Austurglugginn


Austurglugginn - 04.10.2013, Page 3

Austurglugginn - 04.10.2013, Page 3
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 4. október 3 Fréttir frá Fjarðaáli Umsjón: Hilmar Sigurbjörnsson ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls. Samfélagsverkefni starfsmanna Alcoa Skúli Andrésson í Njarðvíkurrétt. Ljósm. Andrés Skúlason. Árið 2013 vinna starfsmenn Alcoa Fjarðaáls og fjölskyldur þeirra níu svokölluð ACTION-verkefni sem snúa að velferð barna, unglinga, fatlaðra og eldri borgara. Fimm eða fleiri starfsmenn vinna í fjórar klukkustundir eða lengur að hverju verkefni. Samfélagssjóður Alcoa styrkir þá um leið viðkomandi samtök um 1.500 eða 3.000 dollara. Tvö verkefni voru unnin um síðustu helgi. Þjónustuíbúðir fatlaðra í Neskaupstað 28. september Í Neskaupstað var lögð stétt og smíðaðir þrír rampar fyrir hjóla-stóla við þjónustuíbúðir fatlaðra. Fjarðabyggð lagði til efni, mann-skap og tæki við gerð undirlags fyrir stéttina, Sigurjón Kristinsson trésmíðameistari veitti faglega aðstoð og G. Skúlason gaf ryðfrítt stál á brúnir rampanna. Hlöðver Geirsson hamraði niður hellur í fullkomna stétt.. Daníel Heiðarssyni fannst ekki leiðinlegt að fá að ryksuga. Jitka naut þess að vera úti í góða veðrinu að laga til í kringum Zveskjuna. Gummi Páls lagaði lýsinguna í Zveskjunni. Smári Kristinsson kom frá Egilsstöðum til að leggja parket í Zveskjunni og gerði það af alkunnri fagmennsku. Guðni og Siggi Sveins smíða ramp fyrir hjólastóla. Hérna er búið að leggja stéttina og smíða rampana fyrir hjólastólana. Eftir er að setja trékanta og ryðfrítt stál á brúnir rampana. Félagsheimilið Zveskjan Reyðarfirði 28. september Á Reyðarfirði var lagt til atlögu við Zveskjuna, félagsmiðstöð grunnskólans. Verkefnalistinn var langur og vinnan fjölbreytt eins og myndirnar bera með sér.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.