Austurglugginn


Austurglugginn - 04.11.2021, Side 11

Austurglugginn - 04.11.2021, Side 11
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. nóvember 11 „Áhuginn á þessu kom mér þægilega á óvart og við töldum um fimmtíu manns sem mættu í salinn,“ segir Dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann hélt málstofu um heimagreftranir í Kirkjuseli í Fellabæ fyrir skömmu en Hjalti hefur lengi rannsakað það fyrirbæri hérlendis. Heimagreftranir voru um tíma vinsælar hérlendis en sá siður náði fyrst nokkurri útbreiðslu í landinu á síðustu áratugum nítjándu aldar og slíkar greftranir voru aldrei vinsælli en frá 1930 til 1963 þegar sett voru lög sem bönnuðu greftrun í túnfætinum heimavið. Rannsóknir Hjalta hafa sýnt að þó oft hafi legið beinar praktískar ástæður fyrir þessu vali fólks þá voru margvíslegar aðrar ástæður fyrir heimagreftrun og um tíma virðist slíkt nánast hafa verið í tísku á tilteknum svæðum. Öðruvísi sé erfitt að geta sér til um hvers vegna heimagreftanir voru eins fjölmennar í landinu og raun ber vitni. „Oft var einfaldlega mjög erfitt um vik að flytja lík í vígða kirkjugarða langt fjarri. Það var til dæmis raunin á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð. Kirkja þeirra og grafreitur var löngum hinu megin Jökulsárinnar og ekki lítið mál að komast yfir hana til jarðsetningar. Aðrar ástæður sem tilteknar voru gat verið mjög djúp sorg sem þýddi að fólk gat ekki hugsað sér að grafa ástvin fjarri heimilinu. Enn aðrir vitnuðu í átthagaást hins látna sem vildi láta jarða sig á jörð sinni. Svo auðvitað nokkrir sem ekki tilheyrðu kirkjunni og játuðu henni ekki trú sína og vildu því hinstu hvíld annars staðar en í kirkjugarði.“ Austurlandið sér á parti Möguleg ástæða þess hve málstofa Hjalta var vel sótt gæti verið sú að heimagreftranir voru hvergi algengari en á Austurlandi og slíkar grafir töluvert dreifðar um fjórðunginn þó flestar finnist þær í Fellum. Slíkir grafreitir aðeins færri á Norðurlandi og mun sjaldgæfari vestan- og sunnanlands. „Ástæður þess hve margir heimagrafreitir finnast í Fellum eru þekktar,“ segir Hjalti. „Þar var vandamálið að á þriðja áratug tuttugustu aldar var kirkjugarðurinn við Áskirkju í Fellum fullgrafinn og þegar búið var að taka útbúa nýjan reit og jarða átti á staðnum kom í ljós að hann reyndist ónothæfur vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þetta var lykilatriði til að heimild fékkst til að stofna fyrsta heimagrafreitinn í sókninni og þeir urðu alls fimmtán talsins eða fleiri en í nokkurri annarri sókn á landinu.“ Alls eru staðfestar heimildir um 170 heimagrafreiti í landinu öllu og þar af 57 í því sem nú kallast Múlaprófastsdæmi. Það gerir svo mikið sem 34 prósent allra heimagrafreita í landinu. Þó ber að hafa þann varnagla á að hér auðvitað aðeins um þekktar grafir að ræða en þær kunna að vera mun fleiri sem fallið hafa alfarið í gleymskunnar dá. Hjalti segir heildarfjölda heimagrafreita merkilegan fyrir þær sakir að lengi vel þurfti leyfi bæði frá konungi í Kaupmannahöfn og innlendum yfirvöldum til að grafa ástvin eða nákominn ættingja á heimaslóð. Heimildir eru til um allt að 200 formlegar slíkar beiðnir. „Þetta var ferli sem tók marga mánuði og jafnvel ár og jafnvel eftir allan þann tíma var ekki gefið að fá jákvætt svar. Jafnvel þó konungur tæki erindinu vel voru svo yfirvöld hérlendis og jafnvel kirkjan sjálf sem gátu sett skorður við slíkum óskum þannig að þetta var ekki einfalt mál að fá í gegn oft á tíðum.“ Ekki séríslenskt fyrirbæri Hjalti segir erfitt að segja til um hversu útbreidd heimagreftrun hafi verið annars staðar í heiminum. Til þess séu gögn og rannsóknir einfaldlega af of skornum skammti. „Þetta tíðkaðist líka í Noregi á svipuðum tíma en þar er munurinn þó sá að heimagrafir þar eru í heildina nánast jafnmargar og slíkar grafir hérlendis. Með tilliti til að í Noregi bjó margfalt fleira fólk má ljóst vera að þetta var hlutfallslega mun vinsælla hérlendis og það verður að viðurkennast að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir ástæðum þessara vinsælda um tíma.“ „Um tíma var nánast í tísku að grafa ástvini heimavið“ Heimagreftrun AE Dr. Hjalti Hugason hefur lengi rannsakað tilurð heimagrafreita hérlendis en fyrirbærið þykir um margt æði sérstakt. Mynd: AE Heimagrafreitur í Ekkjufelli í Fellum. Hvergi er meira um slíka grafreiti en á því svæðinu á landsvísu. Mynd: AE

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.