Austurglugginn - 04.10.2013, Side 4
4 Föstudagur 4. október AUSTUR · GLUGGINN
BúðAReyRI 7, 730 ReyðARFjöRðUR
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Kristborg Bóel Steindórsdóttir • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - fagri15@simnet.is.
útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Ritstjóraspjall
Austurskáld
Kálfur er fæddur og það
að haustlagi. Austurbrúar-
kálfurinn sko, upplýsinga-
heftið um hið stórglæsilega
almenningssamgöngukerfi á
Austurlandi.
Ég man alveg óskaplega lítið
úr æsku minni. Sumar vinkonur
mínar geta þulið upp heilu
bálkana úr grunnskólagöngu
sinni og muna jafnvel fötin
sem þær klæddust fyrstu þrjár
vikurnar í öðrum bekk. Þetta
þykir mér alveg einstaklega
merkilegt, en efast þó á sama
tíma um að ég hafi yfirhöfuð
verið uppi öll þessi ár.
Auðvitað man ég þó einstaka
atriði. Eins og þegar Jói bróðir
skar upp sparibaukinn minn og
stal öllum bláu tíköllunum sem
ég var búin að safna heilan vetur.
Hann vantaði víst nauðsynlega
pening fyrir bensíni á skellinöðruna sína blessaður. Mamma lét hann
heyra‘ða og hann sá sóma sinn í því að borga mér til baka. Eins fallegt.
Einnig man ég eftir ákveðinni rútuferð. Í þá daga var aðeins flugrútan
á ferðinni. Einhverju sinni fórum við mamma með henni frá Stöðvarfirði.
Ekki þó til móts við flug, heldur til þess að fara til tannlæknis á Egilsstöðum.
Þessa ferð man ég eins og hún hafi gerst í gær, í allra mesta lagi í síðustu
viku. Ég hef verið sirka sex ára. Við mæðgur vorum einar í rútunni, fyrir utan
unglingsstelpu. Hún sat fremst. Ég man ég virti hana fyrir mér og fannst
hún fallegri en álfadís. Ó hvað mig langaði að vera eins og hún.. Með sítt
ljóst, liðað hár. Líklega af því að sjálf var ég með spegilslétt og hrafnsvart.
Nema bara hvað. Á miðri leið fór stelpan á ferðina. Gekk í áttina til okkar.
Stoppaði svo fyrir framan sætið hjá okkur, rétti út hendina og sagði; „Viltu
sleikjó?“ Ég man ennþá hvernig sleikjóinn var. Ljósbleikur, þunnur með
blómamynd í miðjunni. En hvað gerði ég? Hristi hausinn og kom ekki
upp orði. Mamma reyndi að koma fyrir mig vitinu og þiggja gjöfina, en
það var ekki við það komandi.
Ástæðan var hvorki sú að mig langaði ekki í sleikjóinn eða hafði fyrirfram
samviskubit vegna sælgætisáts á leið minni til Ragnars tannlæknis. Ég hafði
aldrei séð nammi sem mig langaði meira í. Aldrei. Ástæða neitunarinnar
var sú að ég var svo stjarnfræðilega feimið barn að leitun var að öðru eins.
Treysti mér engan vegin til þess að segja já og þurfa þá að eiga í samskiptum
um framhaldið. Aumingja álfadísin brosti bara kurteislega, dró hendina til
baka og hélt aftur í sæti sitt.
Þetta eru nánast einu kynni mín af almenningssamgöngum á Austurlandi.
Ég á þó líklega eftir að bæta úr því, enda hef ég mannast til muna með
árunum.
Geymið blaðið, fyrir alla muni – hver veit hvenær þið ætlið næst að skella
ykkur í ferð.
Ljósm. Kormákur Máni - KOX
Hrafnkell Lárusson, Austurskáld síðasta blaðs, skoraði
á Svein Snorra Sveinsson að kasta fram ljóði. Sveinn
gerði það með glöðu geði og sendi jafnframt með
örlitla hugleiðingu.
Barátta góðs og ills hefur lengi verið mér umhugsunarefni
eins og í öðru óbirtu ljóði eftir mig þar sem myrkrið
er þeirrar náttúru að ljósið getur ekki lýst það upp,
þá tefli ég þessum andstæðum fram með ákveðna
hugsun í huga:
Hið vonda getur aldrei sigrað
því sigur felur í sér
eitthvað gott
en það vonda
verður alltaf vont.
Sveinn Snorri skorar í framhaldinu á Arndísi Þorvaldsdóttur
að koma með næsta innlegg á þessum stað í blaðinu.
Hollráð
Hunda Hönnu
Sæl HundaHanna
Við fjölskyldan vorum að fá okkur hvolp og langar til þess að hann
sé áreiðanlegur þegar við köllum á hann. Hvernig getum við þjálfað
upp gott innkall?
Hvolpar vilja yfirleitt ólmir vera hjá manni og fara sjaldan langt en
stundum gera eigendur þau mistök að ætlast til þess að hvolpurinn
viti hvað „komdu“ þýðir, án þess að hafa kennt honum það.
Þetta merkir að alltaf verður að segja „komdu“ þegar hvolpurinn
er á leið í áttina til þín en ekki frá þér. Hann þarf að tengja orðið við
það að hlaupa til þín – og ekki er verra að það bíði honum eitthvað
gúmmelaði þegar hann er kominn alla leið til þín.
Passaðu þig á því að ef þú verðlaunar hann fyrir að koma, þarftu
að verðlauna akkúrat það, en ekki segja „komdu“ og svo „sestu” og
verðlauna svo. Alltaf verðlauna um leið og hundurinn kemur.
Gangi ykkur vel!
ISSN1670-3561
40. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 15. október Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:
Sími 458 8840
www.svn.is
Fjölmenn mótmæli
um allt Austurland.
Reiði á íbúafundi á
Egilsstöðum.
Sjá nánar á bls. 6.
Austurglugginn og
Þekkingarnet Austurlands
eiga samstarf um útgáfu
Austurgluggans þessa viku.
Í blaðinu er sérstök áhersla
lögð á þekkingarsamfélag
Austurlands.
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
Einungis 2 af 10 þingmönnum norðausturkjördæmis
styðja óbreytt fjárlagafrumvarp. Enginn þingmaður
Samfylkingarinnar.
Fellir landsbyggðin
ríkisstjórnina?
Umfjöllun bls. 6
ISSN1670-356138. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 1. október Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:
Sími 458 8840
www.svn.is
Stórhuga
blakdeild í
Neskaupstað
Sjá nánar á bls. 2 Sjá nánar á bls. 12
Steingrímur J.
á SSA aðalfundi
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
Breið samstaða
SSA á Breiðdalsvík
7-6 .slb
A Ð A L F U N D U R
ISSN1670-3561
39. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 8. október
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Sjá nánar á bls 2.
Aðalfundur Sambands ísl nskra sveitarfélaga
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
sig um set í stærra og betra húsnæði. Er afgreiðslan opin virka daga frá 9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:
Sími 458 8840
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
www.svn.is
Sjá nánar á bls. 5.
Vinavika
Vopnafjarðar - fengu kveðju frá biskupi Íslands
Tillögur að fjárlögum næsta árs bitna harkalega á landsbyggðinni og munu koma niður á starfsemi HSAÍtarleg yfirferð um fjárlagafrumvarpið í opnu blaðsins
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
Fer svona fyrir fjárfestingum fyrri ára í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi?
Áskriftarsími
austurgluggans er
891 6484
Viltu auglýsa í Austurglugganum?
Auglýsingasíminn er
891 6484