Austurglugginn


Austurglugginn - 04.11.2021, Side 2

Austurglugginn - 04.11.2021, Side 2
2 Fimmtudagur 4. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Átján fyrirtæki af Austurlandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2021. G. Skúlason í Neskaupstað hefur verið þar síðan byrjað var að taka listann saman. Austurtak á Egilsstöðum er nýtt á listanum. Af fyrirtækjunum átján eru flest á Egilsstöðum eða helmingurinn. Það stærsta er hins vegar í Neskaupstað, Síldarvinnslan, sem er í sjötta sæti á landsvísu. Þrjú önnur fyrirtæki eru frá Norðfirði. Að auki eru tvö fyrirtæki frá Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Alls eru 853 fyrirtæki á listanum, eða um tvö prósent allra virkra fyrirtækja í landinu. Þetta eru tíu fleiri fyrirtæki en í fyrra. Til að komast á listann þurfa fyrirtækin að standast kröfur um stöðugan rekstur undanfarin þrjú ár. Fyrirtæki geta bæst á listann frá kynningu hans þar til árið er liðið. Samsetning listans getur breyst nokkuð á milli ára, en til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann. Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið að minnsta kosti 20%, rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir, ársniðurstaða jákvæð, rekstrarhagnaður og eignir ekki undir 100 milljónir þennan tíma. GG Stefnt er á að framkvæmdir við nýja fráveitu á Djúpavogi hefjist í vor. Áætlað er að framkvæmdir kosti um 300 milljónir króna og verði unnar í áföngum næstu 4-5 ár. Nýverið fékkst styrkur í verkið upp á rúmar 28 milljónir króna úr fiskeldissjóði sem nýtist til að koma fyrst áfanga í framkvæmd. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hóf undirbúning verksins áður en það sameinaðist Múlaþingi fyrir rúmu ári. Sveitarstjórnin taldi fráveituna forgangsverkefni því skólp fer í dag óhreinsað út í sjó. HEF veitur tóku síðan við verkinu og var það á útfært frekar. Áætlanir nú miðast við að öflugra hreinsivirki og að öll hverfi bæjarins verði tengd fráveitunni. Þessu til viðbótar hyggst HEF halda áfram borunum eftir heitu vatni við Djúpavog. GG Fjarðabyggð og Rotterdamhafnir undirrituðu í síðustu viku viljayfirlýsingu með sérstaka áherslu á framleiðslu vetnis og annarra grænna orkugjafa. „Höfnin í Rotterdam er stærsta höfn Evrópu og jafnframt stærsta orkuhöfnin. Hollendingarnir ætla sér að framleiða mikið vetni sjálfir en sjá líka fyrir sér að flytja inn. Þess vegna erum við ein af átján höfnum sem þeir semja við. Þeir nálguðust okkur síðasta vetur og við höfum verið í viðræðum síðan í sumar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann sótti í síðustu viku dagskrá sem hollenska ríkið skipulagði um vetnisvinnslu og bauð fulltrúum sextán annarra ríkja. Það er ótrúlega mikilvægt í öllu þessu ferli að komast í þær samræður og þekkingu sem hér eru. Hér er mikil þekking á vetni, ammoníaki og fleiri hlutum. Það er mikilvægt fyrir okkur að tengjast slíkum aðilum og kynnast þeim möguleikum sem þeir sjá.“ Fjarðabyggð hefur að undanförnu skrifað undir viljayfirlýsingar vegna fyrirhugaðs græns orkugarðs á Reyðarfirði, þar sem fyrirhugað er að framleiða rafeldsneyti. Jón Björn segir orkugarðinn og samkomulagið við Rotterdamhafnir ótengd þótt vissulega styðji hvort við annað. Hann segir mikla þörf á rafeldsneyti framundan og því þurfi ekki að óttast samkeppni, spurningin sé fremur hvort hægt verði að framleiða það sem kaupendur vilji. GG Auglýsa eftir tilboðum í Vopnafjarðarflug Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í sérleyfi á flugi milli Vopnafjarðar, Þórshafnar og Akureyrar, sem og milli Akureyrar og Grímseyjar. Skylt er að bjóða í báðar leiðirnar. Gerðar eru um kröfur um tveggja hreyfla vélar sem að lágmarki taki sex farþega og 600 kg hleðslu. Tilboðsfrestur er til 7. desember og verða tilboðin opnuð síðar þann dag. Telja ekki nóg að þrífa með brómi Heilbrigðiseftirlit Austurlands íhugar að fella í burtu undan- þágu sem Blábjörg ehf. á Borgarfirði hafa haft frá árinu 2017 til að hreinsa heita potta með brómi. Sýni sem eftirlitið tók þar nýverið stóðust ekki reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Þá gerir eftirlitið athugasemd við að í ljós hafi komið að brómið sé notað til að hreinsa tvo potta en ekki einn. HAUST fer fram á úrbætur og að vatnið reynist í lagi, ella verði undanþágan afnumin. Þarft að fara yfir hreppamörk í skipulagsgerð Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings telur nauðsynlegt að fara betur fyrir mörk sveitarfélagsins og Fjarðabyggðar við endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar sem nú stendur yfir. Ráðið bendir sérstaklega á að teningar orku- og fjarskiptaleiða frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar virðist vanta inn á uppdrátt auk þess sem fara þurfi yfir gönguleiðir sem merktar séu á milli. Halda áfram brúagerð Gönguklúbbur Seyðisfjarðar undirbýr að halda áfram endurbótum á leiðinni úr Seyðisfirði yfir til Loðmundarfjarðar. Í sumar var með aðstoð þyrlu Landhelgis- gæslunnar komið á brú yfir Hjálmá, sem smíðuð var á vegum klúbbsins. Fleiri varasöm vatnsföll eru á leiðinni og nú hefur klúbburinn óskað eftir leyfi til að setja upp brú yfir Selsstaðaá í Kolstaðadal. MOLAR Viljayfirlýsing um samstarf hafnanna í Rotterdam og á Reyðarfirði Undirbúa fráveituframkvæmdir á Djúpavogi Tuttugu austfirsk fyrirtæki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Síldarvinnslan hf. Eskja hf. Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga svf. (KFFB) Þ.S. Verktakar ehf. HEF veitur ehf. Haki ehf Launafl ehf. Ylur ehf. J Hlíðdal ehf Myllan ehf. Austurverk ehf. G. Skúlason vélaverkstæði ehf. Framjaxlinn ehf Nestak ehf.,byggingaverktaki Jónsmenn ehf. Héraðsverk ehf. Lostæti-Austurlyst ehf. Fiskmarkaður Austurlands ehf. Egilsstaðabúið ehf Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri og René Van Der Plas framkvæmdastjóri alþjóðlegra samskipta hjá Rotterdamhöfn eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar í Rotterdam í gær. Mynd: Fjarðabyggð

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.