her og trúarvaldi. Þar sem
fólk getur trúað því sem það vill
og tjáð sig að vild. Þar sem fólk
getur lifað sínu lífi eins og það kýs,
svo lengi sem það gengur ekki á
rétt annarra. Þar sem karlar og
konur eru jafningjar. Þar sem fólk
ber almennt sæmilega virðingu
fyrir umferðarreglum. Þar sem
maður getur dreypt á vínglasi að
loknum ströngum vinnudegi. Þar
sem ekki er rusl út um allt. Þar
sem hitinn er ekki óbærilegur. Þar
sem maður andar ekki stöðugt að
sér ryki. Íslenskt samfélag er að
mörgu leyti stórfínt. Það er hollt
af fara í nógu langt ferðalag til að
minna sig á það. En við þurfum
að standa saman um að halda í
og efla það sem gerir samfélagið
okkar gott. Ég vil nefnilega ekki
hætta að fá heimþrá!
Sigurður Ólafsson
Stæk ýldulykt fannst á Reyðarf irði
um síðustu helgi. Við eftirgrennslan
kom í ljós að lyktin barst frá fiskeldis-
poka við þvottastöð Fjarðanets og segir
framkvæmdastjóri þess að farið verði
„rækilega yfir þetta með þeim sem sendu
pokann“.
Pokinn var geymdur þar fyrir utan
þvottastöðina, dragúldinn og eftir að
hafa hitnað mikið í sólinni á laugar-
daginn gaus upp mikil lykt sem barst
svo með vindáttinni og olli talsverðum
óþægindum á laugardag og sunnu-
dag. Að frátöldum kvörtunum íbúa
Reyðarfjarðar þá höfðu tjaldgestir á
tjaldstæðinu á Reyðarfirði kvartað
undan stækri ýldulykt á tjaldstæðinu
og þá olli lyktin einnig talsverðum
óþægindum hjá viðskiptavinum Olís.
Jón Einar Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Fjarðanets, segir að
pokarnir komi til þeirra frá fiskeldis-
fyrirtækjum í þvott og viðhald. „Við
þvoum þá í þar til gerðri þvottavél og
eftir þvott fara þeir í viðgerð og við-
hald á verkstæði okkar í Neskaupstað
og síðan aftur í þvottastöðina þar sem
þeir eru oftast litaðir með gróður-
hamlandi efnum áður en þeir fara
í sjó aftur“.
Aðspurður að því hvers vegna
lyktin hafi verið svo áberandi segir
Jón Einar að fyrirtækið hafi verið
að fá poka í þvott að vestan sem í
var mikil skel. „Hann hefur trúlega
farið beint í gám þegar hann kom úr
sjó og þá fór strax að hitna í honum
og hann var búinn að vera nokkra
daga í gámnum þegar hann kemur til
okkar.“ Jón Einar segir að Fjarðanet
fari yfir þetta með viðskiptavinum
fyrirtækisins enda sé enginn hagur í
því að vera að flytja skel milli lands-
hluta. Hann segir að Fjarðanet muni
fara „rækilega yfir þetta með þeim
sem sendu okkur pokann til að
tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Jón Einar bendir á að fyrirtækið sé
búið að reka þvottastöðina í níu ár
og „svona lagað hefur aldrei komið
fyrir áður, þó svo að oft sé einhver
skel í pokunum sem koma til okkar“.
Helgu Hreinsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits
Austurlands, var gert viðvart á laug-
ardaginn sem hafði þá samband við
forsvarsmenn Fjarðanets. Hún segir
að fyrirtækið hafi gert viðeigandi ráð-
stafanir með því að breiða yfir pok-
ann og hamla útbreiðslu lyktarinnar.
Síðan verður pokinn fjarlægður þegar
vindátt er hagstæð og fremur svalt.
Helga segir að Heilbrigðiseftirlitinu
hafi aldrei áður borist kvörtun vegna
umræddrar atvinnustarfsemi en
engu að síður þá eigi íbúar ekki að
þurfa að þola svona óþægindi frá
atvinnustarfsemi.
RS
Megn ýldulykt
yfir Reyðarfirði
Hér sést vel þegar rýkur úr úrganginum við þvottastöðina sl. laugardagskvöld.
Mikil stækja kom frá f iskeldispoka að vestan.
Búið að breiða yfir sökudólginn.