Austurglugginn


Austurglugginn - 04.10.2013, Síða 7

Austurglugginn - 04.10.2013, Síða 7
Geymdu mig Heildstætt samgöngukerfi sem þjónar heilum landshluta Strætisvagnar Austurlands (SVAust) hófu formlega göngu sína í sumar en með þjónustunni var brotið blað í almenningssamgöngum í fjórðungnum þar sem Strætisvagnar Austurlands eru fyrsta heildstæða almenningssamgöngukerfið sem þjónar heilum landsfjórðungi. Í desember á síðasta ári efndi framkvæmdastjórn SSA til hugmyndasamkeppni um nafn og merki fyrir nýja almenningssamgöngukerfið sem var þá í burðar- liðunum. Hlutskörpust varð Alma J. Árnadóttir, en alls bárust átta tillögur. Í rökstuðningi dómnefndar kom m.a. fram að vinningstillaga Ölmu sameini þá kosti að vera einföld, skýr og alþjóðleg. Ný gjaldskrá Með SVAust tók gildi gjaldskrá sem byggir á gjaldsvæðum. Hvert gjaldsvæði spannar 15 km og tekur almennt fargjald mið af þeim fjölda gjaldsvæða sem ferðast er um. Forsagan Leiðarkerfi SVAust hefur verið rekið í hálft annað ár sem þróunarverkefnið Skipulagðar almenningssamgöngur á Austurlandi. Því var upphaflega hrundið af stað af Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Austurbrú á grund- velli samnings Vegagerðar ríkisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um sérleyfisakstur. Grunnur kerfisins byggist hinsvegar á öflugu samgöngukerfi Alcoa Fjarðaáls sem viðkemur starfsmannaakstri auk þess sem alþjóðlegi sam- félagssjóðurinn Alcoa Foundation styrkir verkefnið til þriggja ára. Rekstur leiðakerfisins byggir á þremur stoðum; sérleyfissamningum, starfs- mannaaksti Alcoa Fjarðaáls og akstri sveitarfélaga. Við þá þjónustu sem áður byggðist á sérleyfissamningum á milli Vegagerðarinnar og sérleyfishafa bætist annars vegar sá akstur sem var á vegum einstakra sveitarfélaga og hins vegar starfsmannaakstur Alcoa Fjarðaáls. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Djúpivogur hafa haft milligöngu fyrir hönd þeirra átta sveitarfélaga sem eru á Austurlandi um samningagerð við viðkomandi akstursaðila, ásamt þeim sérsamningi sem gerður hefur verið vegna aksturs til Borgarfjarðar eystri. Markmið sveitarfélaganna á Austurlandi er að heildstætt kerfi í almenningssam- göngum gegni því tvíþætta hlutverki að tengja byggðir landshlutans saman og veita íbúum og ferðamönnum raunhæfan valkost í ferðum jafnt innan fjórð- ungsins sem til hans og frá. Framtíðarþróun verkefnisins felst í því að bjóða uppá tíðari ferðir auk þess að tengja inní kerfið akstur milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs og frá Vopnafirði. Nánari upplýsingar veitir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fulltrúi nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú, netfang asta@austurbru.is.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.