Austurglugginn


Austurglugginn - 19.08.2021, Qupperneq 3

Austurglugginn - 19.08.2021, Qupperneq 3
Fréttir frá Fjarðaáli Ábyrgðarmaður: Dagmar Ýr Stefánsdóttir Farfuglarnir hjá Fjarðaáli BRÍET SIGURJÓNSDÓTIR Fólkið er það besta við vinnuna Bríet Sigurjónsdóttir gegnir stöðu framleiðslustarfsmanns á E-vakt í kerskála og þetta er hennar fyrsta sumar hjá Fjarðaáli. Foreldrar hennar, Sigurjón Rúnarsson og Kristborg Bóel Steindórsdóttir hafa reyndar báðir unnið hjá fyrirtækinu en þau eru farin í önnur störf. Stjúpmóðir hennar, Rebekka Rán Egilsdóttir, er öryggisstjóri Fjarðaáls. Um ástæðuna að baki því að Bríet hafi ákveðið að vinna í álverinu í sumar, segir hún að það sé vegna góðra tekjumöguleika og einnig að margir af vinum hennar séu að vinna þar. Hvað finnst henni best við vinnuna hjá Fjarðaáli? „Fólkið er án efa það skemmtilegasta við vinnuna,“ segir hún afdráttarlaust. „Stemningin er mjög góð og allt fólkið sem ég vinn með er frábært.“ Og hvað finnst henni erfiðast? „Það getur verið erfitt að vinna í miklum hita, og eins og í flestum störfum þá tekur tíma að venjast svona líkamlegri vinnu.“ Það er eflaust mikil breyting að fara úr kyrrsetuvinnu eins og nám getur verið í það að ganga fleiri kílómetra á dag. Hvað hitann varðar og aðgerðir til að gæta að hitaálagi, segist Bríet reyna eins og hún getur að drekka nægilega mikið af vatni og taka góð hlé annað slagið til að ná hitanum aðeins niður. „Síðan er líka frábært að hægt sé að fá sér frostpinna inn á milli,“ segir hún. Skemmtilegur og jákvæður vinnustaður Bríet hefur lagt stund á nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum og útskrifaðist þaðan með stúdentsgráðu í maí. Hvað framtíðina varðar segist hún óákveðin en ætlunin sé að vinna hjá Fjarðaáli til áramóta og fara síðan í áframhaldandi nám og ferðast eins og hún getur. BERGUR ÁGÚSTSSON Fjölbreytt vinna og skemmtilegt fólk Bergur Ágústsson hefur í sumar unnið sem framleiðslustarfsmaður á C-vakt í steypuskála. Þetta er annað sumarið hans svo hann er einn af farfuglunum og hyggst snúa aftur næsta sumar. Hann var einnig að vinna hjá Fjarðaáli um jólin og páskana. Um ástæðu þess hvers vegna hann valdi að koma og vinna hjá Fjarðaáli í sumar segir hann: „Ég var búinn að heyra góða hluti þannig ég ákvað bara að prófa og sé ekki eftir því.“ Bergur er sammála Bríeti að samstarfsfólkið skipti miklu máli, þegar hann svarar spurningunni um hvað sé skemmtilegast við vinnuna. „Það skemmtilegasta er sennilega hvað þetta er fjölbreytt vinna og hvað ég er að vinna með skemmtilegu fólki.“ Aðspurður hvað sé það erfiðasta við vinnuna, segir hann: „Hoppvaktirnar eru sennilega það erfiðasta.“ Með hoppvakt á Bergur við þegar aðeins átta tímar eru milli vakta sem gerist tvisvar í hverri vaktalotu þegar skipt er milli nætur- og kvöldvakta annars vegar og kvöld- og dagvakta hins vegar. Tvíburabróðir á annarri vakt Á veturna stundar Bergur nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Ég veit ekki alveg hver framtíðaplönin eru,“ segir hann, „en ég á eftir sennilega að mennta mig eitthvað meira og koma svo alltaf í álverið í á sumrin.“ Í sumar hefur hitinn á Reyðarfirði oft farið upp fyrir 20 stig og þá getur vinnuumhverfið orðið heitt. Bergur segist glíma við hitaálagið með því að drekka vatn mjög reglulega. Hann segir stemninguna mjög góða á vaktinni sinni. Aðspurður hvort hann eigi fjölskyldumeðlim hjá Fjarðaáli segir hann að tvíburabróðir hans, Eysteinn Ágústsson, sé á B-vaktinni í steypuskála. Að lokum spyrjum við: Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Alcoa Fjarðaáli? „Ég myndi lýsa honum sem skemmtilegum og fjölbreyttum vinnustað,“ svarar hann. Á hverju vori, þegar skólaárinu lýkur, fyllast kerskáli, steypuskáli og skautsmiðja Fjarðaáls, ásamt fleiri stöðum á álverssvæðinu, af ungu fólki sem er komið til að vinna yfir sumarið á meðan fastir starfsmenn taka sér frí og góða hvíld. Sumir þessara tímabundnu starfsmanna hafa snúið aftur ár eftir ár eins og farfuglar og jafnvel komið í fullt starf að loknu stúdentsprófi eða háskólanámi. Við tókum tvo af núverandi sumarstarfsmönnum tali til að kynnast þeim, draumum þeirra og væntingum. Annar þeirra er „farfugl“ en hinn er að vinna í fyrsta skipti hjá Fjarðaáli, annar er karlmaður og hinn er kona. Þess má geta að hlutfall kvenna í hópi sumarstarfsmanna er yfirleitt mun hærri (eða um 50%) en í hópi fastra starfsmanna þannig að líkurnar aukast á því að Fjarðaáli takist að ná því takmarki sínu að hafa hlutfallið jafnt milli kynjanna. Bríet, sem er lengst til vinstri á myndinni, með hópi vinnufélaga að gæða sér á kælandi frostpinnum á góðvirðisdegi í sumar. Bergur Ágústsson ætlar að vinna í álverinu næstu sumrin.

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.