Austurglugginn


Austurglugginn - 25.11.2021, Síða 2

Austurglugginn - 25.11.2021, Síða 2
2 Fimmtudagur 25. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Formaður heilbrigðisnefndar Austurlands telur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) vel geta tekið að sér fleiri verkefni. Því miður hafi þróunin verið í aðra átt. Umhverfisstofnun ákvað nýverið að endurnýja ekki þjónustusamning við HAUST um eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum. Nokkur misseri eru síðan stofnunin hafði gert slíkt hið sama með eftirlit með sorpurðunarstöðum. Jón Björn Hákonarson, formaður nefndarinnar, telur þetta vera þróun í öfuga átt. „Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hefur byggst upp síðustu ár með öflugum starfsstöðvum með vel menntuðu starfsfólki. Þótt það starfsfólk sem flýgur hingað austur sé allra góðra gjalda vert og vel hæft í sínu starfi þá teljum við vænlegra til árangurs að efla eftirlitið heima í héraði. Sigrún Ágústsdóttir, framkvæmda- stjóri Umhverfisstofnunar, segir skorta skýrari lagaheimildir fyrir útvistun eftirlits stofnunarinnar auk þess sem það hafi almennt ekki gefist vel. Breyttar forsendur vegna viðskiptakerfis með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda hafi einnig haft áhrif á ákvörðunina. Fyrir henni séu aðeins faglegar forsendur, stofnunin hafi sýnt það í verki með auglýsingum um störf án staðsetningar undanfarin misseri að það sé henni kappsmál að byggja upp störf á landsbyggðinni. GG Einar Þorsteinsson tekur við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls þann 1. desember 2021. Tor Arne Berg sem hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa en hann mun vera Einari innan handar út desembermánuð. Einar hefur fram til þessa starfað hjá Elkem og þar hefur hann gegnt margvíslegum stöðum um víða veröld. Starfsstöðvar hans hafa verið á Íslandi, í Frakklandi og í Kína og störfin fjölbreytt, þeirra á meðal forstjóri, ráðgjafi, yfirmaður ferlaþróunar og umdæmisstjóri í Asíu. Áður en Einar tók til starfa hjá Elkem vann hann hjá nokkrum fyrirtækjum í stjórnunarstöðum og hefur því víðtæka reynslu á því sviði. Einar er menntaður vélvirki, vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Álaborgar háskóla. Sérsvið hans eru viðskipta- og stefnumótun, markaðssetning, ferla- og rekstrarstýring og hagræðing í aðfangakeðju, að því er fram kemur í tilkynningu. Eiginkona Einars er Edda Elísabet Kjerúlf, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Einar mun flytja frá Reykjavík til Austurlands eftir að hann tekur við starfinu. GG Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að breyta aðalskipulagi sem heimilar Orkusölunni að koma upp tilraunamastri með vindmyllum til raforkuvinnslu við Lagarfossvirkjun. Níu fulltrúar greiddu atkvæði með breytingunni, tveir á móti og tvær bókanir voru lagðar fram. Nokkuð er síðan Orkusalan sótti fyrst um leyfi til vindmælinga við Lagarfoss en skriður komst á málið á ný í haust. Áformað er að gera 50 metra hátt tilraunamastur sem rekið verði til að safna gögnum í 2-3 ár. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks bentu á að skipulagsbreytingin fæli aðeins í sér breytta nýtingu á svæði sem þegar væri skilgreint undir iðnað. Þeir töldu líka rétt að safna upplýsingum og að vísbendingar væru um mikilvægi hagnýtingu vinds í orkuskiptum. Til frambúðar sé mikilvægt að kortleggja möguleg vindorkusvæði, hver eigi að nýta eða vernda. Fulltrúar Austurlistans töluðu á svipuðum nótum, bæði í ræðu og bókun, að skoða þyrfti vindorku sem kost til framtíðar og fara þyrfti yfir möguleg nýtingarsvæði. Þeir ítrekuðu að um tilraunaverkefni væri að ræða. Fulltrúar Vinstri grænna og Miðflokks greiddu hins vegar atkvæði á móti. Þeir vöruðu við umhverfisáhrifum, bæði af vindmyllunum sjálfum sem og á framkvæmdum við þær. Eins töldu þeir rangt að leyfa tilraunirnar áður en búið væri að móta stefnu á víðari grundvelli um orkuöflun í sveitarfélagin. Þeir lýstu einnig yfir efasemdum um þörfina á orku. AE/GG Ánægja með rekstur hafnarinnar Heimastjórn Seyðisfjarðar fagnar góðu gengi að rekstri Seyðisfjarðarhafnar. Von er á góðri loðnuvertíð sem eykur tekjur auk þess sem komum skemmtiferðaskipa fjölgar á ný. Von er á 70 skipum á næst ári og þegar hafa 84 skip verið bókuð 2023. Auknar tekjur liðka fyrir uppbyggingu. Framundan er raftenging Norrænu og endurbygging Angró-bryggjunnar. Vilja færa veginn við Teigarhorn Heimastjórn Djúpavogs telur mikilvægt að sem fyrst verði ráðist í að færa þjóðveginn þar sem hann liggur framhjá Teigarhorni í Berufirði. Heimastjórnin telur núverandi aðkomu að svæðinu bæði óviðeigandi og beinlínis hættulega. Nokkuð sé um óhöpp á svæðinu og umferð gangandi fari vaxandi. Þá standi núverandi veglína í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Nefndin leggur einnig áherslu á að samhliða verði brú yfir Búlandsá þar skammt frá endurnýjuð. Fyrstir koma Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings úthlutaði í liðinni viku íbúðalóð að Bláargerði 1-3 á Egilsstöðum. Þrjár umsóknir bárust fyrir fundinn og fékk sá aðili sem sótti fyrstur um. Nefndin ákvað hins vegar að í ljósti stöðu á húsnæðismarkaði þurfti viðkomandi að sýna fram á að hann geti fjármagnað framkvæmdir, með staðfestingu frá fjármálastofnun, innan 15 daga frá staðfestingu úthlutunar ella falli hún úr gildi og lóðin gangi til næsta umsækjanda. Austurglugginn til áramóta Tvö tölublöð Austurgluggans eru eftir á þessu ári. Í næstu viku, 2. desember, verður frídreifing á blaðinu. Síðasti skiladagur efnis og auglýsinga er á mánudag, 29. nóvember. Síðasta tölublað ársins er jólablaðið sem kemur út 16. desember, en það er umtalsvert stærra en önnur blöð ársins. Fyrsta tölublað nýs árs verður síðan 7. janúar. MOLAR Heimila tilraunir með vindmyllur Einar Þorsteinsson nýr forstjóri Fjarðaáls HAUST getur tekið að sér fleiri verkefni Einar Þorsteinsson tekur við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls í næstu viku. Mynd: Alcoa Fjarðaál Lagarfossvirkjun. Mynd: Orkusalan

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.